Þjóðlíf - 01.12.1985, Side 14

Þjóðlíf - 01.12.1985, Side 14
minnihluta. Það er verið að dæma fólk í skuldafangelsi, verið að svifta menn eigum og trú á að það sé hægt að lifa hér marutsæmandi lífi. Ég tel að pólitík Alþýðubandalagsins eigi erindi við meirihluta þjóðarinnar. Því er ekki spuming um hvort, heldur hvenær þessi pólitík okkar fær meirihlutafylgi í landinu. Það er það markmið sem við eigum stöðugt að hafa fyrir augunum, pólitískur meirihluti vinnandi fólks í landinu." Svavar víkur talinu að utanríkismálum og segir að það sé ekki hægt að skilja íslenska pólitík án þess að skilgreina þau gífurlegu áhrif og ítök sem Banda- ríkin hafa í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Sjálfstæðisflokknum var bannað, seg- ir hann, árið 1946 að starfa í ríkisstjóm með sósíalistum. Þegar það hafi komið upp innan Sjálfstæðisflokksins 1980 hvort ætti að leita eftir samstarfi við Alþýðubandalagið hafi allt ætlað af göflum að ganga innan flokksins. Hann segist geta fullyrt að Bandaríkjamenn hafi gert allt til að eyðileggja fyrir ríkis- stjóm Gunnars Thoroddsens og að það hafi ekki bara verið „verslunarauðvald- ið og SÍS-klíkan“, sem kom núverandi ríkisstjóm á laggimar, heldur hafi verið að því róið í bandaríska sendi- ráðinu og í Washington. Alusuisse hafi sömuleiðis leikið þar stórt hlutverk. Upphaf núverandi ríkisstjómar megi rekja til þess tíma þegar reynt var að taka álmálið úr höndum þáverandi iðn- aðarráðherra, Hjörleifs Guttormssonar. Svavar kveður Alþýðubandalagið munu leggja fram skýr og ófrávíkjanleg skOyrði í utanríkismálum fyrúr allri ríkis- stjómarþátttöku. Jafnframt kveðst harut sannfærður um að hægt sé að skapa breiða samstöðu um nýja utanríkis- stefnu, sem ekki taki mið af hagsmun- um þeirra sem raki saman gróða vegna vem bandaríska hersins á íslandi. „En ég er enginn ævmtýramaður í þessum efnum. Það kemur aldrei tO greina af minni hálfu að taka einhveija áhættu í öryggismálum íslands. Þegar bandaríski herinn fer héðan, þá þarf að koma tO einhver trygging fyrir því að fullveldi landsins verði virt, að hver sem er geti ekki vaðið hér inn á skítugum skónum. Við göngum út frá því grund- vallaratriði að tryggja öryggi landsins. Ég vO halda þannig á hlutum að gerðir yrðu samningar við Samemuðu þjóðim- ar og Norðurlöndin um að við stæðum að því sameiginlega að tryggja öryggi þessara þjóða hér í Norður-Atlantshaf- inu. Ég vil ekki undir neinum kringum- stæðum taka neina áhættu þegar öryggi landsins er annars vegar.“ í þessu sambandi nefnir Svavar að þessu takmarki sé hugsanlegt að ná í mörgum áföngum. Það þurfi að ein- angra herinn frá áhrifum í íslensku efna- hagslífi og íslensku þjóðlífi. Einn af síð- usm áföngunum gæti verið í líkingu við samning, sem rikisstjóm Ólafs Jóharrn- essonar hafði fullbúinn, þegar hún lét af völdum 1974 um að ísland yrði áfram í NATO, sem yrði tryggð séraðstaða hér- lendis við sérstakar aðstæður. Trúnadarmál í Morgun- bladinu Síðasta ár hefur verið stormasamt fyrir formann Alþýðubandalagsins. Ertu sár? „Ég er hvorki sár né móður,“ segir Svavar og brosúr við. „En ég ber ekki á móti því að þetta hefur oft verið erfitt." Þú hefur orðið fyrir mjög harðri gagn- rýni. Hefur það hvarflað að þér að bjóð- ast til að standa upp úr stólnum. Hætta sem formaður og bjóða öðrum að taka við? Svavar hugsar sig um ofurlitla stund. „Ég veit það ekki, ég get eiginlega ekki svarað þessari spumingu. En ég hef hinsvegar aldrei litið svo á að ég væri æviráðinn formaður. Á meðan flokksfé- lagar mínir vilja styðja mig í for- mennsku, þá er ég túbúinn. Og þann stuðning fann ég sterkt á landsfund- inum." Frásagnir af fundum í flokksstofnun- um, skýrslur um irmanflokksmál ogjafn- vel tveggja, þriggja manna taJ, hafa lek- ið í blöð og fjölmiðla síðasta árið. Er þetta vitnisburður um að ástandið í Al- þýðubandalaginu sé með þeim hætti að hver standi með rýtinginn í bakinu á öðrum? Enginn trúnaður til? „Mér hefur stundum fundist ég standa frammi fyrir erfiðum hlutum. Þú verður að geta talað við menn og sagt það sem þér býr í brjósti án þess að eiga von á að því að það sé komið aftan að þér með það. Mér fannst óþægOegt að upplifa það að hlutir, sem vom sagð- ir í lokuðum flokksstofnunum, vom komnir í Morgunblaðinu daginn eftir. Ég veit auðvitað að það er að sjálfsögðu tO í Alþýðubandalaginu að menn vOdu sjá artnan stO, aðrar áherslur hjá for- manninum. Ég respektera það, ég er ekki neinn dómari í þeim efnum. En ég ætlast tO að fólk sýni hvert öðm sann- gimi. Ef flokkur á að vera góður flokk- ur, þá er hann ekki bara gott baráttu- tæki pólitískt, heldur er líka gaman að vera þar. Mönnum líður vel þar. Em vinir þótt þá greini á um eitthvað. Ég leyni því ekki að mér hafa fundist ýmis skrif og ýmis ummæli ósanngjöm í minn garð. Ég nefni grein Svans Krist- jánssonar í tímaritinu Mannlífi. Mér fannst hún ósanngjöm, en ég skO að hann var reiður, hann var að fara úr flokknum og þurfti að réttlæta það ein- hvem veginn. Ég er hins vegar þannig gerður, að ég læt ekki það sem liðið er halda fyrir mér vöku. Mér firrnst okkur hafa tekist vel tO á landsfundinum að stilla menn saman, og þó að þama sé um að ræða hluti í fortíð sem hafa verið mér og öðmm í flokknum erfiðir, þá þurfum við að leggja á það áherslu að við erum að byrja nýtt samstarf þar sem stefnan og starfshættimir og baráttan falla saman í eina rökræna heúd. Við eigum að reyna að gleyriia því sem hefur gerst á und- anfömum mánuðum, spenninni og kannske sárindum, við eigum að lækna vandamálin og leysa þau. En ef tú vúl var þessi umræða öll nauðsynleg í hinni pólitísku atburðarás tú að menn gætu rætt saman í hrern- skúni, gert út um málin og hreinsað andrúmsloftið. Og ef það er einhver sem hefur unnið sigur nú, þá er það flokkurinn sjálfur, sem hefur þolað þessa spennu og þetta álag. Enginn annar flokkur hefur annan eins innri styrk. Þeir sem hafa sagt að flokkurinn sé kerfisflokkur, staðnaður, ólýðræðis- legur, leiðinlegur og allt þetta sem sagt var, þeir em áfram starfandi í flokknum, hér um bú allir. Og virkúr. Útkoman úr landsfundinum var betri en ég jafnvel ímyndaði mér og er ég þó bjartsýnis- maður. Það eina sem ég firrn að, er að mér þykir sem þessi túraun tú að skapa nýja og ferska stefnu í efnahagsmálum hafi fallið í skuggann. Fjölmiðlar vom með allan hugarrn við það hvort flokkurinn myndi klofna eða ekki, þeú: vom að bíða eftir stóm átökunum. Við erum þama með efnahagsstefnu þar sem við bendum á leiðir tú að bæta lífskjörin; skapa sambærúeg Ufskjör á við það sem er í grannlöndunum. Og nú er það hlutverk fomstunnar að fara út tO fólks- ins og skýra þessa stefnu, og sýna fram á að flokkurinn á erindi og að hann er skemmtilegur, hress, Hfandi og lýð- ræðislegur flokkur." 14 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.