Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Qupperneq 51

Fréttatíminn - 19.09.2014, Qupperneq 51
heilsa 51Helgin 19.-21. september 2014 Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næring- arríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Við höfum útbúið þrjá nýja heilsurétti, Grænmetislagsagna, Gulrótarbuff og Indverskar grænmetisbollur. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næring- arefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi. tapi og þá minnka líkur á meiðslum,“ segir Hildur. Persónulegt hlaupapró- gramm Hlaupaprógrömm sem að- gengileg eru fyrir alla á netinu eru hugsuð fyrir hinn almenna hlaupara og yfirleitt mjög góð, að sögn Hildar. Hins vegar þurfi yfirleitt að aðlaga þau að hverjum og einum, sérstaklega ef fólk er viðkvæmt. „Ef fólk er í áhættuhóp, eins og þeir sem eru of þungir, þá myndi ég ráð- leggja þeim að fá einstaklings- miðaða ráðgjöf áður en byrjað er að stunda hlaup reglulega.“ Skoðun fyrir hlaupaiðkun Hildur bendir á að þegar við för- um í jeppaferðir inn á fjöll látum við yfirfara jeppann til að tryggja áfallalausa fjallaferð. „Það á að vera jafn sjálfsagt að gera hið sama með líkamann. Við fengum að gjöf einn líkama sem þarf að endast okkur út lífið. Þess vegna er heildræn skoðun mikilvæg fyrir fólk sem er á leið í átök.“ Fyrir nákvæma og heildræna greiningu ráðleggur hún skoðun hjá sjúkraþjálfara, sérstaklega ef fólk er viðkvæmt eða með sögu um meiðsli eða álagseinkenni. Í framhaldi sé svo hægt að hafa samvinnu um frekari ráðgjöf og göngugreiningu. Algeng mistök hlaupara  Fara of geyst af stað  Eru í lélegum skóbúnaði  Eru ekki nógu sterkbyggðir  Hafa óraunhæf markmið Algeng meiðsli hlaupara  Bólgur í vöðvafestum kringum mjaðmir, hné, ökkla og il (hlauparahné, hásinabólga, iljarfellsbólga)  Tognanir aftan í læri og kálfum  Tognanir á ökkla  Rifinn liðþófi í hné  Verkir eða bólgur í baki vegna misbeitingar Hildur Kristín Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Sjúkra- þjálfuninni í Sporthúsinu. Ljósmynd/Teitur Járnríkur aprikósudrykkur Fyrir 1-2 Innihald 5 þurrkaðar aprikósur (þessar dökk- brúnu, lífrænt ræktuðu, ekki þessar appelsínugulu) Nokkrir ísmolar 4-5 appelsínur eða 150 ml appelsínusafi 2 stór greipaldin eða 150 ml ferskur greipaldinsafi 2 tsk agavesíróp (eða acacia hunang) Smá klípa múskat (enska: nutmeg) Aðferð Saxið aprikósurnar gróft og látið þær liggja í volgu vatni í um 30 mínútur. Hellið vatninu frá aprikósunum (ekki notað). Pressið greipaldin og appelsínur í sítruspressu. Setjið ísmolana í blandara ásamt 50 ml af appelsínusafanum. Blandið vel í um 5 sekúndur. Setjið aprikósurnar út í blandarann ásamt agavesírópinu og 50 ml af greipaldinsafanum. Blandið mjög vel eða í allt að 1 mínútu. Hellið afgangnum af appelsínu- og greipaldinsafanum út í blandarann ásamt múskatinu. Blandið í um 1 mínútu. Hellið í glös og berið fram strax. Gott að hafa í huga Einnig má nota lífrænt framleidda apri- kósusultu án viðbætts sykurs í staðinn fyrir þurrkuðu aprikósurnar. Gott er að setja hálfan banana út í. Heimild CafeSigrún.com.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.