Fréttatíminn - 19.09.2014, Page 50
50 heilsa Helgin 19.-21. september 2014
T il að léttast þarf að brenna fleiri hitaeiningum en innbyrtar eru og það
getur reynst erfitt. Chili Burn er
byltingarkennd tafla sem hjálpar
við fitubrennnslu á náttúrulegan
hátt,“ segir Birna Gísladóttir,
sölu- og markaðsfulltrúi hjá
IceCare.
Chili Burn er náttúruleg fitu-
brennsla sem inniheldur grænt
te, chili og króm sem hjálpa að
örva fitubrennslu líkamans. Mælt
er með að taka inn tvær töflur á
dag, eina að morgni og eina að
kvöldi, ávallt með mat. Chili
Burn virkar með þreföldum
hætti; það eykur brennslu,
örvar meltingu og minnk-
ar löngun í sykur.
Léttist um 17 kíló
Ruth fór úr stærð 12 í
stærð 6 og líður stórkost-
lega eftir að hún fór að
taka Chili Burn reglulega inn.
Hún komst aftur í brúðarkjól-
inn sinn eftir 37 ár. „Eftir að
hafa eignast fimm börn átti ég
erfitt með að missa aukakíló-
in. Þegar ég var 55 ára var ég
alltaf að reyna að klæða af mér
magann og forðaðist aðsniðin
föt,“ segir hún.
Hún las um Chili Burn í
tímariti og ákvað að prófa
það. „Ég hafði engu að tapa.
Eftir að hafa tekið Chili Burn
inn í sex mánuði var ég
búin að missa rúm 13 kíló
og eftir 12 mánuði var ég
komin í þá þyngd sem ég
vil vera í. Samtals er ég
búin að missa 17 kíló. Ég er
mjög ánægð með árangurinn og
mæli með Chili Burn við vini og
ættingja.“
Unnið í samvinnu við
IceCare
Chili Burn inniheldur
Chili jurtina – sem eykur
brennslu
Grænt te – sem örvar
meltinguna
Króm – sem minnkar
sykurlöngun
Piparmyntuolíu – sem
dregur úr uppþembu og
vindgangi
B vítamín
Magnesíum
Chili Burn fæst í öllum
apótekum, heilsuverslunum
og í heilsuhillum stórmarkaða.
Hægt er að nálgast frekari
upplýsingar á heimasíðu
IceCare, www.icecare.is og á
Facebook-síðunni IceCare Ehf.
Náttúruleg fitubrennsla
Chili Burn töflurnar
eru náttúruleg leið
til fitubrennslu og
innihalda meðal
annars grænt te,
chili og króm. Þær
örva fitubrennslu
og meltingu og
minnka löngun í
sykur.
Birna Gísladóttir, sölu- og
markaðsfulltrúi IceCare.
Ruth missti 13
kíló á einu ári
eftir að hún
byrjaði að taka
inn Chili Burn.
F yrir byrjendur í hlaupum er mikilvægt að greina skekkjur, veikbyggða vöðvahópa
eða ranga líkamsbeitingu í
hlaupunum, sem gætu ýtt undir
álagsmeiðsli, sérstaklega fyrir
þá sem eru viðkvæmir eða yfir
kjörþyngd. Þannig er hægt að
ráðleggja um styrktaræfingar
samhliða hlaupum, skóbúnað
og fleira. Gott að ganga og
hlaupa til skiptis til að byrja
með,“ segir Hildur Kristín
Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari hjá
Góð ráð fyrir hlaupara yfir kjörþyngd
Þegar fólk yfir kjörþyngd
byrjar að stunda hlaup
reglulega er ráðlegt að fara
í hreyfigreiningu, styrkja
sig og stunda fjölbreytta
hreyfingu til að auka
brennslu og fá breytilegt
álag á liði.. Hildur Kristín
Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari
hjá Sjúkraþjálfuninni í Sport-
húsinu, gefur góð ráð til að
koma í veg fyrir meiðsli.
Sjúkraþjálfuninni í Sporthús-
inu. „Gott er að ganga meira
en að hlaupa. Hlaupin eru svo
aukin smám saman þar til við-
komandi getur hlaupið í um 15
mínútur án þess að stoppa. Eft-
ir það er tíminn aukinn smám
saman,“ segir hún.
Breytilegt undirlag
Mikilvægt er að hlaupa á breyti-
legu undirlagi og best að vera
á malar- eða moldarstígum eða
grasi í bland við malbikið. Þannig
er stöðugleikinn þjálfaður, álag á
liði verður breytilegt og það fyrir-
byggir meiðsli, að sögn Hildar.
Þá eru brekkuhlaup góð til að
þjálfa og styrkja rassvöðva og
læri. Nauðsynlegt er að hlaupa í
stuttan tíma og hvíla á milli.
Hjól og styrktaræfingar
Til að forðast álagsmeiðsli
er gott að fara mjög hægt af
stað og stunda fjölbreyttari
hreyfingu en hlaup. „Hægt er
að hjóla eða synda samhliða
styrktaræfingum og hlaupum.
Styrktaræfingarnar eru jafnvel
enn mikilvægari. Með auknum
vöðvastyrk verður brennslan
einnig hraðari. Interval-hlaup
geta hentað vel en þá er hrað-
inn aukinn í stuttan tíma og
gengið á milli og endurtekið
nokkrum sinnum. Með ofan-
greindum leiðum er hægt að
þjálfa þolið hraðar, auka hraða
í hlaupunum og auka brennslu
án þess að auka álagið á liðina.
Ef mataræði er tekið föstum
tökum flýtir það fyrir þyngdar-
Forðast má álagsmeiðsli vegna hlaupa með því að stunda einnig hjólreiðar, sund og
styrktaræfingar. Með auknum vöðvastyrk verður brennslan hraðari. Ljósmynd/Nor-
dicPhoto/GettyImages
SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS
KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164
FrjálsíþróttaæFingar
Fyrir fötluð börn og ungmenni.
alla fimmtudaga í frjálsíþróttahöllinni
í laugardal frá kl. 16:50-17:50.
þjálfarar eru theodór Karlsson (663 0876)
og linda Kristinsdóttir (862 7555).
Öllum 13 ára börnum og yngri er
velkomið að koma á æfingarnar. www.ifsport.is