Fréttatíminn - 19.09.2014, Page 6
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16
Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566
2015-línan
komin í Betra Bak
Betra Bak
20
Á R a a F
M Æ l I20%
kynningar-
afsláttur
kOMDu
Og uPPlifÐu
gÆÐaDÝnu frá
Sumarið 2013
skoðuðu
Hreinn Har-
aldsson vega-
málastjóri og
Hanna Birna
Kristjáns-
dóttir innan-
ríkisráðherra
aðstæður í
Teigsskógi.
Mynd innan-
ríkisráðu-
neytið
Samgöngur SkipulagSStofnun Segir nei – en bendir á úrlauSnir
Nýrri veglínu um Teigsskóg hafnað
Skipulagsstofnun fellst ekki
á tillögu Vegagerðarinnar um
nýja veglínu um Teigsskóg í
Austur-Barðastrandarsýslu. Þar
hefur vegagerð tafist árum sam-
an vegna deilna um hvar leggja
beri veginn. Íbúar og sveitar-
félög á sunnanverðum Vest-
fjörðum leggja mikla áherslu á
láglendisveg og vegurinn um
Teigsskóg er hagkvæmasta
lausnin fjárhagslega, svo munar
þremur milljörðum króna. Nú
er ekið um úrelta og erfiða fjall-
vegi, malarvegi sem taldir eru
hættulegir, einkum að vetrar-
lagi. Skipulagsstofnun hefur
hins vegar kynnt Vegagerðinni
leiðbeiningar um mögulegar
leiðir til úrlausnar í þessu máli
og væntir þess að á því verði
fundin lausn í sem mestri sátt.
Einar K. Guðfinnsson, for-
seti Alþingis, er ósáttur vegna
þessarar niðurstöðu, að því er
fram kom í Fréttablaðinu fyrr
í vikunni „Þetta er alvarlegt
mál,“ sagði hann, „og það er
tæknilega hægt að setja sérlög
um vegtengingu í gegnum
Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt
þannig tillögu. Þetta er fram-
kvæmd sem getur ekki beðið
lengur. Hér er um að ræða
mikilvægustu vegaframkvæmd
Íslands að mínu mati. Þetta
snýst ekki um náttúruvernd, og
hefur aldrei gert og allra síst
núna þegar Vegagerðin hefur
lagt fram hugmynd að vegstæði
sem raskar náttúrunni afar
lítið.“ -jh
m iðað við kortaveltutölur er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á þriðja fjórðungi ársins verði myndarlegur, þótt heldur hægi á
honum frá fyrri árshelmingi. Á þetta bendir Greining
Íslandsbanka og styðst við upplýsingar Seðlabankans
en hann birti nýverið tölur um greiðslukortaveltu til
ágústloka. Þar kemur fram að 1,5% samdráttur varð
á heildarveltu innlendra debetkorta að nafnvirði í
ágúst, en veltan nam alls 36,8 milljörðum króna. Hins
vegar jókst heildarvelta kreditkorta um 10,6% að nafn-
virði á milli ára á sama tíma, en slík velta nam alls
35,2 milljörðum króna.
„Að raungildi jókst kortavelta einstaklinga milli ára
um 5,4% í ágústmánuði. Þar af jókst kortavelta innan-
lands að raungildi um 4,2% en kortavelta erlendis
um 14,7%. Er það áframhald á þróun sem hefur verið
ríkjandi undanfarið, en það sem af er ári hefur korta-
velta erlendis aukist um ríflega 19% að raungildi frá
fyrra ári á meðan kortavelta innanlands hefur aukist
um 3,2% á sama tíma. Þessi hraði vöxtur kortaveltu
erlendis er væntanlega bæði til kominn vegna mikils
vaxtar í viðskiptum við erlendar netverslanir og auk-
inna utanlandsferða landsmanna. Á fyrstu átta mán-
uðum ársins fjölgaði utanlandsferðum Íslendinga til
að mynda um 8,7% frá fyrra ári,“ segir Greiningin.
Lítillega hefur þó dregið úr vextinum en það sem
af er þriðja ársfjórðungi nemur raunvöxtur korta-
veltu 3,5% frá sama tíma í fyrra. Til samanburðar
var vöxturinn 5,3% á fyrri árshelmingi. „Hefur því,“
segir Greiningin, „heldur hægt á vextinum á þennan
kvarða, en rétt er að hafa í huga að talsverðar sveiflur
eru í þessum tölum á milli mánaða. Það sem af er ári
nemur kortaveltuvöxturinn 4,8% frá fyrra ári. Vöxtur
kortaveltu að raungildi gefur ágæta vísbendingu um
vöxt einkaneyslu, enda fer meginhluti neysluútgjalda
landsmanna um greiðslukortin. Má gera því skóna,
miðað við kortaveltutölurnar, að vöxtur einkaneyslu
reynist allhraður á yfirstandandi ári.“
Greiningardeild Íslandsbanka spáði því í þjóð-
hagsspá sinni, sem út kom í maí, að vöxtur einka-
neyslu yrði 4,2% vexti á þessu ári.
Jónas Haraldsson
jonas@ frettatiminn.is
efnahagur umtalSverður vöxtur einkaneySlu
Á fyrstu átta mánuðum ársins fjölgaði utanlandsferðum Íslendinga um 8,7% frá fyrra ári. Viðskipti við erlendar netverslanir
hafa einnig aukið kortaveltu.
Fleiri halda utan og skipta
við erlendar netverslanir
Mikill vöxtur er í einkaneyslu Íslendinga. Utanlandsferðum Íslendinga hefur fjölgað umtalsvert
miðað við sama tíma í fyrra. Þá er vöxtur í viðskiptum við erlendar netverslanir.
6 fréttir Helgin 19.-21. september 2014