Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 30
Konan fékk fimm farþega svo gott sem í fangið og spjaldtölvur á stærð við 40” flatskjái í andlitið. Þarna snert- ust líkams- hlutar sem aldrei ættu að snertast á ókunnugu fólki. Aldrei! ÞYKKSKORIÐ BEIKON Þykkt og bragðmikið fyrir þá sem vilja kröftugt beikon. Gæðavara úr völdu svínafille, matarmiklar og ljúffengar sneiðar. HEFUR ÞÚ STERKAR BEIKONTILFINNINGAR? Prófaðu þykkskorna beikonið frá SS. Þykkt og bragðmikið Gott á grillið eða pönnuna Sérvalið svínafille 100% íslenskt kjöt PI PA R\ TB W A – S ÍA A ð ætla að skilgreina pers- ónulegt rými einstaklinga er ekkert alltof auðvelt. Rýmið sem slíkt er jú ein- staklingsbundið. Sumum stendur alveg á sama þó þeir séu faðmaðir af gömlum skólafélaga á förnum vegi eða deili sætisarmi með ókunnugri manneskju í bíósal. Nákvæmlega sama þó olnbogar snert- ist. Nákvæmlega sama þó sessunauturinn sötri kókið af áfergju eða mauli poppið sitt eins og grjótmulningsvél. Sumum finnst notalegt að lenda óvænt við hlið einhvers sem þeir kannast lítillega við þegar flogið er á milli staða – ah, einhver til að spjalla við alla leiðina. Sumir heilsa öllum með faðmlagi og helst einum blautum – svo persónuleg og inni- leg kveðja. Sumum er al- veg sama þó fólk æði inn heima hjá þeim í tíma og ótíma – af hverju að banka? Hitt er svo heimilislegt. Svo erum það við hin. Við með persónulega rýmið sem telur álíka marga fermetra og meðalstórt íþróttahús. Við sem spyrjum í afgreiðslunni á flugvellinum „er vélin full? Get ég fengið að sitja ein?“ Við sem förum í bíó þegar myndin er við það að detta úr sýningu af því þá er enginn í bíó. Við sem sjáum glitta í gamlan kunningja í Kringlunni og breyt- umst skyndilega í Jón Arnar Magnússon og hoppum frá Stjörnu- torgi niður í bílakjallara í þremur hoppum til þess að forðast faðmlag. Við sem læsum alltaf hurðinni þó við séum heima af því við kærum okkur ekki um óvæntar heimsóknir. Andskotinn, maður gæti verið að dandalast allsber eða liggjandi í sófanum í ljótum buxum með remúlaði í munnvikinu. Tala nú ekki um þegar heimilið lítur út eins þar búi ellefu rónar en ekki ein meðalstór manneskja. Ég er kannski að tala glæfralega þegar ég nota orðið við. Kannski er ég bara ein. Kolbilaða konan sem aðeins fjórir aðilar hafa formlegt leyfi til þess að faðma í tíma og ótíma. Kolbilaða konan sem er búin að reikna það út hvenær fæstir fljúga á milli Egilsstaða og Reykjavíkur og bókar sér flug byggt á þeim útreikningum. Kolbilaða konan sem krefst þess að fólk hringi á undan sér áður en það droppar við. Kolbilaða konan sem heilsar engum með faðmlagi og kossi nema ömmu. Þessi kolbilaða kona flaug einmitt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur í síðustu viku. Sitjandi alein að sjálfsögðu. Skyggnið var gott og varð konan ansi hreint lukkuleg þegar flug- stjórinn ákveður að svífa með farþegana yfir eldgosið okkar umtalaða. Lukkan var þó ekki lengi að breytast í kaldan svita og örvinglun. Konan reyndist vera í hvað besta útsýnissætinu og áður en hún vissi af voru allir farþegar hægra megin úr flugvélinni komnir hættulega nálægt henni. Stórhættulega sko. Eldgosið færðist nær og nær og far- þegarnir líka. Nei, fjúff – þetta verður allt í lagi, það er ekkert merkilegt að ske í gosinu. Smá reykur. Ekkert að sjá. Þau hljóta að fara aftur í sætið sitt. Ó, nei. Aftur í sætið sitt? Heldur betur ekki. Konan fékk fimm farþega svo gott sem í fangið og spjaldtölvur á stærð við 40” flatskjái í andlitið. Þarna snertust lík- amshlutar sem aldrei ættu að snertast á ókunnugu fólki. Aldrei! Lætin í fólki voru slík að það mátti helst halda að eld- glæringar og gosstrókar væru við það að snerta flugvélina. Eða Kristján Már Unnarsson væri sjáanlegur í ljósum logum. Búinn að rífa sig úr Cintamani- peysunni og að gera sig kláran í að heyja hatramma baráttu við banvænt gosið. Nei, það var ekki svo gott. Eina sem sást var örlítill reykjarstrókur. Kolbilaða konan fékk samt að njóta þess að finna fyrir geirvörtu á lærinu og typpi á mjöðminni. Ferlega notalegt. Heimilislegt í besta falli. Hin margumrædda kona er nota bene full af tilhlökkun fyrir fluginu sem hún á bókað í fyrramálið. Guðrún VeiGa Guðrún Veiga Guð- mundsdóttir er mann- fræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjón- varpsþættinum Nenni ekki að elda á iSTV. Guðrún Veiga leyfir ekki hverjum sem er að snerta sig. Ljósmynd/ChameleonsEye/ Shutterstock.com Persónulegt rými 30 pistill Helgin 19.-21. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.