Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 21

Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 21
Margfalt minni umbúðir með nýrri, byltingarkenndri prenttækni HP og betri orkunýtingu. Ódýrari í rekstri Fáðu ráðgjöf sérfræðinga Opinna kerfa við val á lausnum sem henta þínum þörfum og umhverfi. Nánar á www.ok.is/ProX Helmingi ódýrari í rekstri en sambærilegir laserprentarar Nýtt hraðamet* í prentun – allt að 70 blaðsíður á mínútu Umhverfisvænn Kynntu þér eiginleika nýju „HP PageWide“ tækninnar HP Officejet Pro X fjölnotaprentarar *Samkvæmt Guinness World Records og prófunum Buyers Laboratory LLC. Sérfræðingar þér við hlið jafnframt til ríkari þörf á að bjóða upp á vandað, íslenskt barnaefni, svo börn alist ekki upp við erlent barnaefni fyrst og fremst. Fyrsta skrefið í þá átt verður tekið í vetur þegar opnaður verður sérstakur barnavefur, KrakkaRÚV, þar sem aðgengi barna að sjónvarpsefni á íslensku verður mun betra en verið hefur. „Ef ekkert verður að gert verður þróunin sú að fyrsta stopp hjá yngstu kynslóðinni, þegar þau sækja sér afþreyingarefni, verði erlendar efnisveitur með barnaefni á erlendum tungum. Við viljum að sjálfsögðu að börnin okkar alist upp við barnaefni á íslensku en það þarf að standast þær gæða- kröfur sem þessi kröfuhörðu neyt- endur gera. Þessi nýjung, Krakk- aRÚV, er hluti af því verkefni sem fram undan er, að efla vef RÚV“ segir Magnús Geir. Einnig er í vinnslu nýr veður- vefur sem opnaður verður innan skamms. „RÚV hefur einfaldlega ekki sett vefmál nógu ofarlega í forgang og fyrir vikið er vefurinn ekki nægilega góður miðað við allt það frábæra efni sem verið er að framleiða hér innanhúss. Það er í raun synd hvað það er óaðgengi- legt og við þurfum að vera miklu framar í þeim efnum,“ segir hann. Magnús Geir leggur jafnframt mikla áherslu á að auka þjónustu við landsbyggðina. „Á síðustu árum hefur RÚV gefið eftir og óeðlilega stór hluti starfseminnar er nú í Reykjavík. Við ætlum að bæta við fréttariturum hringinn í kringum landið sem miðla meira efni inn í landsmiðlana á sama tíma og við viljum efla svæðis- bundna miðlun. Það eru nokkur ár síðan svæðisútvörpin voru lögð af en nú sjáum við fyrir okkur að fara í svæðisbundna miðlun og það verði í gert í auknum mæli í gegnum vefinn. Þetta er afar brýnt sanngirnismál þar sem RÚV er ríkisútvarp allra landsmanna,“ segir Magnús. Starfið krefjandi og skemmti- legt Aðspurður segir Magnús Geir starf útvarpsstjóra bæði krefj- andi og skemmtilegt. „RÚV er ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar og á að vera sameinandi afl. Ég tel að það séu ótal tækifæri til að gera gott Ríkisútvarp enn betra. Það fer ekkert á milli mála að landsmönn- um þykir vænt um sitt Ríkisútvarp og hafa á því ótal og ólíkar skoð- anir. Breytingarnar hafa gengið vel en eðlilega hafa þær líka tekið á. Við, nýja fólkið, komum hér inn á erfiðum tímapunkti þar sem staða RÚV er strembin. Þetta er kannski bara eins og öll stór verk- efni, það verður að reyna að fara hratt í hlutina til að bæta það sem þarf að bæta. Það hefur líka verið lærdómsríkt að átta sig á því hvað sjónarmið eru mörg og ólík. Við viljum og reynum að hlusta en stundum verður bara að horfast í augu við það að sjónarmiðin eru ósamræmanleg og það sem einn vill gengur í berhögg við það sem annar óskar eftir. Ágætis dæmi um þetta er þegar við sýndum frá HM í knattspyrnu karla í sumar. Þar bauð RÚV upp á fjölbreytta dagskrá á þessu sviði en sumum fannst allt of lítið af leikjum sýnt beint á meðan öðrum finnst að eigi ekki að sýna neitt. Okkar hlutverk er að reyna eftir fremsta megni að sætta ólík sjónarmið og stefna að einhverri bestun,“ segir Magnús Geir. Þá bendir hann á að framboð efnis Ríkisútvarpsins sé gríðarlega mikið og ekki ætlast til þess að hver einasti dagskrárliður höfði til hvers og eins. Spurður hvers vegna hann hafi sóst eftir að gegna starfinu segir Magnús Geir að hann hafi séð í því tækifæri. „Ég hafði setið í stjórn RÚV í nokkurn tíma þannig að ég hafði kynnst starfseminni þó það hafi verið úr hæfilegri fjarlægð. Mér finnst Ríkisútvarpið afar mikilvæg, spennandi og skemmti- leg stofnun og mér hefur alltaf þótt vænt um það. Ég sá fjölda sóknar- tækifæra fyrir RÚV og að þeim er nú unnið. Þótt ég sé leikhúsmaður af lífi og sál – þá byrjaði ég svo ungur í leikhúsinu að mér fannst tímabært að stíga út úr því. Þetta væri spennandi viðfangsefni og áhugavert verkefni sem væri tæki- færi sem ég vildi ekki láta framhjá mér fara,“ segir Magnús Geir. Fimmta barnið á leiðinni Magnús og sambýliskona hans, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, eiga von á barni á næstu dögum en það verður fimmta barnið á heimilinu. Ingibjörg átti þrjú börn fyrir og saman eiga þau átján mánaða son. Fjölskyldan bjó um hríð á tveimur stöðum, hér í Reykjavík og á Akureyri, þar sem Ingibjörg hefur gegnt starfi framkvæmda- stjóra Menningarhússins Hofs um sjö ára skeið. Þau eru nú búin að koma sér fyrir í Fossvogsdalnum og börnin byrjuð í skóla. Aðspurð- ur segir Magnús Geir það ganga vel að finna jafnvægi milli starfs og fjölskyldulífsins. „Ég er mikill fjölskyldumaður og nýt mín hvergi betur en með fjölskyldunni. Ég reyni að sinna því eins vel og ég mögulega get og reyni að passa upp á það. Ef mikið gengur á í vinnunni þarf maður að venja sig á að slökkva á þeim hugsunum og vera alveg til staðar heima. Það er að lærast en óneitanlega er áreitið meira í nýju starfi en því fyrra. Annars gengur fjölskyldu- lífið bara dásamlega vel og ég er bara svo heppinn að eiga frábæra fjölskyldu,“ segir Magnús Geir. „Pabbahlutverkið er náttúrulega best af öllu. Ég náði að taka gott fæðingarorlof með syni okkar í fyrra sem er ómetanlegt. Svo eru stjúpbörnin mín alveg yndisleg og hafa mikinn áhuga á leikhúsi og nú sjónvarpi þannig að við erum svolítið saman í þessu öllu,“ segir hann. Magnús Geir var á fertugasta ári þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn. „Það var alveg komin upp- söfnuð löngun,“ viðurkennir hann brosandi. „Auðvitað setur þetta allt annað í samhengi. Ég hef verið í leikhúsinu af lífi af sál – og er það að sjálfsögðu með öll þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur – en fjölskylduhlutverkið setur allt í annað samhengi því núna er annað sem er mikilvægara, miklu mikil- vægara, meira gefandi og ennþá skemmtilegra en vinnan,“ segir hann. Metnaðarfull rás fyrir forvitið fólk Eitt af því sem lögð hefur verið áhersla á undanfarið er að skerpa muninn á Rás 1 og 2 og efla menningarlegt hlutverk Rásar 1. „Rás 1 er einstök í íslenskri fjöl- miðlaflóru. Hún hefur verið með þjóðinni áratugum saman og við viljum að hún verði það áfram, að hún vaxi og dafni. Hlustunin hefur hins vegar verið að dala hægt og bítandi á undanförnum árum. Við viljum að Rás 1 verði enn til staðar eftir 20 ár og því verðum við að tryggja að hún þróist með breytt- um tíðaranda án þess að neinu sé kollvarpað,“ segir Magnús. „Rás 1 á að vera metnaðarfull rás fyrir forvitið fólk um samfélagið og menningu og þar á að vera pláss fyrir þætti sem höfða kannski ekki til allra. Í niðurskurðinum í fyrra var hart gengið fram gegn Rás 1, dregið var úr frumframleiðslu, dagskrárgerðarmönnum fækkaði, dregið var úr tónleikaupptökum og útvarpsleikhúsi og endurflutning- Framhald á næstu opnu Helgin 19.-21. september 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.