Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 194
JACQUES DERRIDA
verði aldrei leyst (diese Aufgabe [...] scheint niemals lösbar), verði
ekki ákvarðað í neinni lausn (in keiner Lösung bestimmbar).
Kippum við ekki grundvellinum undan því ef það að koma
merkingu til skila hættir að vera mælikvarðinn?
Benjamin hefur í fyrsta lagi fallið ffá því að þýða Mallarmé, hann lætur
hann skína eins og skrautpening eiginnafhs í texta sínum; en þetta eigin-
nafn er ekki alveg þýðingarlaust, það binst einungis því sem ekki lætur
flytjast án merkingartjóns yfir á annað mál eða aðra tungu (hvorugt orð-
ið nær Sprache án taps). Og í texta Mallarmés bindast hin óþýðanlegu
eigináhrif miklu fremur athaihakrafti hins einstæða atburðar en ein-
hverju nafhi eða samsvörunarvissu. Svo er spurt: er grundvöllur þýðinga
ekki horfinn um leið og merkingarskdl (Wiedergabe des Sinnes) hætta að
vera það sem miðað er við? Það er hin viðurkennda hugmynd um
þýðingar sem verður óviss: hún gerði ráð fyrir þessu skilaferli, verkefnið
(Aufgabe) fólst í því að skila (wiedergeben) því sem í fyrstu var gefið, og það
sem var gefið, það var, að maður hélt, merkingin. En málin myrkvast
þegar reynt er að tengja þetta skilagildi þroskunargildinu. A hvaða
grundvelli, í hvaða grundvelli fer þroskunin fram ef skil á gefiimi merk-
ingu er ekki lengur meginreglan fyrir henni?
Skírskotunin til þroskunar sæðis gæti minnt á myndhvörf af lífhyggju-
eða erfðahyggjutoga; hún kæmi þá til stuðnings því hugtakasviði ættern-
is og skyldleika sem virðist ráðandi í þessum texta. Reyndar virðist sem
hér sé nauðsynlegt að hafa endaskipti á þessari röð og horfast í augu við
það sem ég hef stungið upp á annars staðar að kalla „myndhvarfa-um-
byltingu“: því fer fjarri að við vitum í fyrstu hvað „líf‘ eða „ætt“ þýða
þegar við notumst við þessi heimullegu gildi til að tala um mál og
þýðingar, það er þvert á móti út frá hugsun um tungumál og „afkomu“
þess í þýðingum sem við getum komist að hugsuninni um hvað líf og ætt
þýða. Þessum víxlum bregður Benjamin glögglega fyrir sig. Formáli hans
(því við skulum ekki gleyma að ritgerðin er formáli) snýst óaflátanlega
um hugtaksgildin sæði, líf og umfram allt „afkomu“ (hér eru grundvall-
artengsl milli Uberleben og Ubersetzen). Þannig virðist Benjamin, strax í
upphafi, tefla ffam samlíkingu eða myndhvörfum - þau hefjast á „á sama
hátt og“ - og upp frá því hreyfist allt á milli Ubersetzen, Ubertragen, Uber-
leben:
Á sama hátt og birtingarmyndir lífsins tengjast hinum lifandi
!92