Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 101
STRENGURINN Á MLLLI SANNLEIKA OG LYGI
lygarinn hefði logið fyrir fjárhagslegan ávinning? Það er tilhneiging til
að h'ta svo á. Ef enginn græðir neitt á því að ljúga er lygin saklausari en
ella. Og þar að auki trúir fólk ffekar á lygina sé henni haldið til streitu án
þess að neitt virðist hanga á spýtunni. Því nennir enginn, hugsar fólk.
Hvað gekk manneskjunni til? Hrekkjahvöt? Melódrama? Svo virðist sem
Debbie - sem ekki hefur komið fram opinberlega hvað heitir í raun og
veru - hafi hfað sig mjög sterkt inn í sögu sína, það hlýtur eiginlega að
vera, svo lengi hélt hún henni gangandi. Hver er þá munurinn á blogg-
síðunni með lygasögunni hjartnæmu og framhaldsþætti í sjónvarpi sem
allir vita að er skáldskapur? Nú eða þá lygasögunni og einhverri af þeim
skáldsögum sem eru í hávegum hafðar í menningunni, segjum Heimsljósfí
Til svars væri sjálfsagt að benda á hinn margfræga samning milli skáld-
verks og lesanda þar sem lesandinn samþykkir að láta af vantrú sinni um
stundarsakir eða sem þeim tíma nemur sem tekur hann að lesa bókina.
Haugalygi í einhverjum kellingum gerir ekki slíkan samning. Er það þá
eini munurinn, að skáldsagan lætur vita að hún sé að ljúga en lygasagan
gerir það ekki? Nú veit ég reyndar ekki hvernig texta bloggsíðan hafði að
geyma, hún hvarf fljótt eftir að allt komst upp. Ef til vill var þar ekki að
finna margt af því sem fólki er tamt að tengja við bókmenntalega texta
eða skáldskap, ekki tákn eða háfleygt myndmál. Til lengri tíma litið voru
áhrif bloggsíðunnar líka þau að lesendum fannst þeir hafa verið sviknir
og hafðir að fiflum. Þótt þeir hafi þá ekki borið fjárhagslegt tjón má tala
um tilfinningalegt tjón. HQns vegar eru ef til vill áhöld um hvort tilfinn-
ingalega tjónið hefði nokkru sinni raungerst ef blekkingin hefði ekki
komist upp. Karmski hefði bloggsíðan orðið svipuð í minningu lesenda
og framhaldsþáttur til dægrastyttingar. Ovíst er hvort allur munur sé á
fagurfræði hennar og samlíðaninni með Astu Sóllilju í brjósti lesandans.
Ekkert er eins afhjúpandi og blekking. Tökum fleiri dæmi úr alheim-
inum: Að loknum margra mánaða blekkingaleik, frá sumri fram á haust
2004, velti útvarpsþátturinn Tvíhöfði fyrir sér hvað fælist í leik sínum.
Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson höfðu leikið Nígeríumanninn
Mustafa grátt og snúið svikavef hans við. Það hófst með dæmigerðu bréfi
um hugsanleg auðæfi, Mustafa hafði hugsað sér að féfletta viðtakandann
og beitti fyrir sig móður sinni. Tvíhöfði hringdi í beinni útsendingu í
manninn og sneri leiknum við, vellauðugur Islendingur fór á fjörurnar
við móður Mustafa og sú virtist tilbúin að sitja og standa eins og dyntir
hans buðu. Símtölin urðu dagleg, fyrr en varir var auðkýfingurinn búinn
99