Þjóðlíf - 01.12.1985, Qupperneq 19
Hinn 23. mars 1983 ávarpaði Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti þjóð sína í
sjónvarpi og markaði í ræðu sinni
tímamót í sögu vígbúnaðarkapphlaups
stórveldanna. í ávarpinu skýrði hann frá þeirri
ákvörðun sinni að þróa skyldi nýtt varnarkerfi,
sem gera ætti kjarnorkuvopnin „gagnslaus og
úrelt“. Hann taldi að þessi ákvörðun sín myndi
„breyta gangi mannkynssögunnar“ og „veita
börnum okkar nýja von á 21. öldinni.“ Hið nýja
varnarkerfi sagði hann að myndi veita bandarísku
þjóðinni og bandamönnum hennar öryggi gegn
sovéskri árás, með því að mæta langdrægum
flaugum Sovétmanna á miðri leið og eyðileggja
þær áður en þær næðu skotmörkum sínum.
innlimuð í áætlunina. Fyrirtæki á sviði
flugtækni og geimvísinda svo sem
Lockheed Missiles & Space Co. og
RCA samsteypan settu upp sérstakar
geimvamadeildir og hinar ríkisreknu
rannsóknastofnanir í hertækni, Los
Alamos, Sandia og Lawrence Liver-
more efldu rannsóknir sínar verulega.
Vísindamönnum í háskólum, stofnunum
og fyrirtækium var og er boðið að
sækja á mið þessara 26 milljarða með
verkefni sem geta tengst áætluninni. Nú
þegar hafa fjölmörg fyrirtæki farið af
stað með slík verkefni. Auk þeirra sem
að framan eru talin má nefna General
Electric, TRW, Rockwell, Boeing,
McDonnell Douglas, Westinghouse og
mörg fleiri. Gert er ráð fyrir að gerðar
verði fimmtán megintilraunir fyrir 1990,
þar sem m.a. verða prófaðar ýmsar nýj-
ar vopnagerðir. Reiknað er með því að
niðurstöður rannsóknanna og útkoma
tilraunanna, leiði til rökstuddra svara
um og upp úr 1990 um það hvort
geimvamakerfi geti þjónað yfirlýstum
tilgangi. Ef síðan verður tekin ákvörðun
um að koma því fyrir, er reiknað með
að það taki 20-30 ár og mun kerfið því
ekki koma að fullu gagni fyrr en nokk-
uð er liðið á 21. öldina.
Einn sjóher í viðbot!
Til þess að kerfið geti orðið að veru-
leika verður að halda kostnaði við upp-
byggingu og framleiðslu eininga þess í
lágmarki. Sem dæmi má nefna að eitt
þeirra verkefna, sem flugherinn vinnur
nú að, er lækkun á kostnaði við flutn-
inga geimfeijunnar úr um 2500 dollur-
um á kg niður í um 20 dollara á kg.
Einnig—verður að minnka margfalt
kostnaðinn við framleiðslu á hátækniaf-
urðum framtíðarinnar, svo sem nýjum
tölvum, skynjurum og geimbúnaði.
Þetta er ef til vill sambærilegt við það
verkefni að fjöldaframleiða bifreið í
gæðaflokki Rolls Royce í sama verð-
flokki og ódýran smábfl.
Ýmsir hafa reynt að meta hefldar-
kostnað við byggingu og uppsetningu
kerfisins. Meðalhá tala í þeim útreikn-
ingum er um 800 milljarðar dollara. Þá
er eftir að reikna með viðhaldi, rekst-
urskostnaði og endumýjun, því kerfið
þarf auðvitað stöðugt að vera tfl við-
bragðs reiðubúið. Sá kostnaður hefur
verið talinn á bilinu 50-200 milljarðar
dollara á ári hverju. Þetta mun vera
nokkuð sambærflegt við það að koma
upp svo sem eins og einum sjóher til
viðbótar við Bandaríkjaher. Til sam-
anburðar má geta þess að í frumvarpi tfl
fjárlaga fyrir 1986 eru gjöld íslenska
ríkisins talin um 33.5 milljarðar króna,
sem samsvarar um 0.8 milljörðum
dollara.
Ef stjórnkerfið bregst
þá ervörnin
gagnslaus
Geimvamaáætlun Bandaríkjanna
miðar að uppsetningu kerfis, sem á að
veita vöm gegn árás langdrægra kast-
flauga Sovétríkjanna. Flugi kastflaugar
má skipta í fjögur skeið: Lyftiskeið,
þegar flaugin lyftir sér út úr lofthjúpn-
um, skiptiskeið, þegar hún sendir frá
sér kjamaoddana á braut, renniskeið,
þegar kjamaoddamir fljúga áfram utan
lofthjúpsins og lokaskeið, þegar þeir
koma irm í lofthjúpinn aftur og lenda á
skotmarkinu.
Gamlar hugmyndir um vamir gegn
kastflaugum byggjast á því að gagn-
flaug sé skotið á móti árásarflaug á
lokaskeiði og hún eyðflögð með
árekstri eða sprengingu. Þessar hug-
myndir þóttu á sínum tíma gagnslausar
meðal annars vegna þess hve dýrt var
að koma fyrir gagnflaugum miðað við
hugsanlegan árangur. Stórveldin komu
sér síðan saman um undirritun gagn-
flaugasamningsins 1972 sem bannaði
frekari uppbyggingu vopna gegn
langdrægum kastflaugum. Kerfið sem
geimvamaáætlunin byggist á er frá-
brugðið þessum eldri kerfum að því
leyti að vömin á nú að fara fram á öllum
skeiðum flugsins og gert er ráð fyrir að
því fyrr sem flaug er eyðflögð á ferð
sinni því betra.
Flestar hugmyndir um slíkt vamar-
kerfi byggjast á lagskiptri vöm. Þá er
átt við að ákveðnir hlutar kerfisins sjái
hver um sitt skeið árásarinnar. Talað er
um þrjú vamarlög, sem hvert um sig á
helst að geta eyðflagt 90% af þeim árás-
arflaugum og kjamaoddum sem koma í
þess hlut. Með því móti yrði kerfið
99.9% ömggt. Fyrsta lagið mundi fá í
sinn hlut fyrstu tvö skeiðin af flugi kast-
flauganna. Þetta vamarlag er mikil-
ÞJÓÐLÍF 19