Fréttatíminn - 19.09.2014, Síða 1
Gamlir bolir
breytast í
töskur
íslenskt grænmetiSölufélag garðyrkjumanna
hauSt 2014
Pétursey er 274 metra hátt móbergsfjall sem stendur austan við Sólheimasand í Mýrdal. Nokkrir bæir standa í nágrenni við fjallið, einn þeirra er Vestri-Pétursey þar sem Bergur Elíasson og Hrönn Lárusdóttir búa. Þar hafa þau ræktað gulrætur í um tuttugu ár, byrjuðu smátt en hafa aukið ræktunina ár frá ári. „Við ræktuðum einnig kartöflur en hættum því og snérum okkur alfarið að gulrótunum. Jarðvegurinn er mjög góður fyrir gulrótarækt, sendinn og næringarríkur. Gulræturnar okkar eru mjög bragðgóðar, þó þær séu ekki allar fallegar í laginu. Skýringin er oft sú á löguninni að í jarðveginum leynast steinvölur, sem hafa áhrif á vöxtinn“, segir Bergur Elíasson bóndi í Vestri-Pétursey. Þau Bergur og Hrönn búa einnig með kýr og eru með ferðaþjónustu.
Péturseyjarjarðir voru í landnámi Loðmundar gamla á Sólheimum. Jörðin gekk lengst af undir nafninu Ey og fjallið nefnt Eyjan há. Kirkja var lengi á jörðinni
og líklega var farið að kalla fjallið Pétursey þar sem kirkjan var helguð Pétri postula. Péturseyjarjarðir hafa alla tíð verið bændaeign og þar hefur verið margbýlt.Bergur er uppalinn í Vestri-Pétursey og hefur ávallt átt þar lögheimili. Fjölskyldan hans hefur búið á jörðinni frá 1806. Þau Bergur og Hrönn tóku við búi í Vestri-Pétursey árið 1987, en áður höfur þau búið þar í félagi við bróður Bergs og einginkonu hans.
Mikil vinna er við gulrótarræktina vor og haust. Sum árin er uppskera góð en svo getur hún brugðist ef tíðin er slæm. Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 lagðist aska yfir alla garða og gerði það að verkum að nær engin uppskera varð. Þá lá að meðaltali fjögurra sentimetra þykkt öskulag yfir görðunum og þegar rigndi ofan í öskuna varð hún eins og hálfþornuð steypa. Vor og haust fá þau hjón hjálp frá fjölskyldunni við að sá og taka upp. Í góðu ári getur uppskeran orðið um 80 tonn en í slæmu ári 10 tonn þannig að náttúruöflin
og veðurfarið stýra uppskerunni.
rík af andoxunarefnum og vítamínum
Gulrótin er ein af mikilvægari matjurtum hér á landi þó ræktun hennar hafi staðið mun skemur en til dæmis gulrófu. Til eru margar ólíkar gerðir af gulrótum sem eru mismuandi að lögun og lit. Sterkur appelsínugulur litur gulrótarinnar er litarefnið karótín, sem er forstig A vítamíns. Í þeim er einnig andoxunarefnið lýkopen sem er rautt litarefni en það dregur úr bólgum og kemur í veg fyrir að tappar myndist í blóði. Tómatar eru einnig mjög ríkir af lýkópeni. Vísindamenn við Kuopio háskólann í Finnlandi hafa rannsakað efnið í tólf ár. Í rannsóknum þeirra kom í ljós að þeir sem höfðu mest af lýkópeni í blóðinu voru síður í hættu en aðrir að fá heilablóðfall.
Gæði gulrótarinnar er mjög háð ræktunaraðferðinni. Ef jarðvegurinn er meðhöndlaður eins og
vestri-Pétursey í mýrdal-rækta bragðgóðar gulrætur í sendnum jarðvegi
Kartöflur
Hitaeininga-
snauðar
Nestisbox
Nesti
fyrir
börnin
Súpur
Bragðgóðar
og hollar
ListakokkarHöfundar uppskrifta í blaðinu eru: Höfundar uppskrifta í blaðinu eru:Helga mogensensigurveig káradóttir margrét leifsdóttirnanna rögnvaldardóttir
Bergur Elíasson og Hrönn Lárusdóttir „Við ræktuðum einnig kartöflur en hættum því og snérum okkur alfarið að gulrótunum.”
Gulrót
Góðar fyrir
sjónina
gert er hér á landi í lífrænni og vistvænni ræktun verður gulrótin bragðmikil, sæt og auðug af karótíni og næringarefnum.Gulrót er af sveipjurtaætt eins og dill, steinselja, kóríander og fleiri tegundir matjurta. Gulrótin er upprunnin í Norður-Afríku en hefur breyst mikið á aldanna rás. Þegar hún barst til Evrópu með Aröbum var rótin fjólublá eða ljósgul og seig í sér. Kynbætur á gulrótinni hófust í Hollandi snemma á 19. öld. Gulrótin er tvíær jurt sem myndar sívala forðarót fyrra árið en blómstrar seinna árið og myndar þá sveiplaga blómskipan með smáum blómum sem minna bæði á dill og kerfil. Ef skorið er þvert í gengum rótina sést greinilega að það eru bæði innsti hluti hennar (viðarvefur) og sá ytri (sáldvefur) sem þykkna. Einnig má sjá ganga sem liggja á milli viðarvefs og sáldvefs en þeir sjá um að flytja vatn og næringu um rótina. Oft má sjá greinilegan hring á milli viðarvefs og sáldvefs en það er vaxtarlag rótarinnar. Viðarvefurinn vex inn á við frá vaxtarlaginu en sáldvefurinn út á við.
næringargildiÍ gulrótum er mikið af litarefninu karótín sem er í meira magni í gulrótinni en í nokkurri annarri ætri plöntu. Því stærri og litsterkari sem ræturnar eru þeim mun meira karótín er í þeim. Karótín ummyndast yfir í A-vítamín í líkamanum sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Skortur á A-vítamíni getur leitt af sér náttblindu en hún er algengari en áður var talið. Hjá þeim sem eiga erfitt með að keyra bíl í myrkri getur ástandið lagast við að fá karótín úr fæðunni.
Auk þess er í gulrótum lýkópen, B og C vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalí, kalki, járni og fosfór. Gulrætur eru góð uppspretta fyrir þessi næringarefni því þær eru ódýrar og hægt að hafa þær á borðum daglega allt árið.Gulrótin er eitt mikilvægasta grænmetið í ungbarnafæði. Börnum yngri en eins árs á ekki að gefa hrátt grænmeti. Gulrótin er mjög góð soðin og maukuð ein og sér eða blönduð saman við aðrar fæðutegundir. Gulrótin er næringarrík en hitaeiningasnauð. Í 100 grömmum eru aðeins 46 hitaeiningar (kcal).
geymsla
Gulrætur geymast almennt vel. Best er að geyma gulrætur í kæli við 0 – 2°C og mikinn raka því þeim hættir mjög til að tapa vatni. Þær eiga ekki að standa í birtu því þá verða þær grænar og beiskar á bragðið. Ef einungis á að geyma gulrætur í skemmri tíma er ágætt að hafa þær í götuðum plastpokum, þeim sömu og þær eru seldar í. Fylgist vel með að ekki verði rakaþétting innan í pokanum og fjölgið götunum ef þarf.
geymið blaðið
Lj
ó
sm
yn
d
/H
a
ri
19.–21. september 2014
38. tölublað 5. árgangur
Geirvarta á
læri og typpi
á mjöðm
Íslenskt grænmeti
blað SölufélagS garðyrkjumanna
Margrét
Pála mætt
á ný
Rödd Kenneth Mána
þarf að heyrast
fylgir
frétta-
tímanum
í dag
Viðtal 32
Pabbahlutverkið
mikilvægast
FjölsKyldan
48
Viiðtal
20
Pistill
30
tÍsKa
58
Nýtt líf Elízu
Newman
síða 26
lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
KRINGLUNNI / SMÁRALIND
FACEBOOK.COM/JACKANDJONESICELAND
INSTAGRAM @JACKANDJONESICELAND
TANO JAKKI
VERÐ 15.900
Suomi PRKL! Design
Laugavegi 27 (bakhús)
www.suomi.is, 519 6688
Úlpa
12.900,-
Austurveri
Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.is
Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar08:00-24:00 virka daga
10:00-24:00 helgar
Mig langaði að eignast dóttur mína á Íslandi, það var sterk tilfinning, búa til hreiður. Það er svo dýrt að byggja upp fjölskyldu í
London, allt öðruvísi hark, maður setur börnin ekkert út í garð, eða hleypir þeim út að hjóla, segir Elíza Geirsdóttir Newman um
Sölku, ársgamla dóttur þeirra Gísla Kristjánssonar tónlistarmanns. Söngkonan er komin heim eftir langa dvöl í London og býr með
dóttur sinni og unnusta í Höfnum. Elíza skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveit sinni, Kolrössu krókríðandi, árið 1992 en flutt-
ist síðan til London með hljómsveitina sem ytra nefndist Bellatrix. Á síðasta ári kom gelgjan upp í henni og hún tók þátt í Eurovision.