Fréttatíminn - 19.09.2014, Qupperneq 52
52 matur & vín Helgin 19.-21. september 2014
Þrjár kynslóðir
af kokteilum
20th Century Coctail
„Hann var gerður árið 1937 af barþjóni sem
hét C.A Tuck og nefndur í höfuðið á lest
sem gekk frá New York til Chicago. Þetta
er einn af þessum gömlu klassíkerum. Í
uppskriftinni er Kina Lillet en það er í raun
ekki til lengur. Ég nota Americano í staðinn
sem er enn með kínín,“ segir Ási.
Þessi kokteill er fáanlegur á Slippbarnum.
20th. Century
45ml. Geranium gin
25ml. Americano
25ml. Creme de cacao (ljós)
25ml. Ferskur sítrónusafi
Allt hrist og ís síaður frá í kælt kokteilglas.
Skreytt með sítrónu spíral.
21st Century Cocktail
„Þessi uppfærða útgáfa var gerð af barþjóni
sem heitir Jim Meehan í New York á stað
sem heitir PDT eða Please Don’t Tell. Hann
breytir uppskriftinni þannig að hann notar
tekíla í stað gins og tekur burt Kina Lillet og
notar Creme de Cacao og absint. Þetta er
kryddaðri nútíma útgáfa en undir miklum
áhrifum af hinum kokteilnum. Þetta hefur
lengi verið uppáhalds kokteillinn minn.
21st. Century (Jim Meehan)
45ml. Excilia Tequila Blanco
25ml. Creme de cacao(ljós)
25ml. Ferskur sítrónusafi
1 barskeið absinth
Allt hrist og ís síaður frá í kælt kokteilglas.
Skreytt með stjörnuanís.
21st Century Coctail – Slippbar
„Þetta er okkar útgáfa af 21st Century.
Við breytum aðeins hlutföllum og notum
þurrara tekíla en svo bý ég til líkjör sem
er rommbyggður. Hann er gerður úr ljósu
rommi, kakónibbum, birkisírópi úr íslensku
birki og hrásykri. Þessi er mjög skemmtileg-
ur og hann verður á næsta kokteilaseðli.“
Þessi kokteill er fáanlegur á Slippbarnum.
21st. Century (Ásgeir Már Björnsson)
45ml. Ocho Tequila Blanco
30ml. Birki/kakó líkjör
25ml. Ferskur sítrónusafi
1 barskeið Pernod
Allt hrist og ís síaður frá í kælt kokteilglas.
Skreytt með stjörnuanís.
Þegar kemur að kokteilum kemst enginn með tærnar þar sem Ási á Slippbarnum hefur hælana. Ási
hefur um árabil unnið á börum hér á landi og í Kaupmannahöfn og getur bæði reitt fram sígilda
kokteila sem og það nýjasta nýtt. Við fengum hann til að sökkva sér í sagnfræðirannsóknir og grafa
upp einn sígildan kokteil, nútíma útgáfu af honum og svo býr hann til eigin útgáfu af nútímaútgáfunni.
Lj
ós
m
yn
di
r/
Te
it
ur
ÁSi Á Slippbarnum
Kemur næst
út 10. október
Nánari upplýsingar veitir
Gígja Þórðardóttir,
gigja@frettatiminn.is,
í síma 531-3312.
Vín vikunnar
Þ að er ekki alltaf einfalt mál að para saman vín og mat. Ef pörunin er óþarflega
flókin er ágætt að hafa í huga að
para vínið bara með tilefninu í stað-
inn. Ef tilefnið er hversdagslegt er
um að gera að prófa sig áfram og
reyna eitthvert nýtt vín. Ef það er
hátíðlegt og mikið liggur við getur
verið gott að fara öruggu leiðina. Ef
maturinn er aðalstjarna kvöldsins
getur verið fínt að láta vínið vera í
aukahlutverki og eins ef vínið er
stjarnan þá er óþarfi að stressa sig
of mikið á matnum. Þetta veltur allt
á tilefninu. Ekki eyða of miklum
tíma og peningum í að velja vín ef
ekki er tilefni til þess.
Hér er annar Ástrali á ferð.
Þetta er dæmigert Chardonnay
frá Ástralíu. Það er létt og auð-
drekkanlegt, ferskt með sítrus
og ferskju en hefur þennan
óviðjafnanlega létta eikar- og
vanillukeim sem fer vel í alla.
Það er hægt að fá ódýrari
Chardonnay frá Ástralíu en
þessir fáu hundraðkallar
umfram eru vel þess virði.
Fullkomið með sjávarfangi.
Rosemount Cabernet
Sauvignon
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Ástralía, 2011
Styrkleiki: 13,5%
Þrúga: Cabernet Sauvignon
Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.560
Ástralir kunna að búa til vín.
Þar eru risastór vínfram-
leiðslufyrirtæki og eitt
sem einkennir vín þaðan
er stöðugleiki. Þetta vín er
kröftugt og þú finnur vel fyrir
taníninu á jákvæðan hátt. Það
er bragðmikið, kryddað og
jafnvel smá hiti í því sem gerir
það að spennandi kosti með
sterkum mat sem er ekki svo
auðvelt að finna vín með.
paraðu vínið við tilefnið
Fyrir þá sem kannast við hið
frábæra Tommasi Amarone er
þetta litli bróðir. Ripasso-að-
ferðin þýðir að afgangsberjum
úr framleiðslu Amarone er
bætt út í Valpolicella-vínin
sem gefur aukinn karakter.
Vínið er auðdrukkið, með
meðalfyllingu og örlítið ýkt
bragð af dökkum berjum sem
fellur kannski full fljótt. Það
breytir því þó ekki að þetta er
fallegt og skemmtilegt vín.
Hér er Spánverji frá La Mancha
héraðinu. Þetta er Gran
Reserva sem hefur fengið að vera
töluverðan tíma í eikartunnu og
það finnst. Það er þroskað og
kryddað og dökkt í sér með
kirsjuberjum og súkkulaði-
kenndum eftirtóni. Þetta vín
er hægt að nota í ýmislegt en
í raun hefur það einn megin-
tilgang í lífinu og sem er að
drekkast með grillkjöti, helst
smá reyktu.
Wolf Blass Yellow Label Chardonnay
Gerð: Hvítvín
Uppruni: Ástralía, 2013
Styrkleiki: 13,5%
Þrúga: Cabernet Sauvignon
Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.750
Estola Gran Reserva
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Spánn, La Mancha 2004
Styrkleiki: 13,5%
Þrúga: Tempranillo og Cabernet Sauvignon
Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.699
Tommasi Ripasso
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Ítalía, 2011
Styrkleiki: 13%
Verð í Vínbúðunum: Kr. 3.599
Höskuldur Daði magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is