Fréttatíminn - 19.09.2014, Page 4
Þ umalputtareglan er sú að al-þingismenn greiða 18 þúsund krónur á mánuði miðlægt og þeir
geta því greitt allt að sjö þúsund krónur
aukalega til síns svæðisfélags,“ segir
Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður
Vinstri hreyfingarinnar - græns fram-
boðs.
Algengt er að kjörnir fulltrúar á Ís-
landi greiði tíund til flokka sinna. Mis-
jafnt er hvort um eiginlega tíund er að
ræða en peningarnir eru jafnan notaðir
til rekstrar flokkanna og flokksfélaga.
Fréttatíminn kannaði málið hjá fjórum
stórum og rótgrónum flokkum og
hjá öllum þeirra er tíund við lýði.
Daníel Haukur hjá VG segir að
samkvæmt lögum megi hver einstak-
lingur ekki greiða meira en 300 þúsund
krónur á ári til stjórnmálaflokks og því
takmarkist tíundargreiðslur við 25 þús-
und á mánuði. Hann segir að tíundar-
greiðslur séu í fullu samráði við hvern
kjörinn fulltrúa. Sveitarstjórnarmenn
borgi til svæðisfélaga sinna og ráði því
hvað þeir greiða miðlægt til flokksins.
„Það er ekki þvinguð nein tíund hjá
okkur en við hins vegar óskum eftir
því að kjörnir fulltrúar flokksins
styrki hann reglulega. Stór hluti gerir
það,“ segir Þórður Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Þórður segir að þetta eigi bæði við
um kjörna fulltrúa á sveitarstjórnarstig-
inu og þingmenn. Þetta hafi tíðkast um
áratugaskeið. „Í flokksfélögunum erum
við bæði með aðildargjald og styrktar-
mannakerfi. Við höfum óskað eftir því
að okkar kjörnu fulltrúar greiði í þetta
eins og hundruð annarra. Þetta eru
frjáls framlög og menn greiða eftir efni
og aðstæðum.“
„Það hefur alla jafna verið þannig að
þingmenn hafa greitt ákveðna upphæð á
mánuði hjá okkur. Það hefur ekki verið
skylda en algengast er að fólk geri það.
Ráðherrar hafa borgað meira en þing-
menn,“ segir Þórunn Sveinbjarnardótt-
ir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinn-
ar. Hún segir að greiðslur þingmanna
hafi farið í sjóð er kallast Máttarstólpar
en í hann geta aðildarfélög sótt til að
fjármagna tiltekin verkefni og efla
félagsstarfið. „Styrkur sjóðsins fer svo
eftir því hversu marga menn við erum
með á þingi,“ segir Þórunn.
Þórunn segir að aðildarfélögin sem
eiga fulltrúa í sveitarstjórnum hafi
ákvörðunarvald um hvort þau innheimti
tíund og hvernig tíundargreiðslum
sé háttað. „Þau gera það ekki öll að
því er ég best veit. Stærstu félögin
hafa gert þetta og þá er þetta tekið
af nefndarlaunum fólks og er oftast
nýtt til að standa undir rekstri og
leigu húsnæðis og þess háttar.“
„Það er hluti sem gerir það og hluti
sem gerir það ekki, það er ákvörðun
hvers og eins. Svo eru sumir sem borga
í flokksfélögin,“ segir Hrólfur Ölvisson,
framkvæmdastjóri Framsóknarflokks-
ins.
Hrólfur segir að það hafi lengi tíðkast
að kjörnir fulltrúar flokksins greiði tí-
und til flokksins eða félaga innan hans.
„Þetta fé hefur verið notað til reksturs
félaga og til að styrkja starfið.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
siggaogtimo.is
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
RigningaRbakki veRðuR
á leið austuR yfiR lanDið.
HöfuðboRgaRsvæðið: Súld eða
rigning, einkum framan af degi
styttiR upp og léttiR suMs
staðaR til. kólnaR í bili.
HöfuðboRgaRsvæðið: Þurrt,
en Sólarlítið.
sa-HvassviðRi þegaR líðuR á Daginn
og Með Rigningu s- og v-lanDs.
HöfuðboRgaRsvæðið: SlagveðurSrigning
yfir miðjan daginn.
skin og skúrir
tíðin er hægt og bítandi að taka á sig
haustlegri blæ eftir sérlega mildan kafla
að undangförnu. í dag fer veigalítið
úrkomusvæði yfir landið og í kjölfar þess
léttir til víða á landinu á laugardag og nv-
golublæstri. Þá kólnar jafnframt
og hiti gæti fallið nokkuð og fryst
um nóttina á stöku stað, einkum
n- og a-til. Spáð er álitlegri
lægð á sunnudag. Henni fylgir
slagveðursrigning, fljótlega
um morguninn Sv-til, en síðar
um daginn a-til. ferðafólk
þarf að huga að vindaspám.
10
9 10
12
10
9
9 7 8
11
10
8 10 8
9
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
893.000
krónur
hefur gísli freyr
valdórsson í
mánaðarlaun á
meðan mál hans
er til meðferðar
hjá dómstólum.
gísli freyr var
leystur frá
störfum sem
aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur innanríkisráðherra eftir að
ríkissaksóknari ákvað að ákæra hann í
lekamálinu svokallaða.
20.000
jarðskjálftar hafa orðið í Vatnajökli þann
mánuð sem jarðhræringar hafa staðið
þar yfir. Það gerir yfir 600 skjálfta á
sólarhring.
Grunaður um njósnir
kín versk
stjórn
völd hafa
hand tekið
fyrr ver andi
sendi herra
kína á íslandi,
ma jis heng,
og eig in konu
hans, Zhong
yue. Þau eru
grunuð um að hafa njósnað fyr ir japönsk
stjórn völd.
myndavélar í strætó
Örygg is mynda vél ar verða tekn ar í
gagnið í nýrri vögn um Strætó í næsta
mánuði. Til að byrja með verða mynda-
vélar í 15-18 vögnum en um áramót
verða þær í um fjörutíu vögnum.
217
milljónir króna var hagnaður IKEA á
íslandi á síðasta rekstrarári. Það er 18
milljónum minna en árið áður.
vikan sem var
ótrúlegur uppgangur
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 34. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA. Liðið
hefur farið upp um 97 sæti á rúmum tveimur árum.
stjórnmál kjörnir Fulltrúar greiða allt að 25 Þúsund á mánuði
Alsiða að greidd sé tíund
til stjórnmálaflokka
Þingmenn og kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum greiða allt að 25 þúsund krónur á mánuði í tíund
til flokka sinna. Þessar greiðslur eru jafnan notaðar til að standa straum af kostnaði og til að efla
starf flokkanna.
Hvað er
tíund?
Tíundarlögin frá 1096
voru fyrstu skattalög á
Íslandi. Samkvæmt þeim
var tíundin greidd af eign
en ekki af tekjum eins og
tíðkaðist í öðrum löndum.
4 fréttir Helgin 19.-21. september 2014