Fréttatíminn - 19.09.2014, Page 16
Ætlarðu að halda áfram að gera það sama? Viltu
breyta til? Nýtt starf, ný verkefni, nýjar og fleiri
tómstundir? Áttu þér kannski drauma sem enn
hafa ekki ræst?
En hvers
vegna í
ósköp-
unum
ættum við
að glata
ritmálinu -
við, bóka-
þjóðin
sjálf ?
Það verndar enginn tungumálið nema við sjálf
Bæ, bæ, íslenska!
Þriðja æviskeiðið
Hvað ætlar þú að gera þegar
þú ert orðin(n) stór?
Á hverju ári fækkar þeim tungu-málum sem mannkynið talar. Það þykir fæstum góð þróun og varla
betri en þegar plöntu- eða dýrategundum
fækkar. Tilvistin hér á jörðinni verður
fábrotnari og litlausari þegar eitthvað
hverfur sem aldrei er hægt að
endurvekja.
Er íslenskan mál í útrým-
ingarhættu? – Uss, nei, myndu
sumir segja. Íslenskan hefur
lifað í meira en þúsund ár og
staðið af sér fátækt, eldgos og
hungur. Hún hlýtur að lifa af
velmegun og menntun líka. –
Jú, segja aðrir. Tungumál sem
svona fáir kunna er vissulega
í hættu. Og eitt er víst – ís-
lenskan mun alls ekki halda lífi
nema hún sé notuð. Það þarf að
tala hana, lesa hana og skrifa
hana – að öðrum kosti hverfur hún í hóp
hinna gleymdu tungumála.
Íslenskt ritmál á sér sögu sem við erum
stoltari af en flestu öðru sem við kemur lífi
okkar sem þjóð. Við montum okkur af því
að meira og betur hafi verið skrifað hér í
köldum og myrkum kofum en í glæsihúsum
stórþjóðanna. Við segjum líka að hér hafi
textar verið almenningseign, að sögur og
ljóð hafi lifað á hvers manns vörum. Eflaust
eru það ýkjur – en samt ekki lygi. Orðsins
list var þjóðinni bæði töm og kær og einmitt
þess vegna hefur tungan sem aðrir týndu
lifað áfram hér í okkar geymd og vörslu.
Tungumálið okkar er bæði talmál og
ritmál. Orðaforði ritmáls er meiri og mál-
fræðin margslungnari. Þau tungumál sem
ekki eiga sér ritmál eru í mestri útrýming-
arhættu. Ef við glötuðum íslensku ritmáli
myndum við líklega nota talmálið í dag-
legu lífi um sinn, en það yrði sífellt mátt-
lausara og dygði okkur engan veginn til
þess að orða dýpri hugsanir, færa rök fyrir
máli okkar eða lýsa tilfinningum. En hvers
vegna í ósköpunum ættum við að glata rit-
málinu – við, bókaþjóðin sjálf?
Það þarf ekki margar illa læsar kynslóðir
til að ritmál glatist. Börnin okkar
læra vissulega að lesa í skólan-
um Þau læra að þekkja og greina
bókstafi og hljóð og setja saman
í orð og setningar. En það gerir
þau ekki læs. Læs eru þau ekki
fyrr en þau hafa náð að tileinka
sér ritmál, skilja það og geta
nýtt sér bæði til gagns og gleði.
Börnin þurfa að verða virkir les-
endur, að sökkva sér af áhuga
niður í ritað mál og ná valdi á
því svo þau geti sjálf tjáð sig. Til
þess þurfa þau að hafa aðgang að
fjölbreyttum, skemmtilegum og
spennandi texta á íslensku.
Barna- og unglingabókaútgáfa hefur
dregist saman á undanförnum árum. Það
sem hefur haldið í henni líftórunni er sá
siður að nota bækur til gjafa. Samkeppnin
við aðra afþreyingu er mikil og ef bækur
hækka í verði er næsta víst að bókakaup
muni minnka. Börnin geta nálgast bækur
á söfnum, segir ef til einhver – en ef bækur
seljast ekki verða þær ekki gefnar út. Svo
einfalt er það. Nýlega boðuð hækkun virð-
isaukaskatts á bækur gæti haft afgerandi
áhrif á framboð á lesefni fyrir börn – lesefni
sem er nauðsynlegt ef okkur á að auðnast
að ala upp lesandi kynslóð.
Íslenskan lifði vissulega af hungur og kúg-
un fyrri tíma. En skilningsleysi, skeytingar-
leysi og skammsýni geta tortímt henni. Það
verndar enginn tungumálið okkar nema við
sjálf, hér og nú. Snúum við blaðinu áður en
það er um seinan.
E rtu komin(n) yfir fimmtugt – tíu ár í sextugt, tuttugu ár í sjötugt og svo um tuttugu
ár eftir það? Farin(n) að velta fyrir
þér hvað þú gerir næstu áratugina?
Ætlarðu að halda áfram að gera það
sama? Viltu breyta til? Nýtt starf,
ný verkefni, nýjar og fleiri tóm-
stundir? Áttu þér kannski drauma
sem enn hafa ekki ræst? Kvíðirðu
kannski fyrir því að vera hent út af
vinnumarkaðnum – vera bannað að
vinna? Sérðu fyrir þér starfslok?
Dragðu nú djúpt andann. Þú ert
að nálgast þriðja æviskeiðið eða
jafnvel komin(n) þangað. Hvað
er nú merkilegt við það? Jú, það
er æviskeiðið þegar börnin eru
flogin úr hreiðrinu, barnabörnin að
komast á legg. Skuldir og skyldur
minnka og léttast. Hugur og hönd
enn virk sem fyrr, eða allt að því.
Þetta er tíminn þegar þér ber að
velta fyrir þér framtíðinni. Hvað
geturðu gert til þess að hún verði
björt og ánægjuleg?. Sé heilsan í
lagi og fjárhagurinn nokkuð svo, þá
er rétt að huga að því að undirbúa
sig undir þetta æviskeið sem skeið
frelsis og nýrra tækifæra. Því fyrr
sem hugað er að þessum undirbún-
ingi, þeim mun auðveldara verður
þetta breytingaskeið sem við öll
göngum í gegnum.
Samtökin U3A Reykjavík, Háskóli
þriðja æviskeiðsins, hafa nú lagt af
stað í rannsóknarferð til þess að
kanna hvernig best megi búa sig
undir þetta æviskeið. Verkefnið
BALL (Be Active through Lifelong
Learning) er tveggja ára evrópskt
samstarfsverkefni unnið í samstarfi
við U3A í Alicante og Lublin undir
verkefnisstjórn Evris í Reykjavík.
Ísland er því í forystu þessa verk-
efnis sem hefur hlotið styrk frá
menntaáætlun ESB, Erasmus+. Á
þriðjudaginn kemur, 23. septem-
ber, verður þessu verkefni hrundið
af stað með verulega áhugaverðri
ráðstefnu í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu, þar sem fyrirlesarar
víða að fjalla um þriðja æviskeiðið
og hvaða leiðir má nýta til þess að
krydda það. Ráðstefnan hefst kl.
13.30 og er öllum opin án endur-
gjalds. Vertu velkomin(n). Viljirðu
vita meira um BALL verkefnið og
U3A, skoðaðu þá vefsíðuna www.
u3a.is
Ragnheiður Gestsdóttir
rithöfundur
Hans Kristján Guðmunds.
í stjórn U3A Reykjavík
Ingibjörg Rannveig
Guðlaugsdóttir
formaður U3A Reykjavík
Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipratrópíumbrómið.
Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og
lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á
sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum
þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun
xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér.
Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta
kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina.
Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið
ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d.
hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með
nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú
ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm,
skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í
nýrnahettum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi
og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn
vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:
Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Otrivin Comp - gegn
nefstíflu og nefrennsli
Andaðu með nefinu
16 viðhorf Helgin 19.-21. september 2014