Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 61
HVER AF HINUM BESTU ER EG?
í bréfi skrifuðu 22. janúar 1817 biður Murray Byron að senda sér
skemmtilegt söguljóð sem lýsi þjóðfélagsháttum í Feneyjum en skáldið
geti síðan rofið söguna á köflum með eigin skoðunum. Kallaðu það
„Marianna“ bætir Murray við í lokin.15 Byron fylgdi lýsingu Murrays ná-
kvæmlega eftir og niðurstaðan varð Ijóðið Beppo. Það er jafnframt athygl-
isvert að fyrr í bréfi Murrays biður hann Byron að semja skáldsögu sem
síðan verði gefin út nafiilaust. Hann biður Byron einnig að halda þessari
fyrirætlan algjörlega leyndri og ekki einu sinni segja æskufélaga sínum
Hobhouse frá því. Byron skrifaði aldrei söguna, en Beppo kom út ári síð-
ar án höfundarnafns. Markmið Murrays var greinilega að breyta höfund-
arnafni Byrons og endurnýja þá dulúð sem eitt sinn hafði tengst höfund-
inum. Eins og kom fram í bréfi Byrons frá sama tíma hafði hann verið
orðaður við Tales of my Landlord og nú var því fullkomið tækifæri fyrir
skáldið að bylta tengslum sínum við þau verk sem hann samdi og um leið
höfundarstöðu sinni.16
15 Samuel Smiles, A Publisher and His Friends: Memoir and Correspondence of the Late
John Murray, bls. 372.
16 Sá leikur með höfundarnafh sem Byron tekur þátt í með útgáfunum á Beppo og Don
Juan var fullkomlega meðvitaður af hans hálfu eins og sést glögglega í samræðum
hans við Thomas Medwin sem komu út á bók stuttu eftir dauða skáldsins (Conver-
sations ofLordByron, 1824). I einu tilviki flytur Byron ljóð sem komið hafði út í tíma-
ritd án þess að höfundar væri getið og telur Medwin ranglega að Byron sé höfund-
urinn, ekki síst vegna þess að hann finnur að skáldið er mjög upptekið af nafnleysi
ljóðsins (bls. 135-36). I öðru tálviki veltir Byron fyrir sér ástæðunum sem bjuggu að
baki nafhleysi Walters Scott og getur illa gert þær sér í hugarlund, nema að höfund-
urinn telji Waverleysögurnar hugsanlega geta ögrað valdhöfum. Hann bætir við að
nafnleysi megi í sumum tilvikum rekja til leikaraskapar höfunda sem halda forvitm
lesandans með því að beita fyrir sig hinu óþekkta (bls. 247-48). I þriðja tilvikinu fær
hann Medwin til þess að taka að sér þýðingu á línum eftir Petrarca sem Byron átti
sjálfur að vinna fyrir Murray. Byron segir að sé þýðingin send í sínu nafni verði hún
lofuð í hástert burtséð ffá því hvernig Medwin takist tdl. Þýðing Medwins, sem er
lítið skáld, er svo send til útgefandans í nafhi Byrons og hrósað, þeim báðum til mik-
illar skemmtunar (bls. 113-14). Sjá Thomas Medwin, Joumal ofthe Conversations of
Lord Byron at Pisa. A New Edition. London: Printed for Henry Colbum, New Bur-
lington Street, 1824.
Onnur skýring sem gefin hefur verið á nafhleysinu er sú að Byron hafi óttast að
ef hann væri titlaður höfundur Don Jtian minnkuðu líkumar enn frekar á því að
hann fengi að hitta systur sína Augustu og dótturina Odu aftur. Þessa skoðun má
víða finna í bréfum hans (t.d. BLJ: Vol. 6, bls. 252 og 256 og BLJ: Vol. 7, bls. 121).
Byron leggur áherslu á þetta atriði í bréfi til Murrays svo seint sem 8. febrúar 1822
(sjá BLJ: Vol. 9, bls. 104). Ekkert bendir þó tdl þess að hér sé að finna raunverulega
ástæðu þess að Byron ákvað að gefa ljóðið út nafnlaust.
59