Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Síða 40

Fréttatíminn - 19.09.2014, Síða 40
vetrarferðir Helgin 19.-21. september 201440 Hópadeildin hefur verið okkar aðals- merki þar sem við skipuleggj- um hópferðir fyrir stofnanir, fyrirtæki og ýmsa klúbba. Að ná sem mestu út úr borgarferðinni Til er alveg ógrynni símaappa og ferðupplýsinga á netinu og því er auðvelt að gleyma sér og skipuleggja ferðalagið of vel og ná ekki að slappa af og njóta. Rólegheit Algengt er að fólk ætli sér að sjá allt sem borgin hefur upp á að bjóða og er því á spani allan daginn og fær aðeins nokkurra klukkustunda svefn og kemur úr- vinda af þreytu heim úr ferðinni. Svo eru aðrir sem ekki skipu- leggja neitt og búast við að ramba á allt það merkilegasta. Best er að finna hinn gullna meðalveg í helgarferðinni og muna að oft er minna betra. Með því að eyða meiri tíma í að skoða færri staði verður upplifunin betri. Vinnan heima Með því að skilja vinnuna eftir heima í fríinu líður okkur betur og hugurinn verður móttækilegri fyrir nýjum hugmyndum. Flestir vilja sleppa því að vinna í fríinu en fyrir aðra getur það verið mjög stressandi og fólk hefur stöðugt á tilfinningunni að það sé að missa af einhverju eða að bregðast vinnufélögunum. Þá getur verið sniðugt að taka frá hálftíma á hverjum degi og svara tölvupósti. Best er að finna hinn gullna meðalveg í helgarferðinni og muna að oft er minna betra. Með því að eyða meiri tíma í að skoða færri staði verður upplifunin betri. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages Tímasparnaður Ef til vill er ekki alltaf þess virði að bíða lengi í röð við vinsæla ferða- mannastaði og betra að finna aðra fámennari. Einnig er sniðugt að ferðast ekki á vinsælasta tímanum, þá eru færri ferðamenn og verð á flugi og hótelum lægra. Gott er að panta aðgöngumiða á netinu til að spara tíma. W ow Air rekur eigin ferða-skrifstofu, Wow Travel, sem sérhæfir sig í lág- gjalda pakkaferðum. Ferðaskrifstof- an býður upp á breitt úrval áfanga- staða, hótela og skoðunarferða. Bæði er boðið upp á að panta aðeins flug og hótel sem og stærri pakka með fararstjórn og skoðunarferð- um. Að sögn Lilju Hilmarsdóttur, forstöðumanns sérferða hjá Wow, eru ýmsar áhugaverðar ferðir á dag- skránni nú í vetur. „Við bjóðum upp á mjög skemmtilegar borgarferðir til allra áfangastaða Wow air; London, Parísar, Kaupmannahafnar, Brig- hton, Malmö, Berlínar, Alicante og Barcelona. Hópadeildin hefur verið okkar aðalsmerki þar sem við skipu- leggjum hópferðir fyrir stofnanir, fyrirtæki og ýmsa klúbba. Þetta hafa verið árshátíðir, skemmti- og hvata- ferðir,“ segir Lilja. Berlín hefur notið mikilla vin- sælda að undanförnu og er nú þriðja vinsælasta ferðamannaborgin í Evr- ópu. „Mikið hefur verið um ferðir hópa til Berlínar að undanförnu. Hjá Wow Travel útvegum við sali fyrir árshátíðir. Núna nýlega bættist París við og hafa margir hópar einnig farið þangað saman. Bæði í París og Berl- ín bjóðum við upp á skoðunarferðir sem og skipulagðar gönguferðir um spennandi hverfi.“ Aðventuferð til Parísar Helgina 28. nóvember til 1. desemb- er býður Wow Travel upp á aðventu- ferð til Parísar. Þar býðst ferðalöng- um að njóta franskra lystisemda í mat og drykk. Leiðsögn verður í höndum hins þekkta matgæðings Kjartans Ólafssonar sem um langt skeið skrifaði veitingahúsarýni í tímaritið Gestgjafann. „Aðventan í París er dásamlegur tími. Um alla borg eru jólaljós, jólatré og jóla- söngvar. Svo má ekki gleyma jóla- mörkuðunum, þar sem finna má alls kyns spennandi og skemmti- legan varning. Sá stærsti er einmitt á Champs Elysées, frægustu götu Parísar,“ segir Lilja. Í aðventuferð- inni verða skipulagðar gönguferðir þar sem skoðaðar verða gullfalleg- ar byggingar tengdar sögu borgar- innar, söfn, kaffihús, veitingahús Aðventuferðir WOW Travel Wow Travel sérhæfir sig í borgarferðum fyrir einstaklinga og hópa. Meðal þess sem boðið verður upp á í vetur eru aðventuferð til Parísar og sérsniðin ferð fyrir eldri borgara til Berlínar. Þá tekur Wow Travel að sér að skipuleggja árshátíðarferðir og allt sem þeim fylgir. á heimsmælikvarða, garðar og fjölbreytt götulíf. Ferð eldri borgara til Berlínar Sunnudaginn 16. nóvember til fimmtudags- ins 20. nóvember stendur Wow Travel fyrir ferð til Berlínar, sem sérsniðin er fyrir eldri borgara. Ferðin er á hagstæðu verði og verð- ur Lilja fararstjóri en hún gjörþekkir borg- ina, sögu hennar, kennileiti og það markverð- asta sem um er að vera á þessum tíma. Lilja hefur árum saman sinnt fararstjórn í ferðum fyrir eldri borgara. Frá miðjum nóvember mun jólaandinn svífa yfir Berlín og því virki- lega skemmtilegt að heimsækja borgina og njóta þess sem þar er boðið upp á. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.wowtravel.is Unnið í samvinnu við Wow Travel Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri og for- stöðumaður sérferða hjá Wow. Á aðventunni eru jólaljós um alla París, jólatré, jólasöngvar og jólamarkaðir.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.