Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 120

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 120
JÓN ÓLAFSSON lengst af, en þetta er að breytast og það er sama hvar borið er niður með- al nemenda á fyrstu árum háskólanáms, alls staðar er ritstuldur verulegt vandamál í námskeiðum þar sem ætlast er til að nemendurnir skili verk- efnum og ritgerðum sem þeir vinna heima hjá sér einir eða í hópvinnu með öðrum nemendum. En sagan segir líka nokkuð um uppgjöf kennara gagnvart vandamálinu. Það er tímafrekt og erfitt að koma upp um rit- stuld og fletta ofan af honum. I bandarískum háskólum leiða formlegar ásakanir um slíkt af hálfu kennara til mikillar rekistefnu sem hætt er við að allir fari illa út úr. Nemandinn á iðulega á hættu brottrekstur úr skóla og réttindamissi. Kennarinn þarf að leggja sig mjög fram um að sanna mál sitt, málaferlin auka sannarlega ekki vinsældir hans og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir ffamtíð hans í starfi ef nemandanum tekst að verja sig með sannfærandi hætti. Þess vegna er mjög algengt að kennar- ar þar í landi grípi ekki til slíkra óyndisúrræða, en beiti þess í stað fortöl- um og hótunum við nemendur sína og refsi þeim sem verða uppvísir að ritstuldi með lægri einkunn, en þó ekki falleinkunn. Það er sem fyrr segir vel þekkt að ritgerðir gangi manna á meðal jafh- vel árum saman, en á síðustu árum hefur svindl af því tagi náð nýjum hæðum með gagnabönkum á Netinu þar sem hægt er að kaupa heilu rit- gerðirnar á verði sem getur verið á milli 500 og 1000 kr. blaðsíðan. Vef- síður sem bjóða ritgerðir til kaups eru ekki faldar, þó að allt svipmót þeirra og orðalag leggi áherslu á að um námsaðstoð sé að ræða en ekki sölu á tilbúnu efni sem nemandinn getur skilað án þess að setja mark sitt á það á nokkurn hátt.22 Þó eru það ekki gagnabankar af þessu tagi sem eru verstir - þrátt fyrir allt nýta þeir sér bara tæknina til að selja það sem alla tíð hefur verið eftirsótt vara. Það sem kannski er verra, er sú tegund af ritstuldi sem kemur til af því að Internetið hefur upp á að bjóða texta, upplýsingar og fróðleik um nánast hvað sem er. Þess vegna þarf nemandi ekki að gera annað en að slá ritgerðarefhinu upp í einhverri leitarvélinni og óðara er hann kominn með þúsundir, jafnvel milljónir síðna, sem vísa honum í ýmsar áttir í því að viða að sér ffóðleik um efnið. Svo getur hann skimað í gegnum það sem til er og klippt út texta eða annað efni sem 22 Það er auðvelt að finna vefeíður af þessu tagi og þær eru margar. Dæmi um gagna- banka sem selur ritgerðir á þessu verði má finna undir slóðinni www.school- sucks.com. Það er samkeppni á þessu sviði eins og sjá má á vefsíðunni www.essay- town.com. Þar er hægt að fá ritgerðir fyrir lægra verð. Loks má nefna dæmi um vefsíðu þar sem boðið er upp á ókeypis ritgerðir: www.papercamp.com (sótt 30. des- ember 2004). Ii8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.