Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Qupperneq 76
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR OG ANNA ÞORBJÖRGINGÓLFSDÓTTIR
bjóðast fólki úr mismunandi félags- og menningarhópum. Habitus er
skilgreint sem þær tdlhneigingar (e. dispositions) eða þau viðhorf sem
barnið tileinkar sér vegna reynslu sinnar í fjölskyldunni á fyrstu æviárun-
um, en sem aðlagast og breytast í samræmi við reynslu og nýjar kröfur í
skóla og á fullorðinsárum. Fyrsta habitus barnsins verður fyrir áhrifum af
sameiginlegri reynslu hópsins sem barnið tilheyrir svo sem fjölskyldu,
stétt eða menningarhópi. Bourdieu leggur áherslu á að reynsla og saga
íjölskyldnanna eða hópsins ákvarði ekki algjörlega habitus barnsins, allt-
af sé um að ræða persónulega reynslu og upplifun sem sé breytileg milli
fólks og tímabila. Afstaða barna til menntunar, sem getur verið ólík með-
al systkina, skiptir þannig miklu máli, það er að segja áhugi, sjálfsmynd,
sjálfstraust, námsstíll og væntingar til framtíðar. Habitus fjölskyldna er
ekki aðeins lýsandi fyrir menningarauðinn sem fjölskyldan býr yfir, held-
ur einnig hvernig fjölskyldan velur að spila úr spilunum sem hún hefur á
hendi.'
Þar sem hin ýmsu form auðs eru svo innbyrðis tengd er erfitt að gera
grein fyrir þeim hverju fyrir sig. Fræðilega séð er hægt að breyta einu
formi auðs yfir í annað og það á að vera hægt að flytja hann milli sviða
(ie.fields), svo sem fi-á heimili til skóla. Fjármagni er auðveldast að breyta
í annað form. Það er mun auðveldara fyrir foreldra að kaupa alfræðiorða-
bækur og píanótíma fyrir börnin en að breyta menntun sinni í fjármuni
sem börnin geta erft.7 8 A hverju sviði er tekist á um auð og völd. A fyrsta
sviði barnsins, heimilinu, lærir það um stöðu sína innan fjölskyldunnar
og tileinkar sér þann menningarauð sem þar er í boði. Þennan menning-
arauð flytur barnið með sér yfir á næsta svið, skólann, en þar er menn-
ingarauður fjölskyldmmar ekki alltaf mikils metinn og gagnast barninu
því lítið. Barnið stendur þá höllum fæti í samkeppninni um hæfhi og við-
urkenningu í skólanum sem það þarf að flytja með sér yfir á svið fullorð-
insára.9
Menningarauður er „það sem þú veist“. Menningarauður fjölskyldn-
anna safnast saman á löngum tíma. Hann byggir á reynslu foreldra og
forfeðra. Það er ekki hægt að færa börnum þennan auð að gjöf heldur
verður hver kynslóð að leggja sig ffam til að afla hans. Sonia Nieto skil-
greinir menningarauð sem þann smekk, gildismat, ttmgumál og mennt-
7 Liz Brooker, Starting school, bls. 39-40; 178.
8 Sama rit, bls. 24.
9 Sama rit, bls. 178.
74