Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 74
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR OG ANNA ÞORBJÖRGINGÓLFSDÓTTIR
í greininni verður sagt frá rannsókn sem gerð var á högum, viðhorfum
og gildismati nýrra landnema á árunum 2001 til 2004. Eins og oft er tí-
undað í seinni tíð hefur orðið umtalsverð brejuing á íslensku samfélagi á
fáum árum, tiltölulega einsleitt menningarsamfélag hefur breyst í fjöl-
menningarsamfélag. Fjöldi íbúa sem ekki hafa íslenskan ríkisborgararétt
hefur meira en tvöfaldast á níu ára tímabili. Þeir voru 4807 sem var 1,8%
af íbúafjölda landsins árið 1995, en hafði fjölgað í 10.636 eða í 3,6% árið
2004.1 Ymsir þeirra sem hingað hafa flutt eru komnir með íslenskan rík-
isborgararétt svo að landnemamir eru fleiri en tölumar segja okkur.
Höfundar greinarinnar stýrðu þróunarverkefni í einum leikskóla í
Reykjavík þar sem leitast var við að láta leikskólastarfið endurspegla fjöl-
menningarlegt samfélag og heimamenningu bamanna. I tengslum við
þróunarverkefhið gerðum við eigindlega rannsókn til að meta árangur
fjölmenningarlegra starfshátta á börn, starfsfólk og foreldra. I því skyni
vom m.a. tekin viðtöl við foreldra barnarma í leikskólanum. Um var að
ræða opin viðtöl, um það bil klukkustundar löng, tekin upp á segulband
og afrituð nákvæmlega. Viðtölin við foreldra af erlendum uppnina vom
átján, við þrettán konur og fimm karla. I einu tilviki tók íslenskur maki
þátt í viðtalinu. Viðmælendur em ffá fjórtán þjóðlöndum í þremur
heimsálfum, ellefu era frá Asíu, fjórir frá Evrópu og þrír frá Afríku. Sum-
ir höfðu verið hér í örfá ár en aðrir allt að tvo áratugi. Nokkrir höfðu ís-
lenskan ríkisborgararétt, aðrir ekki.
Viðtölin fóra langoftast fram á heimilum viðmælenda, sem tóku rann-
sakendum afar vel. Flest viðtölin fóra fram á íslensku, þrjú á ensku og
einu siimi var kallaður til túlkur að ósk viðmælanda. Þátttakendum hafa
verið gefin gervinöfn og aðstæðum þeirra stundum breytt til að tryggja
nafnleynd án þess þó að það raski niðurstöðum. Gögnin vora að miklu
leyti greind jafht og þétt, þau vora marglesin, borin saman og dregin út
úr þeim áhugaverð atriði.
Þegar farið var að greina viðtölin við foreldrana kom ýmislegt fram
um það hvernig þeir upplifa og skilja aðstæður sínar í nýju landi, þar á
meðal aðstæður á vinnrunarkaði, félagsleg tengsl og aðlögun að nýrri
menningu og nýju tungumáli. Aðstæður þátttakenda í rannsókninni vora
að mörgu leyti ólíkar og misjafht hvernig menning, þekking og reynsla
nýttist í h'fi þeirra hérlendis. Við gagnagreiningu vaknaði sú hugmynd að
1 http://www.hagstofa.is. Sótt 30. desember 2004.
72