Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 48
48 fjölskyldan Helgin 6.-8 september 2013 Látum nýtt skólaár hvetja okkur til dáða Á ramót eru alltaf stórmerkileg. Hvert og eitt okkar á sín áramót á afmælis-deginum þegar eitt árið enn bætist á aldurinn okkar en almanaksáramótunum deilum við saman. Nýtt lífár er gríðarlega eftirsótt hjá börnum og ungmennum enda færir það þroska og réttindi en eftir tiltekinn árafjölda hættum við að þroskast sjálfkrafa og þurfum að hafa fyrir framförunum sjálf. Þá fara sumir í felur með þessi einkaára- mót og fyllast jafnvel aldursfordómum gagnvart eigin aldri. Almanaksáramót- unum tökum við hins vegar á réttan hátt, fögnum og hlökkum til tímans sem framundan er. Þannig eiga nátt- úrulega öll áramót að vera. Sameiginlegu áramótin verða gjarn- an til þess að fólk skoðar liðið ár, end- urskoðar og sér hvað hefði mátt betur fara og oft eru strengd heit um jákvæð- ar breytingar ef þörf krefur. Við verð- um mörg hver ögn rök um augun þeg- ar við hugsum til baka og að morgni nýársdags er alltaf einhver sérstök stemning ríkjandi – jafnvel þótt ein- hverjir þurfi að ná heilsunni til baka eftir öll fagnaðarlætin. Nýtt ár er rétt eins og hreint, óskrifað blað eða gljáfægður skjár með opnu rit- vinnsluskjali svo ég nálgist nútímann í líkingamálinu. Börn og ungmenni landsins eru einmitt með auðan skjá þar sem skólaáramótin eru rétt að baki. Nýju skólaári barnanna okkar og ungmennanna okk- ar fylgja fjölmörg tækifæri til að standa við allt það sem frábært var á síðasta skólaári en líka til að gera breytingar ef þörf krefur. Breytingar eru nefnilega mjög einfaldar og auð- framkvæmanlegar. Það þarf bara að skoða málin gagnrýnum augum, ræða saman innan fjölskyldunn- ar, leita ráða ef þörf krefur og gera síðan aðgerðaáætlun. Að því loknu er að hrinda áætluninni í framkvæmd og fylgja henni fullkom- lega nema í ljós komi að einhver galli hafi verið í planinu. Þá er að endur- hugsa, plana að nýju og hefjast handa án minnstu uppgjafar. Vandi okkar er hins vegar að við barna- fjölskyldur erum óvön að fást við smáatriði í umhverfi og uppeldi barna af sömu fag- mennsku og við sýnum í námi og starfi sem fullorðið fólk. Við erum ekki vön að endur- hugsa heimilið og dagskrá fullorðna fólks- ins út frá nýjum þörfum barna sem þrosk- ast stöðugt og þurfa aðstæður samkvæmt því. Við erum heldur ekki vön að þurfa að beita okkur hörðu til að halda dampi í breytingaferli sem mun gera börnunum okkar gott. Það er einfaldast að sleppa allri fyrirhöfninni og vera áfram í ástandi sem er svosem ekkert skelfilegt þótt svo það gæti orðið miklu betra ef við myndum bretta upp ermar af afli. En – því ekki að láta nýtt skólaár hvetja okkur til dáða? Röð, regla og rútína er börnum best þannig að sköpum festu í dag- skrá heimilisins. Ofgnótt af leikföngum og fatnaði er börnum óviðráðanlegt þannig að fjarlægjum sem mest og einföldum umhverfið. Hvíld, nægur svefn og hollur matur á föstum tímum skapar besta grunn- inn fyrir góðum skóladegi. Jákvæðni, gleði og hlýja til barna og líka í samskiptum fullorðinna mun auðvelda öll- um lífið. Samvinna heimila og skóla mun auka vel- líðan og námsárangur barna og hvatning mín núna í byrjun árs er til þessara aðila um að tala saman og miðla upplýsingum. Foreldrar þurfa að styðja v ið kennara og skóla með jákvæðri umræðu og upp- byggilegri gagn- rýni sem fer beint til skólans en ekki til saumaklúbbs- ins. Skólinn þarf að taka öllum beiðnum foreldra vel og vera reiðu- búinn að vera bæði sam- vinnu- og þjónustuaðili og menntastofnun. Tölum sam- an og vinnum saman, við öll sem elskum þessi börn. Tölum saman og vinnum saman, við öll sem elskum þessi börn. Gleðilegt nýtt skólaár Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna AAllt til alls Arctic Root Forte, burnirót er náttúrulegur orkugjafi sem eflir tauga- kerfið og virkar vel gegn streitu og álagi. Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar  aukið Álag vegna gelgjuskeiðsins Unglingar þurfa 10 tíma svefn Góður svefn er nauðsynlegur til að geta tekist á við viðfangsefni dagsins. Svefnþörfin er að einhverju leyti einstak- lingsbundin og breytist í gegnum lífið. Hjá þeim sem eru í efri bekkjum grunnskólans er svefnþörfin frá 9 til 10 klukkustundir á nóttu vegna þess aukna álags sem fylgir gelgjuskeið- inu. Reyndin er þó sú að stór hluti sefur minna en þeir þurfa. Við lifum á erilsömum tímum og það er margt sem getur haft neikvæð áhrif á svefninn. Fyrir utan að sinna heimalærdómi og áhugamálum tekur sjónvarpið og internetið sífellt meiri tíma frá okkur. Einnig er svefninn nauðsynlegur fyrir ónæmiskerfið til að auka mótstöðu gegn veik- indum og hann er einnig nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska. Á unglingsárunum eiga sér stað miklar hormónabreytingar í líkamanum. Mikill hluti þeirra hormóna framleiðist á nótt- unni og er sú framleiðsla háð góðum nætur- svefni. Að sofa á daginn kemur því ekki í stað- inn fyrir tapaðan nætursvefn. Þeir sem hafa góðar svefnvenjur og sofa nóg eru hamingjusamari, taka frekar ábyrgð á heilsunni, borða hollari mat, eru hæfari að takast á við streitu og ástunda frekar reglulega hreyfingu en þeir sem sofa ekki nóg. Heimild www.6h.is  Unglingar þurfa u.þ.b. 10 klukkustunda svefn yfir nóttina.  Lengd og gæði nætur- svefns hefur áhrif á náms- getu og minni.  Í svefni fer fram upp- rifjun og úrvinnsla úr þeim upplýsingum sem við höfum fengið yfir daginn.  Að sofa á daginn kemur því ekki í staðinn fyrir tapaðan nætursvefn. H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S ÓKEYPIS ÓKEYPI S Heimili & hönnun Fréttatíminn verður með glæsilegan blaðauka um heimili og hönnun næstu 3 vikurnar. • 26. september öllum við um gólfefni, hurðir og húsbúnað. • 3. október verður athyglin á eldhús og baðherbergi. • 10. október skrifum við um hönnun og lýsingu. Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.