Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 216
JACQUES DERRIDA
verður að leita að, búa til eða endurgera uppbætileika eða „eindrægni“.
Og um leið og það að fullgera eða bæta upp svarar ekki til samlagningar
neinnar heildar í hlutheiminum, hæfir hugtaksgildið „eindrægni11 þessari
samstillingu, því sem hér má kalla samhljóm ttmgumálanna. Þessi sam-
hljómur lætur hið hreina mál enduróma, sem og mál-veru tungunnar,
gefur þau til kynna fremur en að tilkynna nærveru þeirra. Svo lengi sem
þessi samhljómur á sér ekki stað, er hið hreina mál falið, dulið (ver-
borge?i), múrað inni í hinu náttmyrkvaða nærlífi „kjarnans“. Aðeins
þýðing er þess megnug að laða það fram.
Laða fram og umfram allt láta springa út, vaxa. Þá mætti segja, alltaf
tilbrigði við sama stef (sem virðist koma úr skipulagshyggju eða líf-
hyggju), að hvert tungumál sé eins og visnað í einsemd sinni, horað,
staðnað í vexti sínum, hrumt. Fyrir tdlstilli þýðingarinnar, m.ö.o. þessar-
ar uppbótar sem felst í tungumálinu að ein tunga gefur annarri það sem
hana vantar, og lætur henni það í té af eindrægni, tryggir þessi víxlfrjóvg-
un tungnanna vöxt tungnanna, og jafnvel þennan „heilaga vöxt
tungnanna“ „allt til hinna messíönsku endaloka sögunnar“. Allt þetta
gefur sig til kynna í hinu þýðandi ferli, í „hinni eilífu afkomu verkanna“
(am ewigen Fortleben der Werke) eða „hinni óendanlegu endurreisn (Auf-
leben) tungumálanna.“ Frekar en að vera opinberun, opinberunin sjálf, er
þessi viðvarandi endurlífgun, þessi stöðuga endurfrjóvgun (Fort- og
Aufleben) sem þýðingin ber með sér, boðun, sáttmáli og heit.
Hið trúarlega orðfæri skiptir hér meginmáli. Helgitextinn dregur
mörkin, hina hreinu íýrirmynd, eins þótt hún sé ótilgengileg, hirmar
hreinu þýðni, hina æðstu fýrirmynd, sem hægt verður að hugsa innsta
eðli þýðingar út frá, þ.e.a.s. hið skáldskaparlega. Þýðingin, sem heilagur
vöxtur tungnanna, boðar hin messíönsku endalok, vissulega, en tákn
þessara endaloka og þessa vaxtar er ekki „nærverandi“ (gegenwdrtig)
nema í „vitneskjunni um þennan fjarska“, í þeirri Entfemung, jjarlægingu
sem tengir okkur því. Þessi fjarlægð, maður getur vitað um hana, haft um
hana vitneskju eða hugboð, maður getur ekki yfirunnið hana. En hún
setur okkur í samband við þessa „tungu sannleikans“ sem er hið „sanna
tungumál“ (so ist diese Sprache der Wahrheit - die wahre Sprache). Þessi
tenging á sér stað með formerkjum „hugboðs“, með „viðleitnum“ hætti
sem gerir sér nærverandi það sem er fjarverandi, lætur fjarlægðina koma
sem fjsLÚægð,fort:da. Segjum að þýðingin sé reynslan, það sem þýðist eða
merkist líka: reynslan er þýðing.
214