Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 117
FOLSUÐ FRÆÐI
Það sem meira er, þessari túlkun á vinnubrögðum sínum hefur Hann-
es alls ekki mótmælt. Hann hefur þvert á móti látið í veðri vaka að skort-
ur á úrvinnslu þeirra texta sem hann tekur frá öðrum sé sérstakt stálbragð
sem sýni virðingu hans fyrir þessum höfundum og þá er reyndar einkum
um Halldór Laxness sjálfan að ræða. „Eg tók mér stöðu við hlið Hall-
dórs“ segir Hannes í grein í Lesbók Morgimblaðsins „og rakti atvik úr ævi
hans eins hófsamlega og ég gat“. Og hann heldur áfram: „ég vildi... láta
lesendum efrir að fella dóma um Halldór og verk hans. Eg vildi ekki
troða neinni niðurstöðu um Halldór niður í kok lesenda.“ Þannig virðist
Hannes líta svo á að með því að taka upp texta efrir Halldór, rekja lýsing-
ar hans og annarra á ævi hans og verkum, styðjast við greiningar Peters
Hallberg og fleirri velji hann sér hlutlaust sjónarhorn en gefi lesandanum
kost á að fella dóm. „Framlag mitt“ segir hann ennfremur „var fólgið í
því að safria saman fróðleiksbrotum um skáldið, ævi hans og verk og fella
þau saman í eina heild svo ekki sæjust á samskeyti.“20
Það er mikilvægt að sjá textatöku Hannesar, svo notað sé hugtak
Helgu Kress, í ljósi þessara ummæla hans. I fyrsta lagi er sú hugmynd að
með því að fella saman texta annars fólks, Halldórs sjálfs og þeirra sem
um hann og verk hans hafa fjallað, megi í einhverjum skilningi skapa
hlutlaust sjónarhorn. Staðreyndin er sú að með því að elta, taka upp eða
herma eftir því sem aðrir höfundar hafa lagt til málanna er hæpið að
skapað verði hlutlaust sjónarhorn sem gefur öðrum kost á að fella dóma
eða draga ályktanir, síst af öllu þegar litið er svo á að úr þessu verði frá-
sögn sem skilja megi bókstaflegum skilningi. Með slíkum vinnubrögðum
endurtekur „höfundur“ það sem aðrir hafa sagt án þess að skapa því eig-
ið túlkunarsamhengi. Það er því ekki aðeins svo að höfundur, sem setur
saman texta án þess að hafa önnur markmið en að endurtaka eða raða
saman því sem aðrir hafa sagt, leggi ekki neitt til málanna. Hann svíkur
lesandann að því leyti að hver ný uppgötvun um hinn raunverulega upp-
runa textabrotanna veldur efasemdum um merkingu þeirra þar sem þau
koma fyrir í verki hans. Þannig er útkoman samsetningur sem enginn
lesandi, hvort sem hann er fyrirfram fróður eða ófróður um efhið, getur
í bók sína hrakaði mjög í meðförum hans. Sjá Sigurður Gylfi Magnússon. Fortíðar-
draumar Sjálfsbókmenntir á Islandi. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, bls. 237-298;
Helga Kress. „Fyllt í gap.“ Lesbók Morgunblaðsins 27. desember 2003, bls. 16.
20 Hannes Hóhnsteinn Gissurarson. „Sagnfræði og Sagnalist." Lesbók Morgunblaðsins,
17. janúar 2004, bls. 16.
115