Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 115
FÖLSUÐ FRÆÐI
í tdlfelli Hannesar er þetta alveg sérlega áberandi. Það er ekki einung-
is svo að teknir séu í bókina textar sem birtir hafa verið annars staðar
heldur eru hinir stolnu textar úr verkum sem gera má ráð fyrir að marg-
ir lesenda ævisögunnar þekki og jafnvel gjörþekki. Enda leið ekki á löngu
eftir að bókin kom út þangað til gagnrýnendur bentu á að stór hluti text-
ans væri soðinn upp úr verkum Halldórs Laxness. \riðbrögð Hannesar
voru dæmigerð fyrir viðbrögð sem ásakanir af þessu tagi vekja: Hann
neitaði því alls ekki að hann hefði notað annarra manna verk, en hélt því
fram að slíkt væri ekki aðeins leyfilegt heldur alsiða. I þeim umræðum
sem fram hafa farið síðan, hefur hann varið sig með ýmsum rökum.
Hann hefur viðurkennt vissa ónákvæmni í vinnubrögðum en hann hefur
líka reynt að halda því fram að óljósar tilvísanir hans til höfunda sem
hann byggir á og nokkuð sem hann nefhir „allsherjartilvísun“ til höfunda
eða verka fremur en tdl einstakra staða nægi fyllilega til þess að hægt sé
að segja að hann geti heimilda eins og krafist sé í ritum af þessu tagi.
Hann hefur einnig bent ítrekað á að í ævisagnaritun, ekki síst þegar um
er að ræða ævisögu rithöfundar, standi ævisöguritarinn ffammi fyrir því
að hann þurfi að vinna úr gífurlegu magni ritaðs máls. Þess vegna sé ekk-
ert óvenjulegt eða óeðlilegt við það að hann eins og svo margir aðrir sæki
efnivið og uppistöðu í texta sem frá viðfangsefhinu eru komnir og noti
þá til að byggja upp ffásögn.16
Ritstuldur er að því leyti ólíkur bæði fölsun og svindli, að í mörgum
tilfellum reynir þjófurinn að þræta fýrir að textataka sé stuldur en held-
ur því þess í stað ffam að hún sé aðferð eða afstaða. Ritþjófurinn viður-
kennir þá gjarnan að hann hafi sótt í smiðju til þeirra höfunda sem hann
er sakaður um að hafa stolið frá og þakkar þeim jafnvel - eða segist hafa
ætlað sér að taka sérstaklega fram í verki sínu hve mikið hann ætti þess-
um höfundum að þakka.1' Vörn ritþjófsins er þannig oft sú að hafna
þeirri skilgreiningu á verknaðinum að um stuld sé að ræða og halda því
fram að meðferð sín á hinum aðfengna texta, tilgátum, hugmyndum,
kenningum eða niðurstöðum feli jafnvel í sér nýjungar. Svo krefst hann
16 Sjá til dæmis „Ég gerði ekkert óheiðarlegt, framdi engan ritstuld“, MorgunblaSið 9.
janúar 2004, bls. 27. Einnig Greinargerð frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni lögð
fram á blaðamannafundi 8. janúar 2004, bls. 28-29 í sama blaði.
17 David Leavitt segir til dæmis að hann hafi ætlað sér að hafa sérstakar þakkir til
Spenders fremst í bók sinni en lögfræðingar forlags hans hafi ráðið sér frá því. Sjá
James Atlas, „Who owns a Life?“, The New York Times 20. febrúar 1994.
1 r3