Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Page 66

Fréttatíminn - 19.09.2014, Page 66
 NorræNa húsið Nýtt starfsár í 15:15 tóNleikasyrpuNNi Oliver Kentish heiðraður sextugur Nýtt starfsár í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu hefst á sunnudaginn. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Olivers Kentish tónskáldi í til- efni af sextugsafmæli hans. Þar verða flutt mörg af tónverkum Olivers þar sem gítarinn kemur við sögu. Yfir- skrift tónleikana er „Vistas“, eftir einu verkanna á efnisskránni, svipmynd- um af hugleiðingum tónskáldsins með þetta tiltekna hljóðfæri í huga. Flytj- endur verða Björn Davíð Kristjánsson flautuleikari, Margrét Hrafnsdóttir söngur og Hið íslenska gítartríó, en það skipa Svanur Vilbergsson, Þröst- ur Þorbjörnsson og Þórarinn Sigur- bergsson. Oliver Kentish fæddist í London árið 1954. Hann stundaði framhalds- nám í sellóleik við Royal Academy of Music þar í borg. Árið 1977 kom hann til Íslands til þess að leika með Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Oliver er af- kastamikið tónskáld, meðlimur í Tón- skáldafélagi Íslands og er með vel yfir annað hundrað tónverka á skrá hjá Ís- lensku tónverkamiðstöðinni. Á efnisskránni eru verk sem spanna tímabilið frá árinu 2007 til dagsins í dag, m.a. þrjú verk sem verða frumflutt við þetta tækifæri. 10 tónleikar verða haldnir í 15:15 tónleikasyrpunni í vetur. Tónleikarnir eru haldnir í Norræna húsinu og hefj- ast klukkan 15.15. Miðasala er við inn- ganginn. -jh á RIFF – Alþjóðlegri kvik-myndahátíð í Reykjavík, sem hefst í næstu viku, má sjá margt af því besta og fersk- asta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Fjölmargar af þeim myndum sem verða á sýndar á hátíðinni í ár hafa fengið mikla umfjöllun og verð- laun á kvikmyndahátíðum erlend- is, þar á meðal í Cannes, Feneyj- um, Toronto og Karlovy Vary. Þær þrjár myndir sem mesta um- fjöllun hafa fengið eru Mr.Turner eftir Mike Leigh, sem er jafnframt heiðursgestur hátíðarinnar. Kvik- mynd sænska leikstjórans Roy And- ersson, Dúfa sat á grein og velti fyr- ir sér tilverunni, sem fékk Gyllta ljónið í Feneyjum fyrir skömmu og Boyhood eftir Richard Linklater sem var tekin upp á 12 ára tíma- bili og hefur fengið stórkostlega gagnrýni. Kvikmyndasíðan Rotten Tomatoes gaf henni 99 prósent, Me- tacritic gaf henni 100 stig, Rolling Stone nefndi hana bestu kvikmynd ársins og franskir fjölmiðlar hafa hampað henni einnig sem bestu kvikmynd ársins, svo fátt sé nefnt. Meðal mynda sem koma sjóðheit- ar frá hátíðinni í Toronto, sem lauk um helgina, má nefna Itsi Bitsi eftir leikstjórann Ole Christian Madsen, Monsoon eftir Sturlu Gunnarsson og The Lesson eftir Kristina Gro- zeva og Peter Valchanov. Af öðrum myndum má nefna grísku kvikmyndina Xenia sem er leikstýrt af Panos H. Koutras. Hún var valin til þátttöku á kvik- myndahátíðinni í Cannes í ár í flokknum Un Certain Regard og var einnig sýnd á alþjóðlegu kvik- myndinni í Toronto og fékk af- bragðsviðtökur. Lake Los Angeles var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles og fékk afbragðs- góða dóma en tónlistin í myndinni er eftir Maríu Huld Markan. Heim- ildarmyndin Bridges of Sarajevo, eftir þrettán ólíka evrópska leik- stjóra, vakti mikla athygli í Cannes en hún fjallar um stöðu borgarinn- ar Sarajevo í evrópskri sögu. Fjöldi kvikmynda er sýndur á RIFF í ár en hátíðin á sér stað 25. september – 5. október. Alla dag- skrána og upplýsingar um kvik- myndirnar má nálgast á www.riff. is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  kvikmyNdir riff hefst í Næstu viku Margt af því ferskasta í kvikmyndagerðinni Kvikmyndin Boyhood er sýnd á RIFF í ár. Veggmyndirnar verða formlega vígðar á morgun, laugardag. Listasafn Reykjavíkur vígir form- lega veggmyndir eftir Ragnar Kjartansson og vegglistahóp Miðbergs að Krummahólum 2 í Breiðholti á morgun, laugardag, klukkan 14. Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri vígir verkin. Boðið verður upp á tónlist og veitingar við vígsluna. Ragnar Kjartansson er einn þekktasti listamaður landsins og hefur sýnt verk sín víða um heim. Vegglistahópur frístunda- miðstöðvarinnar Miðbergs sam- anstendur af ungmennum sem voru ráðin til að gera veggmyndir í Breiðholti í sumar í samráði við íbúa og Reykjavíkurborg. Verkin eru víða í hverfinu, t.d. á veggjum frístundamiðstöðvarinnar, á und- irgöngum og á húsaveggjum. Þau unnu verkin undir handleiðslu starfsmanna í Miðbergi og í sam- vinnu við Listasafn Reykjavíkur. Borgarráð ákvað á síðasta ári að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og eru verkin hluti af því átaki. -jh Veggmyndir Ragnars og Miðbergs vígðar Það verður valinn maður í hverju rúmi á tónleikum til heiðurs Oliver Kentish. Hamskiptin 551 1200 • HVERFISGATA 19 • LEIKHUSID.IS • MIÐASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is Lau 20/9 kl. 13:00 5.sýn Lau 27/9 kl. 13:00 9.sýn Lau 4/10 kl. 13:00 13.sýn Lau 20/9 kl. 16:30 6.sýn Lau 27/9 kl. 16:30 10.sýn Lau 4/10 kl. 16:30 14.sýn Sun 21/9 kl. 13:00 7.sýn Sun 28/9 kl. 13:00 11.sýn Sun 5/10 kl. 13:00 15.sýn Sun 21/9 kl. 16:30 8.sýn Sun 28/9 kl. 16:30 12.sýn Sun 5/10 kl. 16:30 16.sýn Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ævintýri í Latabæ – Stóra sviðið Frábær stórsýning fyrir alla. Fös 26/9 kl. 19:30 frums. Fös 3/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/10 kl. 19:3010.sýn Lau 27/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 4/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 11/10 kl 19:3011.sýn Sun 28/9 kl. 19:30 3.sýn Sun 5/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 12/10 kl 19:3012.sýn Fim 2/10 kl. 19:30 4.sýn Fim 9/10 kl. 19:30 9.sýn Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Konan við 1000° - Kassinn Mögnuð skáldsaga Hallgríms Helgasonar í sviðsetningu Unu Þorleifsdóttur. Fös 19/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 26/9 kl. 19:30 6.sýn Fim 2/10 kl. 19:30 8.sýn Fim 25/9 kl. 19:30 5.sýn Mið 1/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 3/10 kl. 19:30 9.sýn U U U U U U U U U U U Ö Ö Ö Hamskiptin – Stóra sviðið Nokkrar sýningar í Þjóðleikhúsinu eftir sigurgöngu um heiminn. Sun 12/10 kl. 14:00 Sun 19/10 kl. 14:00 Sun 26/10 kl. 14:00 Sun 12/10 kl. 16:00 Sun 19/10 kl. 16:00 Sun 26/10 kl. 16:00 Umbreyting – Kúlan Fimm stjörnu sýning – einstök leikhúsupplifun. Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 16:00 Sun 5/10 kl. 14:00 U Ö Ö Litli prinsinn – Kúlan 12. september – 11. október 2014 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 12:00-17:00 fimmtudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi Parísar-pakkinn/The Paris Package HAllGRímuR HElGAsON DON CARLO eftir Giuseppe Verdi www.opera.is Frumsýning 18. október kl. 20 Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 66 menning Helgin 19.-21. september 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.