Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 129
HÖFUNDARRÉTTUR OG AFDRIF FALSAÐRA MYNDLISTARVERKA
ar fellur niður, sé krafan ekki gerð eða mál höfðað áður en sex mánuðir
eru Hðnir frá því að sá, sem heimildina hefur, fékk vitneskju um hinn
seka.4 Dómur getur kveðið á um að falsað myndlistarverk verði gert upp-
tækt að kröfu rétthafa höfundarréttar. Þessari heimild verður þó ekki
beitt gagnvart aðila sem hefur í góðri trú eignast myndhstarverkið til
einkanota (1. og 3. mgr. 55. gr. höfundalaga).
I þeim tilvikum sem fölsun beinist ekki að tilteknu listaverki er ekki
um að ræða brot gegn höfundarréttinum sem slíkum. Sá sem án sam-
þykkis höfundar setur nafn hans eða höfundarauðkenni á listaverk brýtur
hins vegar gegn 1. mgr. 52. gr. höfundalaga. Það ákvæði mæhr ekki fyr-
ir um eiginleg hugverkaréttindi en kveður á um að engum sé heimilt án
samþykkis höfundar að setja nafii hans eða höfundarauðkenni á listaverk.
I 54. gr. laganna er kveðið á um að brot gegn þessu ákvæði varði sektum
og Hklega er heimild til þess að gera upptæk slík verk eða efdr atvikum
afiná höfundarmerkingu af þeim.5
I þeim dómsmálum sem eru tdlefni þessarar greinar var því ekki hald-
ið fram að framið hefði verið brot á höfundarrétti. Mér er ekki kunnugt
um að gengið hafi dómur í sfiku máh hér landi, þ.e. þar sem staðfest hef-
ur verið að fölsun hafi verið gerð eftir tilteknu verki.6 Dómsmálin sem
eru tilefni þessarar greinar voru tdl komin vegna kæru eigenda hsta-
verkanna. Erfingjar listamannanna, sem allir eru látnir, voru ekki aðilar
að þeim með neinum hætti, hvorki að því er varðaði refsikröfur né kröf-
rnr um skaðabætur. Akært var fyrir fjársvik og merkjabrot en ekki verður
ráðið af dómnum að því hafi verið haldið fram að meint athæfi hinna
ákærðu lytd að því að gera eftírhkingar af tilteknu verki þeirra höfunda er
listaverkin voru merkt.
4 29. gr. almennra hegningarlaga.
s Orðalag 1. mgr. 55. gr. höfundalaga er ekki alveg skýrt um þetta en samsvarandi
ákvæði í 1. mgr. 74. dönsku höfundalaganna hefur verið skýrt svo að heimild til
eignaupptöku, sem mælt er fyrir um í 81. gr. laganna, sé fyrir hendi við brot á því,
sjá Peter Schonning. Ophavsretsloven med kommentarer, 3. útg., Kbh. 2003, bls. 676.
6 Sumarið 2004 gekk dómur í héraðsdómi Reykjaness þar sem erfingjum hstamanns
voru dæmdar skaðabætur fyrir fölsun er beindist gegn tilteknu verki hans en máhð
var síðar endurupptekið og fellt niður. Til eru dómar um annars konar brot gegn
höfundarréttd yfir myndhstarverki, nefna má Hrd. 1979, 1358 þar sem birtar höfðu
verið í heimildarleysi í tdmaritdnu Vikunni teikningar er upphaflega birtust í kennslu-
bók um Islandssögu, og Hrd. 1997, 2691 þar sem brotdð var gegn höfúndarréttd ljós-
myndara, teiknara andlitsmynda á frímerkjum og höfundi merkis þjóðhátdðarinnar
1994 með því að birta þessi verk á póstkortd.
127