Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 8

Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 8
eftir Jón Guöna Kristjánsson kipulagi Alþýðubartdalagsins var breytt á landsfundinum; svonefnt flokksráð var lagt niður en framkvæmdastjóm flokksins kosin beinni kosningu á landsfundi í fyrsta sinn. Formaður framkvæmda- stjómar hefur verið kjörinn Ólafur Ragn- ar Grímsson sem yfirleitt er talinn áhrifamestur þeirra sem gagnrýnt hafa forustu flokksins og starfshætti hennar að undanfömu. Fyrsta spumingin sem ég lagði fyrir Svavar var hvort hann væri veikari for- maður eftir þessa breytingu en harrn gerði lítið úr því og kvaðst fagna breyt- ingunni. „Þetta er hugmynd, sem var lögð fyrir landsfund flokksins árið 1983 og þá af Ásmundi Stefánssyni, en náði þá ekki fram að ganga. Ég tel þetta nýja fyrirkomulag til styrktar fyrir flokkinn." Hvenúg? „Kosturinn er sá að allir sem kosnir em í framkvæmdastjómina em eft- irleiðis ábyrgir frammi fyrir næsta landsfundi. ADir em þeir flokksfomsta, enginn getur vikist undan því og þeirri ábyrgð sem því fylgir. Hlutverk fram- kvæmdastjómar er að fjalla um pólitík og á milli miðstjómarfunda fer hún með pólitísk mál fyrir hönd flokksins ásamt þingflokknum auðvitað." En ei þá ekki verið að draga völd frá formarmi flokksins og flytja þau annað? „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að það eigi að tryggja það að sem flestir einstaklingar líti á sig sem fomstumenn. Hugmyndin er sú að formaður flokksins hafi með að gera hina almennu póli- tísku stefnumótun og að vera í fyrirsvari fyrir flokkinn út á við ásamt fleirum auðvitað, og að aðrir, formaður mið- stjómar, sem er varaformaður flokks- ins, og framkvæmdastjóm beri ábyrgð á innanflokksstarfinu. Ég sagði fyrir landsfundinn og get endurtekið það hér að ég var reiðubúinn til að gefa kost á mér til formanns Alþýðubandalagsins áfram upp á þau býti að ég hefði betri tíma til að sinna almennum pólitískum störfum og að ég þyrfti ekki einn að bera ábyrgð á einstökum atriðum í hin- um félagslega flokksrekstri. Það er svo mikið starf að vera formaður í flokki, taka þátt í pólitískri stefnumótun, koma fram út á við, halda fundi o.s.frv. að það væri ekki sanngjamt að ætlast til þess af nokkrum manni að hann hafi í raun og vem innanflokksstarfið allt á sínum herðum hka. Þess vegna var það mín skoðun og tillaga að þessu yrði skipað með þeim hætti sem landsfundurinn núna ákvað. Hvort það þýðir veikari eða sterkari stöðu formanns? Hann hef- ur a.m.k. sterkari stöðu að því leyti að harrn hefur meiri tíma til að sinna póli- tískri stefnumótun." Fleiri kallaðir til ábyrgðar sem for- ustumenn, sagðir þú áðan. Ertu þá að segja að það hafi skort á að flokksmenn töluðu af flokkslegri ábyrgð, að þeir hafi sýnt ábyrgðarleysi gagnvart flokknum? Svavar svarar þessari spumingu ekki beint, en segir að gerð flokka og for- ustumenn flokka hafi breyst á undan- fömum árum. Nú tali ekki allir flokks- menn með sama tóninum. Þetta segir hann geta gengið út í öfgar og geti veikt flokka. „Ég er þá ekki að taka neina afstöðu til þess sem verið hefur. Að nokkm leyti höfum við sett okkur það að byrja nýtt líf og aðalatriðið finnst mér vera það, að hafa fengið mjög öfluga framkvæmdastjóm, og það sem em kaflaskipti í sambandi við kjör fram- kvæmdastjómarinnar núna er að þama fáum við inn fleiri félaga úr verkalýðs- hreyfingunni og svo unga fólkið. Nú er Æskulýðsfylkingunni í fyrsta sinn tryggður fulltrúi í framkvæmdastjóm- inni. Og það sem leyfir manni að vera bjartsýnn á framtíð Alþýðubanda- lagsins, það er þessi mikli fjöldi ungs fólks sem hefur gengið til liðs við það á undanfömum árum. Og þetta er duglegt fólk og vel vinnandi." Efasemdarmenn myndu segja að hér væri verið að gera úrslitatilraun til að halda flokknum saman með því að hrista saman hópa sem hingað til hafa átt erfitt með að starfa saman og kalla þá til ábyrgðar í stað þess að hver tali í sínu homi. Ég man t.d. eftir því að á sama tíma og viðræður milli vinstri flokka áttu að hefjast að frumkvæði Al- þýðubandalagsins í fyrravetur gaf einn af forustumönnunum, Þröstur Ólafsson, þær yfirlýsingar í Morgunblaðinu, að slíkar viðræður gætu ekki leitt til neins og Alþýðubandalagið ætti að leita eftir sáttum og samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn... „Tilgangurinn er sá að leiða saman starfslið og strauma í einn farveg, starfs- farveg fyrir flokkinn svo menn beri sig saman, menn komist að sameiginlegri niðurstöðu í sambandi við áherslur, í sambandi við taktík og pólitík, áróður og allt þess háttar. Það að forustumenn okkar í verkalýðshreyfingunni skyldu ekki vera í framkvæmdastjóminni áður, það gerði hana miklu veikari. Og það kom niður á flokknum t.d. í BSRB- verkfallinu og deilunum í lok ársins 1984 þegar verkalýðssamtökin stefndu svo að segja sitt í hvora áttina; vom með gjörólíkar áherslur að mörgu leyti O/ mikið gert úr dgreiningnum Er ekki hætta á að reynslan verði þveröfug, þama sitja menn sem varla hafa getað talast við, ef trúa má frásögn- um í fjölmiðlum, verður þetta ekki lam- að apparat af innbyrðis ósamkomulagi? „Nei. Það hefur verið gert alltof mikið úr þessu. Auðvitað em einstaklingamir mismunandi. Við fomstumenn Alþýðu- bandalagsins erum um margt ólíkar manngerðir. Flokkur hættir að vera flokkur ef allir em steyptir í sama mót. En þegar þessar umræður stóðu sem hæst í sumar, þá vildi ég alltaf gera minna úr þessum ágreiningi en fjölmiðl- ar og jafnvel flokksfélagar mínir gerðu. Og ég held að það hafi komið í ljós á landsfundinum, hvað sem hver segir, að þegar menn sáu framan í alvöruna, sem er auðvitað leiftursóknarstefnan, auð- hyggjan og fijálshyggjan, þegar menn horfðu á þetta annars vegar og hins vegar framan í þær afleiðingar sem það . . .okkar afstaða er sú aðþað eigi að nota markaðinn þar sem hann er brúklegur. . . .deilan um sósíaldemókrata og kommúnista er sagnfræði. 8 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.