Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 19.09.2014, Qupperneq 24
Lærði að slaka á eftir ástvinamissi Guðmundur Konráðsson upplifði mikla sorg þegar hann aðeins 15 ára gamall missti 3ja vikna bróður sinn. Þetta var fyrsta áfallið af mörgum, hann missti síðar annan bróður í slysi og fjölda ættingja og vina í snjóflóðinu á Flateyri, auk þess sem faðir hans féll frá. Guðmundur leitaði allra leiða til að finna gleðina á ný en hamingjan reis af sjálfu sér eftir að hann fékk leiðsögn andlegs leiðbeinanda og tókst þá að uppfylla loforðið sem hann gaf eldri bróður sínum: Að vera hamingjusamur fyrir þá báða. Þ að er enginn sem nær ham-ingjunni heldur rís hún af sjálfu sér þegar maður sér að það eina sem þarf að gera er að slaka á. Það tók mig 10 ár með mínum andlega kennara að fatta þetta, eins augljóst og þetta er. Ég var búin að reyna að verða hamingjusamur með því að gera, kaupa og skemmta mér en ekk- ert virkaði. Þetta small allt saman þegar ég bara fattaði að slaka á,“ segir Guðmundur Konráðsson, 49 ára kerfisfræðingur hjá Hagstof- unni. Guðmundur hefur í gegnum árin misst fjölda ástvina. Hann er fæddur og uppalinn á Flateyri og þegar hann var 15 ára gamall dó 3ja vikna bróðir hans skyndilega, 12 árum síðar lést 22ja ára bróðir hans í slysi og 12 árum eftir það dó faðir þeirra. Guðmundur var flutt- ur frá Flateyri þegar snjóflóðið féll yfir bæinn árið 1995 og átti hann bæði vini og ættingja meðal þeirra sem þá létust. Forn indversk fræði Guðmundur er annar skipuleggj- enda Heimsljóss messunnar sem haldin verður fjórða fimmta árið í röð í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ um helgina. Heimsljós mælir með heilunarguðsþjónustu í kvöld, föstudag, í Lágafellskirkju en á laugardag hefst hin eiginlega dag- skrá og stendur yfir alla helgina, fram á sunnudag. Verður fjöldi fólks á messunni að kynna ýmsa starfsemi, svo sem bowen-tækni, blómadropameðferð, Qigong æf- ingar og bætiefni. Á sunnudag verður Guðmundur með erindi þar sem hann ræðir fráfall ást- vina sinna og afleiðingu þess á líf hans. Hann ætlar þar að miðla af reynslu um þann tíma sem tók hann að ná sér af því áfalli sem ástvinamissir er, hvaða áhrif það hefur að horfast í augu við þann ótta sem fylgir dauðanum og hvaða þýðingu það hefur að sitja með sorginni án þess að reyna að ýta henni frá sér. Um tíu ár eru síðan Guðmundur kynntist Adva- ita Vedanta, fornum indverskum fræðum sem tengjast Veda- fræðunum, og með leiðsögn kennara lærði hann að slaka á og fara úr huganum í hjartað. „Ljósið kemur úr hjartanu,“ segir hann. Hver og einn lokaðist í sinni sorg Guðmundur var að koma heim úr heimavistarskóla sama dag og litli bróðir hans dó, 1. nóvember 1980. „Sorg- in sem hvíldi yfir heimilinu þegar ég kom heim var ólýsanleg. Það var lítil samhygð í þorpinu þar sem fólk vissi ekki hvernig það átti að bregðast við eða hvað það átti að segja. Hver og einn lokaðist dálítið inni í sinni sorg og langan tíma tók að vinna úr henni,“ segir hann. Annað áfallið var 5. september 1992 þegar annar bróðir hans lést í slysi rúmlega tvítugur. „Það hafði mikil áhrif á allt þorpið og ólíkt fyrra skiptinu var mikill stuðning- ur við fjölskylduna. Ólíklegasta fólk gaf sig að okkur og tjáði hug sinn. Það stóðu allir sem einn og stóðu með okkur í gegnum þetta. Þó það hafi tekið langan tíma að vinna úr sorginni og missinum varð allt léttara fyrir vikið.“ Áður en Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja K raftaverk Mikið úrval af dýrapúðum eftir hinn þekkta hönnuð og Íslandsvin Ross Menuez. 3 stærðir - Verð frá kr. 3.500 bróðir hans var jarðsettur bað Guð- mundur um að fá að vera einn með kistunni. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju ég bað um það en það kom síðan til mín að þarna skyldi ég gefa honum heit: „Ég skal vera hamingjusamur fyrir okkur báða.“ Þegar ég sagði þessi orð þá vissi ég ekki alveg hvað þau þýddu en ég ímyndaði mér að þau tengd- ust gleði. Ég lagði í framhaldinu áherslu á að finna gleði, ég leitaði gleðinnar um víðan völl þar til ég gerði mér grein fyrir hinu augljósa: Ég gat ekki fundið gleðina held- ur myndi hún finna mig þegar ég væri búinn að fjarlægja þær hindr- anir sem stóðu í vegi fyrir henni. Ég hætti að gefa hlutum og hug- myndum í kring um mig of mikið gildi. Með því að gefa þeim of djúpa merkingu hálfpartinn límast þeir við mann. Það er líka hægt að líkja þessu við rafmagnshleðslu, að fólk hlaði hlutina í kring um sig. Með því að afhlaða þá er hægt að sökkva sér í kyrrðina og slaka á, að vera ekki of upptekinn af því sem er í kringum mann heldur leyfa lífinu að flæða í gegn um sig.“ 24 viðtal Helgin 19.-21. september 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.