Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 72
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Þóra Björg Helgadóttir
Bakhliðin
Dulin pæja
Aldur: 33 ára.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Menntun: B.A. í sagnfræði, stærð-
fræði og M.Sc í sjálfbærri stjórnun.
Starf: Er í atvinnuleit.
Fyrri störf: Knattspyrnukona, verk-
efnastjóri hjá DPWN og fjármálastjóri
hjá DHL.
Áhugamál: Bækur, tónlist, íþróttir og
heimurinn.
Stjörnumerki: Naut.
Stjörnuspá: Fátt er tilviljunum háð,
þegar betur er að gáð. Farðu vel með
sannfæringarkraftinn sem þú býrð
yfir. Stattu við það sem þú lofar sama
hver í hlut á.
Þóra er mjög skemmtileg og góð manneskja. Hún hefur ríka réttlætiskennd og er
mjög einbeitt í þeim verkefnum
sem hún tekur sér fyrir hendur,“
segir Eva Helgadóttir, systir
Þóru. „Við héldum alltaf að hún
yrði forsætisráðherra þegar hún
var yngri, því hún var svo frek.
Það er kannski ekkert útséð með
það. Hún er mikið „Excel-nörd“
en samt leynist í henni pæja sem
fær örugglega að njóta sín enn
meira núna þegar fótboltinn er
ekki lengur í 1. sæti.
Þóra Björg Helgadóttir markmaður lauk
landsliðsferli sínum með íslenska lands-
liðinu í knattspyrnu með því að skora
mark úr vítaspyrnu í 9-1 sigri á liði Serbíu
á Laugardalsvelli í vikunni. Þóra, sem
hefur leikið með liðum í Svíþjóð undan-
farin ár, lék þá sinn 105. landsleik. Þóra
var búin að tilkynna það að hún hygðist
hætta að spila með landsliðinu eftir
þennan leik og var þetta því mjög góður
endir á annars frábærum landsliðsferli.
Hrósið...
...fær Hólmfríður Guðjónsdótt-
ir og Hólabrekkuskóli sem fékk
í vikunni afhenta viðurkenningu
FÍB fyrir vel skilgreindar og vel
merktar gönguleiðir fyrir skóla-
börn í næsta nágrenni skólans.
Flottir
plötuspilarar
Laugavegur 45
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Verð 39.900,-