Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 21
vægast af þeim öllum. Viö ferðina upp
úr lofthjúpnum hitnar flaugin og eins er
útblásturinn heitur þannig að skynjarar
vamarkerfisins, sem sjá innrauða
varmageislun, eiga auðvelt með að
fylgja flauginni eftir og miða hana út.
Ennfremur borgar sig að eyðileggja
flaug á þessum skeiðum áður en hún
skiptir sér, því þá nær vömin mörgum
kjarnaoddum í einu „höggi“.
Annað vamarlagið sér síðan um þá
árásarodda sem sleppa í gegnum fyrsta
lagið. Þetta verður miklum erfiðleikum
bundið af tveimur ástæðum. Oddamir
fljúga hér án eigin afls, mótstöðulaust
og em því ekki auðgreindir. Ennfremur
má gera ráð fyrir því að með oddunum
verði á flugi alls kyns viliuhlutir, sem
árásaraðili sendú: með til þess að villa
um fyrir skynjurum vamarkerfisins.
Gera má ráð fyrir að með hverjum oddi
sem fer á eigin braut fljúgi 10 villuhlutir,
oddalíki, radarspeglar og annað msl.
Þriðja vamarlagið á svo að taka við
oddunum sem eftir em á lokaskeiðinu.
Við ferðina niður í gegnum lofthjúpinn
hitna oddamir aftur þannig að auðvelt
er að greina þá. Léttir villuhlutimir
hægja meira á sér og brenna upp.
Tæknibúnaði vamarkerfisins má
skipta í tvo höfuðflokka:
• Búnað til eyðingar flauga og kjama-
odda; vopnin sjálf.
• Búnað til skynjunar, samskipta, stjóm-
unar og ákvarðanatöku; tölvukerfið.
Hér verður fyrst fjallað um síðari
flokkinn. Segja má að tölvukerfið sé
„heili“ vamarkerfisins og hlutverk þess
er hvað mikilvægast. Ef það bregst þá
skiptir engu máli hve fullkomm vopnin
em, kerfið er gagnslaust ef samhæf-
inguna skortir.
Hvað þarf kerfið að
gera?
• Vamarkerfið þarf fyrst af öllu að
uppgötva árásarflaugamar og gera
viðvart. Þetta tekur um 90 sekúndur
með þeim skynjunar- og njósna-
hnöttum sem nú em í háloftunum,
eða um helming þess tíma sem lyft-
iskeiðið varir. Síðan þarf að taka
ákvörðun um það hvort þetta sé nú
ömgglega árás og hvort vömin eigi
að fara í gang.
• Vamarkerfið þarf síðan að skipta
verkum. Ákveða þarf hvaða vopn á
að eyðileggja hvaða árásarhlut og
hvenær. Ennfremur verður kerfið
að geta endurskipað í hlutverkm ef
einhver vamarvopn em eyðilögð
eða bregðast á annan hátt í miðju
kafi. Kerfið verður því að hafa ár-
eiðanleg gögn um eigið ástand á
hverju sekúndubroti. Þetta má kalla
vamargagnagrunninn.
• Vamarkerfið þarf að fylgja eftir,
miða út, skjóta á og eyðileggja
árásarflaugar og odda. í þessum til-
gangi þarf kerfið að hafa stöðugt
upplýsingastreymi um stöðu og
hegðun árásarhlutanna, meta hvort
hluturinn er kjamaoddur eða eitt-
hvað hættulaust og ekki síst
fullvissa sig um að flaug eða oddur
sem skotið er á eyðileggist. Þetta er
sóknargagnagrunnurinn.
Erfiðast fyrir fyrsta vamarlagið er
hinn skammi tími, örfáar mínúttn, sem
em til stefnu frá því að árás hefst þar til
fyrstu flugskeiðunum er lokið. Ef
reiknað er með að 150 til 180 sekúndur
verði til stefnu til að eyðileggja 1400
flaugar, þarf kerfið að anna 8 til 10
flaugum á sekúndu. TO þess mun þurfa
um 15-16 leysiskotstöðvar. Gert er ráð
fyrir að stöðvamar séu á brautum í um
1000 km hæð. Þessar brautir em miklu
neðar en þær sístöðubrautir sem til
dæmis fjarskiptahnettir fljúga eftir og
gera þeim kleift að vera sífellt yfir sama
jarðarblettinum. Það er því nokkuð ljóst
að ef alltaf eiga að vera 15 skotstöðvar í
sjónmáli við flaugaskotpallana, þarf
margfaldur sá fjöldi að vera á brautum
umhverfis jörðu. Margir hafa reynt að
meta hvaða fjöldi mundi nægja, en nið-
urstöðumar em ólíkar vegna hve marg-
ar forsendur em breytilegar. Endanleg
tala er t.d. háð dreifingu flauganna um
Sovétríkin, hraða flauganna út úr loft-
hjúpnum, viðbragsflýti miðunarbúnaðar
og fleiri þáttum. Tölur sem birst hafa
em á bilinu 100-700 leysiskotstöðvar.
„Frá vöggutil
grafar“
Eitt af stærstu vandamálum kerfisins,
að mati forystumanna áætlunarmnar, er
hvemig annað vamarlagið á að geta
gegnt hlutverki sínu. Hér er það ekki
tíminn sem er naumur, 20 mínútur, held-
ur hið gífurlega magn af hættulausum
villuhlutum sem sóknaraðilinn mun láta
fylgja oddunum, en um 100 slíkir hlutú:
munu geta fylgt hverri flaug. Þessir
villuhlutir geta verið ýmiss konar, til
dæmis radarspeglar eða þunnir málm-
húðaðir belgir. Alla þessa hluti verður
erfitt að greina vegna þess að þeir
munu fljúga án eigin vélarafls.
Ern hugmynd, sem nefnd hefur verið,
er að kerfið fylgi hveijum einstökum
hlut eftir „frá vöggu til grafar". Skynjar-
ar stjómstöðvahnattanna geta þá séð
flaugarnar þegar þær em að skipta sér
og séð hvort flaugin var að losa sig við
þungan hlut (kjarnaodd) ef bakslag „rút-
unnar" er mikið, eða léttan villuhlut ef
lítið bakslag sést. Hlutimir em þá
merktir hættulegir eða hættulausir í
gagnagrunninn og aðeins þeim hættu-
legu eytt. Leysivopn og öreindageislar
gætu einnig nýst í skynjunarhlutverki
með því að lýsa hlutina með vægum
geisla og mæla endurkast til að átta sig
á gerð þeirra. Erfitt gæti reynst að
treysta fullkomlega þessu mati, vegna
þess að sóknaraðili á marga mótleiki.
Ef til dæmis væri blásinn út belgur utan
um kjarnaodd, gæti kerfið metið hann
hættulausan með hörmulegum afleið-
mgurn.
Vamarkerfið þarf þannig bæði að
vinna hratt og meðhöndla gífurlegt upp-
lýsingamagn. Annað vamarlagið getur
t.d. þurft að ráða við um 15000 hluti
jafnvel þótt fyrsta lagið vinni með 90%
virkni, eins og til er ætlast. Þessi verk-
efni verða ekki leyst nema með mjög
fullkomnum tölvubúnaði, sem getur
meðhöndlað risavaxin gagnasöfn, unnið
upplýsingar úr þeim og tekið ákvarðan-
ú: á grundvelli þeirra, allt á ótrúlega
skömmum tíma. Sú tækni sem nú er
fyrir hendi á langt í land að geta upp-
fyllt kröfumar. Fletcher-nefndin taldi
nauðsynlegt að hanna nýja kynslóð
tölvubúnaðar, vélbúnað jafnt sem hug-
búnað. Helstu framfara í vélbúnaði er
að vænta með ljóstæknitölvunni, sem á
að geta unnið margfalt hraðar en
rafeindatölvumar. í hugbúnaðarþróun
er rætt um svokallaða dreifða gagna-
meðferð, þar sem unnið er úr gögnum í
mörgum einingum kerfisins samtímis. í
slíku tölvuneti mætti hugsanlega nota
hefðbundinn vélbúnað, en samskiptm
milli hinna mismunandi hlekkja yrðu
mjög erfið viðfangs. í árásinni er auðvit-
að mikil hætta á því að hlekkir bregðist
og þarf þá kerfið að endurskipuleggja
samskiptin, sem gæti orðið sérstaklega
erfitt ef margir hlekkir bregðast á
skömmum tíma. Netkerfi af svipuðu tagi
sem nú em til er nokkrar sekúndur að
endurskipuleggja sig ef hlekkur bilar
og geta hrunið ef annar hlekkur bilar á
meðan. Tölvunet geimvamanna gæti
þurft að endurskipuleggja sig meúa en
hundrað sinnum á örfáum mínútum.
Upplýsingamar sem stöðugt flæða inn
um ástand vamar- og árásarvopnanna
ÞJÓÐLiF 21