Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 185
UM TURNA BABEL
ur“. Merkingin á „ruglingur“ er ruglingsleg, í minnsta lagi tvíræð. En
Voltaire gefur enn annað til kynna: Babel táknar ekki einungis rugling
samkvæmt tvöfaldri merkingu orðsins, heldur einnig nafn föðurins, nán-
ar tdltekið og meira almennt, nafn Guðs sem nafn föður. Borgin ber nafn
Guðs föðurins, og föður þeirrar borgar sem heitir ruglingur. Guð, Guð-
inn á að hafa merkt föðurnafni sínu samfélagslegt rými, þessa borg þar
sem menn skilja ekld lengur hverjir aðra. Og með sérnöínum einum fá
menn ekki sláHð hverjir aðra, og þegar sérnöfnum sleppir fá menn ekki
skilið hverjir aðra. Með því að gefa nafn sitt, með því að gefa öll nöfn,
væri faðirinn þannig upphaf málsins og það vald væri með réttu Guðs
föðurins. Og nafn Guðs föðurins væri nafnið á þessu upphafi tungnanna.
En það er einnig þessi Guð sem í svipan reiði sinnar (líkt og Guð Böh-
mes eða ETegels, sá sem stígur út úr sjálfum sér, markar sér dauðlegt hlut-
verk og býr þannig til söguna) ógildir tungumálagifdna, eða brenglar
hana að minnsta kosti, kemur á gltmdroða meðal sona sinna og eitrar
gjöfina (Gift-gift). Þetta er einnig upphaf tungumálanna, margbreytni
þjóðtungnanna, með öðrum orðum þess sem almennt kallast móðurmál.
Því af allri þessari sögu spretta ættir, kynslóðir og ættbogar: semískir. Að-
ur en Babel afbyggðist vann hinn mikli semíski kynstofn að því að festa í
sessi veldi sitt, sem hann ætlaði alheimsútbreiðslu, og tungu sína sem
hann reynir einnig að uppáleggja heiminum. Þessi fyrirætlan er beinn
undanfari afbyggingar turnsins. Eg vima í tvær franskar þýðingar. Fyrri
þýðandinn heldur sig nokkuð langt ffá því sem menn vilja kalla „bók-
stafsfylgni“, með öðrum orðum frá hebreskri orðun þess að segja
„tunga“, en hinum síðari er meira í mun að virða (myndhverfa eða öllu
heldur nafnhverfa) bókstafsfylgni og segir „vör“ vegna þess að í hebresku
táknar maður með „vör“ það sem við, með öðrum nafnhvörfum, köllum
„tungu“. Til að nefha hirm babelska rugling hlýtur maður þá að segja
margbreytileiki varanna en ekld tungnanna. Svo snúið sé aftur að fyrri
þýðandanum, Louis Segond, höfundi Segond-biblíunnar sem kom út ár-
ið 1910, þá skrifar hann eftirfarandi:
Þetta eru synir Sems, samkvæmt ættum þeirra, samkvæmt
tungum þeirra, samkvæmt löndum þeirra, samkvæmt þjóðum
þeirra. Slíkar eru ættir Nóasona, samkvæmt kynslóðum þeirra,
samkvæmt þjóðum þeirra. Og há þeim eru þær þjóðir komnar
sem kvísluðust út um jörðina eftir flóðið. Oll jörðin hafði eitt
183