Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 115

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 115
FÖLSUÐ FRÆÐI í tdlfelli Hannesar er þetta alveg sérlega áberandi. Það er ekki einung- is svo að teknir séu í bókina textar sem birtir hafa verið annars staðar heldur eru hinir stolnu textar úr verkum sem gera má ráð fyrir að marg- ir lesenda ævisögunnar þekki og jafnvel gjörþekki. Enda leið ekki á löngu eftir að bókin kom út þangað til gagnrýnendur bentu á að stór hluti text- ans væri soðinn upp úr verkum Halldórs Laxness. \riðbrögð Hannesar voru dæmigerð fyrir viðbrögð sem ásakanir af þessu tagi vekja: Hann neitaði því alls ekki að hann hefði notað annarra manna verk, en hélt því fram að slíkt væri ekki aðeins leyfilegt heldur alsiða. I þeim umræðum sem fram hafa farið síðan, hefur hann varið sig með ýmsum rökum. Hann hefur viðurkennt vissa ónákvæmni í vinnubrögðum en hann hefur líka reynt að halda því fram að óljósar tilvísanir hans til höfunda sem hann byggir á og nokkuð sem hann nefhir „allsherjartilvísun“ til höfunda eða verka fremur en tdl einstakra staða nægi fyllilega til þess að hægt sé að segja að hann geti heimilda eins og krafist sé í ritum af þessu tagi. Hann hefur einnig bent ítrekað á að í ævisagnaritun, ekki síst þegar um er að ræða ævisögu rithöfundar, standi ævisöguritarinn ffammi fyrir því að hann þurfi að vinna úr gífurlegu magni ritaðs máls. Þess vegna sé ekk- ert óvenjulegt eða óeðlilegt við það að hann eins og svo margir aðrir sæki efnivið og uppistöðu í texta sem frá viðfangsefhinu eru komnir og noti þá til að byggja upp ffásögn.16 Ritstuldur er að því leyti ólíkur bæði fölsun og svindli, að í mörgum tilfellum reynir þjófurinn að þræta fýrir að textataka sé stuldur en held- ur því þess í stað ffam að hún sé aðferð eða afstaða. Ritþjófurinn viður- kennir þá gjarnan að hann hafi sótt í smiðju til þeirra höfunda sem hann er sakaður um að hafa stolið frá og þakkar þeim jafnvel - eða segist hafa ætlað sér að taka sérstaklega fram í verki sínu hve mikið hann ætti þess- um höfundum að þakka.1' Vörn ritþjófsins er þannig oft sú að hafna þeirri skilgreiningu á verknaðinum að um stuld sé að ræða og halda því fram að meðferð sín á hinum aðfengna texta, tilgátum, hugmyndum, kenningum eða niðurstöðum feli jafnvel í sér nýjungar. Svo krefst hann 16 Sjá til dæmis „Ég gerði ekkert óheiðarlegt, framdi engan ritstuld“, MorgunblaSið 9. janúar 2004, bls. 27. Einnig Greinargerð frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni lögð fram á blaðamannafundi 8. janúar 2004, bls. 28-29 í sama blaði. 17 David Leavitt segir til dæmis að hann hafi ætlað sér að hafa sérstakar þakkir til Spenders fremst í bók sinni en lögfræðingar forlags hans hafi ráðið sér frá því. Sjá James Atlas, „Who owns a Life?“, The New York Times 20. febrúar 1994. 1 r3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.