Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 19.09.2014, Qupperneq 20
TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA. ILMANDI HLUTI AF DEGINUM PI PA R \ TB W A • S ÍA Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984 M agnús Geir Þórðarson tók við sem útvarpsstjóri eftir nokkurt átakaskeið innan Ríkisútvarpsins sem or- sakaðist meðal annars af óánægju starfsfólks, áhorfenda og hlust- enda með niðurskurðaraðferðir þá- verandi yfirstjórnar. Magnús Geir segir að tekist hafi að slökkva þá elda sem loguðu innan stofnunar- innar og að þær breytingar sem ný yfirstjórn réðst í vor séu farnar að skila árangri. Hann er með metnaðarfull markmið fyrir hönd Ríkisútvarpsins sem hann segist hlakka til að takast á við á næstu misserum. Hann leggur áherslu á að eiga samtal við stjórnendur og annað starfsfólk og vinna breyt- ingarnar með því fólki sem hann starfar með. „Ég er ekkert mikið fyrir það að brýna raustina, þótt ég sé kapps- maður. Ég legg áherslu á að eiga opið samtal þar sem ég reyni að hlusta á fólk og vinna með því. Við höfum unnið í því að græða sárin eftir miklar niðurskurðaraðgerðir síðasta vetur og byggja upp bjarta stefnu til framtíðar. Við höfum metnaðarfull markmið um að efla dagskrána á öllum miðlum og erum farin að taka skref í þá átt. Hinn blákaldi veruleiki er hins vegar sá að fjárhagsstaða RÚV er slæm og því er nauðsynlegt að halda áfram að leita hagræðis og forgangsraða í þágu dagskrár. Á sama tíma þarf að horfast í augu við fjármögnun RÚV. Þetta er verkefni sem er ekki lokið á einni nóttu,“ segir Magnús Geir. „Skuldastaða RÚV er ógnvæn- leg og hana þarf að tækla því markmið okkar er að sem stærsti hluti fjármuna fari í framleiðslu á efni, ekki rekstur húsnæðis, tæknimál eða vaxtagreiðslur,“ seg- ir Magnús Geir. Þegar hefur verið ákveðið að leigja út efri hæðir út- varpshússins við Efstaleiti og hef- ur yfirstjórn, þar á meðal útvarps- stjóri, flutt skrifstofur sínar niður á jarðhæð þar sem starfsemin fer að mestu fram. Magnús Geir segir að RÚV hafi nú metnaðarfull áform um að auka framleiðslu á innlendu efni, sér- staklega verði gefið í þegar kemur að leiknu efni. „RÚV hefur nánast dregið sig út af þeim markaði á undanförnum árum í hagræð- ingarskyni en Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna hvað varðar menningu í landinu, ekki aðeins varðandi miðlun menningarefnis heldur einnig hvað varðar sköpun. RÚV á að vera vikur þátttakandi og meðleik- ari í framleiðslu á leiknu, íslensku efni,“ segir hann. „Samhliða mun áherslan á erlent afþreyingarefni minnka og stærra hlutfall af því sem við bjóðum upp á verður vandað, íslenskt gæðaefni,“ segir Magnús Geir. Tækifæri með tilkomu Netflix Hann segir mikil tækifæri fyrir RÚV falin í þeirri þróun sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum með stóraukinni netnotkun og til- komu efnisveitna á borð við Net- flix. Breytingarnar hjálpi til við að skerpa sýnina á hlutverk RÚV sem muni ekki lengur þurfa að sinna erlendu afþreyingarefni í jafnmiklum mæli heldur geti lagt aukna áherslu á framleiðslu og sýningu á innlendu efni. Þá verði Pabbahlutverkið mikilvægast af öllu Magnús Geir Þórðarson er ánægður í starfinu sem hann tók við fyrir um hálfu ári og segir að tekist hafi að slökkva elda sem loguðu þegar hann tók við. Hann sér tækifæri í breytingum á neyslu fjölmiðla og vill stórefla vef RÚV. Krakkavefur og veður- vefur verða opnaðir á næstu vikum. Hann á von á öðru barni eftir viku en á að auki þrjú stjúpbörn og segir pabbahlutverkið mikilvægast af öllu. 20 viðtal Helgin 19.-21. september 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.