Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 64

Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 64
 HafnarHúsið alþjóðleg samsýning Myndun sjö listamanna Alþjóðlega samsýningin Myndun verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 20. september klukkan 16. Sjö listamenn eiga verk á sýningunni: Tomas Saraceno frá Argentínu, Ernesto Neto frá Brasilíu, Ragna Róbertsdóttir frá Íslandi, Mona Hatoum frá Líbanon, Monika Grzymala frá Póllandi og Ryuji Na- kamura og Rintaro Hara frá Japan. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir. Rætur þessara lista- manna eru ólíkar, að því er fram kemur í tilkynningu Listasafns Reykjavíkur, en það sem sameinar þá er að verk þeirra eru þrívíðar innsetningar sem þeir vinna inn í rými. „Verkin endurspegla ákveðna skynjun, hugsun og hrynj- anda sem má túlka sem enduróm frá lífinu, frum- kröftunum, uppbyggingu efnisheimsins og mótunar alheimsins. Annað sem tengir verkin sterkt saman er að þau hafa orðið til í ferli þar sem orka og tími virðast hafa hlaðið þau. Verkin höfða vitsmuna- lega, hugmyndafræðilega og á skynrænan hátt til áhorfandans. Þau koma á óvart með ferskleika sínum, fornri visku og sterkri nærveru.“ -jh Guðrún syngur með Rastrelli sellókvartett Rastrelli sellókvartett og sópran- söngkonan Guðrún Ingimarsdóttir halda tvenna tónleika hér á landi um helgina, í Reykholtskirkju í Borgar- firði, laugardaginn 20. september, klukkan 16 og í Listasafni Íslands, sunnudaginn 21. september, klukkan 20. „Rastrelli sellókvartettinn hefur skapað sér mikla sérstöðu meðal strengjakvartetta á heimsvísu. Þessir fjórir hljóðfæraleikarar heilla áheyrendur um allan heim með ástríðu- fullum leik sínum. Þeir eru jafnvígir hvort sem þeir leika klassísk verk, tangó, Bossa Nova eða jazz-stand- arda. Stundum hljóma sellóin eins og saxófónn, stundum eins og píanó eða Bandóneon,“ segir í tilkynningu, en Rastrelli sellókvartettinn hefur komið fram í mörgum af stærstu tónleikasölum heims.Undanfarin ár hefur Guðrún Ingimarsdóttir starfað sem söngkona í Þýskalandi og á meginlandi Evrópu, auk Íslands. -jh Guðrún Ingi- marsdóttir.  leiklist gullna Hliðið frumsýnt í BorgarleikHúsinu Leynd barátta þjóðarinnar við sjálfa sig Leikfélag Akureyrar setti upp á síðasta ári sýninguna Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson og hlaut mikið lof. Sýningin hlaut 3 Grímuverð- laun af þeim 7 sem hún fékk tilnefn- ingar fyrir og þar á meðal fékk leik- stjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson Grímu fyrir besta leikstjórn. Sýn- ingin er nú komin til Reykjavíkur og verður frumsýnd í kvöld, föstudags- kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikhús á Íslandi er á mjög góðum stað, segir Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri Gullna hliðsins. Ljósmynd/Hari e gill Heiðar hefur undanfarið ár dvalið í Berlín þar sem hann gegnir prófessors-stöðu við Ernst Busch leiklistarskólann. Hann segir Þjóðverja bera mikla virðingu fyrir list og listamönnum. „Þarna er önnur menning, hún er ekkert að efast um það að hún vilji hafa listir sem hluta af því að vera í samfélagi.“ Egill kláraði LHÍ 1999 og fór í nám í leik- stjórn í Kaupmannahöfn og hefur verið meira eða minna erlendis síðan. „Þetta er mín fyrsta frumsýning í Reykjavík í næstum því áratug, þegar ég setti upp leikritið Sumardagur í Þjóð- leikhúsinu.“ Þú ferð snemma út í leikstjórn, stóð aldrei til að verða leikari? „Ég vildi bara ráða alltof mikið, segir Egill. eða þá að ég hafi bara ekki verið nógu góður leikari. Í einlægni þá fann ég það eftir fyrsta árið í leiklistarskólanum, ég komst að því þegar ég sá magnað leikhús í Berlín. Þá hugsaði ég með mér, ég klára þetta bara og fer í leikstjórn og gerði það bara. Leikstjórinn er málamiðlari allra mögulegra listforma og reynir að stýra þeim í sömu átt. Hann þarf ekkert endilega að virka sjálfur, en hann þarf að láta annað fólk virka,“ segir Egill. „Við ákváðum að setja upp Gullna hliðið því í þeirri sögu er leynd barátta þjóðarinnar við sjálfa sig, sem er svo frábært að geta afhjúpað. Það tókst vel fyrir norðan, fólk var að fatta um hvað við vorum að fjalla. Þessi kraftbyltingar- hljómur fyrirgefningarinnar sem er í verkinu er magnaður og á alltaf við. Þetta er einhverskonar kómedía af Bjarti í Sumarhúsum. Þessi íslenski kaótíski berserkur sem rífur kjaft við alla, meira að segja Lykla-Pétur er mjög þekktur í þjóðar- sálinni. Við eru ennþá í því.“ „Ég fer til Kaupmannahafnar strax eftir frum- sýningu þar sem ég er að setja upp aðra sýningu þar. Það er voða gaman að flakka svona á milli, mér finnst það ótrúlega hressandi,“ segir Egill. „Við erum heppin hvað við getum hoppað á milli hlutverka á skömmum tíma. Við sjáum leikara fara úr Mary Poppins yfir í hádrama og allt þar á milli á Íslandi. Frábærir leikarar verða allt í einu frábærir leikstjórar. Við virðumst ekki hræðast neitt nema okkur sjálf. Leikhús á Íslandi er á mjög góðum stað. Nú þurfum við að klára þetta skref að gera ögrunina á milli stofnanna listræna, við erum búin að vera lengi í peningahliðinni. Það var líka fínt, það þurfti að lækna okkur. Það er rosalegur kraftur í íslensku menningarlífi og það á að styðja hann.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 64 menning Helgin 19.-21. september 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.