Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 9

Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 9
gæti haft ef Alþýðubandalagið veiktist verulega, þá var sá góði vilji eftir allt saman til staðar hjá þessu fólki að segja sem svo: finnum fyrst það sem samein- ar og látum ágreining um smærri atriði víkja til hliðar. Sjáðu stjómmálaálykttm- ina, hún var samþykkt samhljóða. Sumir segja að það skipti ekki svo miklu máli, ég segi: það skiptir miklu máli. Vegna þess að í henni eru tilteknar áherslur varðandi efnahagsstefnu okkar, sem menn voru ekki sammála um áður að ættu þarna heima, en féllust nú á sam- hljóða." Kjör Kristínar og Ólafs mér ekki á móti skapi Áður en við höldum áfram með þetta, var niðurstaða kosninga til varafor- manns og formarms framkvæmdastjóm- ar gegn þínum vilja? „Nei, aíls ekki. Niðurstaðan var mér ekki á móti skapi. Málið snýr ekki svona. Þegar formaður flokks er að setja mál niður fyrir sér, þá reynir hann að gera það á þann hátt sem hann álítur flokknum fyrir bestu, jafnvel burtséð frá sjálfum sér. Eins og Jón Vídalín segir í predikuninni um ágimdina, þegar menn em í svona störfum eins og ég er í, þá verða menn oft að taka meira tillit til annarra en sjálfs sín. í svona stöðu verður formaður að leita að lausn. Hann finnur hana kannske ekki fyrr en búið er að reyna til þrautar á ýmsum vett- vangi ... en ég ér ánægður með niður- stöðuna. Það er engin spuming. Við svona aðstæður verða menn líka að finna þá lausn sem þorrinn getur sætt sig við og slá af sínum ítmstu kröfum hver á annan.“ Ef þú hefðir staðið á þínum ítrustu kröfum, hverjar hefðu þær orðið? „Ég held ég hefði aldrei sett fram neinar kröfur í því sambandi og ekki heldur gert kröfur um að neinum væri úthýst. Mín lína var samkomulag. Ég lagði hins vegar áherslu á það að það yrði allt gert til að tryggja myndarlega aðild verkalýðshreyfingarinnar og Æskulýðsfylkingarinnar. Það vom þeir föstu punktar sem ég var með.“ Bjóstu við framboði á móti þér? „Ég vissi það ekki. Ég heyrði aldrei neitt innan flokksins sem benti til þess og velti því reyndar lítið fyrir mér. Það var eitthvert slúður í gangi um að það myndi gerast, en ef maður tæki mark á öllu slúðri, þá væri maður ekki degin- um lengur í pólitík." Fyrrverandi og núverandi ritstjórar Þjóðviljans, Kjartan Ólafsson og Össur Skarp- héðinsson. „Flokksmönnum þyki örugglega vænt um Þjóðviljann og Þjóðviljinn verði öflugt baráttutæki fyrir fólkið." Svanur Kristjánsson. „Grein hans í Mannlífi var ósanngjörn.“ Við þurfum á Þjóðviljanum að halda Það vakti mikla athygli þegar það var kosið milli þín og Kristínar Ólafsdóttur í embætti formarms útgáfustjómar Þjóð- viljans og ýmsum þótti það ekki góður fyrirboði fyrir samkomulagið á lands- fundinum. Hvers vegna leggur þú slíkt kapp á að gegna þessu starfi? „Ég gerði það fyrst og fremst vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að í þeirri stöðu sem nú er þurfi að efla og undirstrika samstöðu Þjóðviljans og Al- þýðubandalagsins. Það var meginá- stæðan fyrir því að ég taldi það heppi- legt að formaður flokksins væri jafn- framt formaður útgáfustjómar. Það er að mínu mati ákaflega brýnt á þeim tímamótum, sem við stöndum á núna, að Ólafur Ragnar Grímsson. „. . . eng- inn getur vikist undan . . . ábyrgð.“ það takist sem allra víðtækust samstaða um blaðið. Svo víðtæk samstaða að flokksmönnum þyki örugglega vænt um Þjóðviljann og Þjóðviljinn verði öflugt baráttutæki fyrir fólkið." Hefur skort á að blaðið hafi valdið þessu hlutverki undanfarið? „Ég tel að það eigi við um þjóðviljann eins og okkur öll að við hefðum mátt standa okkur betur. Þetta er í rauninni sama áherslan hjá mér og á landsfund- inum, ég legg áherslu á sem víðtækasta samstöðu. Og við þurfum svo sannar- lega á Þjóðviljanum að halda í þeim átökum sem framundan eru. Þetta gæti orðið sögulegtu: vetur í íslenskri póli- tík.“ Einhver hafði á orði við mig að um- fjöllun eins og Þjóðviljinn hafði um landsfundirm hefði ekki getað átt sér ÞJÓÐLÍF 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.