Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 96
HERMANN STEFÁNSSON
bæklingi og Böðvar Guðmundsson gerði hana að persónu í skáldsögunni
Híbýli vindanna.
Nú fyrir jólin kom út ævisaga Olafar eskimóa efrir Ingu Dóru Björns-
dóttur.1 Verkið var tilnefnt til Islensku bókmenntaverðlaunarma. Inga
Dóra er mannfræðingur, lauk doktorsprófi í Bandaríkjunum og hefur
kennt við Kaliforníuháskóla; hún fjallaði fyrir nokkrum árum á efrir-
minnilegan hátt um konur sem giftust bandarískum hermönnum á
vellinum í heimildamtmd Sjónvarpsins um stríðsárin.2 Inga Dóra rekur í
bók sinni söguna sem sögð var í stuttu máli hér að ffaman, byrjar á „For-
spili“ þar sem þekktur ræðumaður og þingmaður, William Jennings Bry-
an, hlær með sjálfum sér efrir að hafa hlustað á fyrirlestur Olafar, honmn
bregður í brún: „Sól skein í heiði og hlý golan strauk honum um vanga,
en hann hafði átt von á stórhríð“ (bls. 11). Jennings, sem var forsetaeíni
demókrata 1896, þekkti Olöfu ágætlega þar sem þau störfuðu hjá sömu
umboðsskrifstofunni og stóð í þeirri trú til æviloka að allar frásagnir
hennar væru dagsannar. Efrir forspil fram í sögutímann byrjar Inga Dóra
á byrjuninni, sögunni víkur til Ytri-Löngumýrar í Blöndudal í Austur-
Húnavatnssýslu þar sem Sólveig Stefánsdóttir fær þann grun sinn stað-
festan í júlímánuði 1857 að hún eigi von á sínu þriðja barni. „Þriðja barn-
ið var væntanlegt um miðjan febrúar og var allra veðra von. En lánið var
þeim hliðhollt því eftir umhleypinga og kuldakast ffá þrettándanum ffam
að 9. febrúar var þíða og stöðugt góðviðri fram til miðgóu" (bls. 17).
Stíllinn framan af bókinni er ekki langt ffá sagnaþáttum, kjarnyrt og
vandað mál. Ævisagan öll er sett fram í mjög stuttum undirköflum og
efrir því sem á líður breytist stíllinn í takt við sögusviðið. Linsa bókarinn-
ar er gleið, ef svo má segja; tekin eru dæmi af fólki sem fetaði svipaða slóð
og Olöf, svo sem Archie Belaney, hann var Englendingur sem fór í gend
indjánans Gráuglu eða Grey Owl; og blökkumanninum Sylvester Long
sem lék sama leik og kallaði sig Buffalo Child Long Lance. Indjánar voru
í tísku á þessum tíma, Inga Dóra rekur það til Benjamins Franklins, fólk
áleit að margt væri hægt að læra af lífsspeki frumbyggja Ameríku og vís-
ast varð enginn svikinn af fyrirlestrum Gráuglu um náttúruspeki þótt
1 Inga Dóra Björnsdóttir, Ólöf eskimói - Ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi, Mál og
menning, Reykjavík, 2004. Hér eftir er vísað í bókina með blaðsíðutali innan stúga.
2 Anna Heiður Oddsdóttir, Stríðsárin áIslandi, þriðji þáttur, 1990, frumsýndur 27. maí
1990, rúv:
94