Þjóðlíf - 01.12.1985, Side 26

Þjóðlíf - 01.12.1985, Side 26
úndubrotum eyðileggur síðan kjamorku- sprengingin vopnið, sem nýtist aðeins einu sinni. Röntgenleysir er því einnota vopn. Ekki hægt að prófa Röntgenleysinn er ekki hægt að prófa í geimnum nema rjúfa það sam- komulag sem stórveldin gerðu 1963 um bann við kjamorkusprengingum þar. Hins vegar er reynt að prófa þessa aðferð í lofttæmdum hólfum neðanjarð- ar. Bandaríkjamenn hafa þegar sprengt a.m.k fjórar sprengjur í Nevadaeyði- mörkinni í þessum tilgangi, og Sovét- menn munu einnig hafa gert svipaðar tilraunir. Röntgenleysirimi hefur vissa sérstöðu innan geimvarnaáætlunarinn- ar. Bæði stingur hann í stúf við yfirlýsta stefnu Bandaríkjaforseta um vöm sem ekki byggðist á kjamorkuvopnum, og jafnframt munu kjamorkusprengingar í geimnum setja stjómkerfið í mjög erf- iða aðstöðu þar sem áhrif sprenging- anna gætu eyðilagt skynjara og tölvu- búnað. Röntgengeislavopnin verða að vera staðsett utan lofthjúpsins því að röntgengeislar komast ekki nema örfáa metra gegnum andrúmsloftið. Rætt er um að hafa slík vopn í kafbátaflaugum sem sendar yrðu upp úr lofthjúpnum við fyrsta boð um árás og myndu þau nýtast til eyðileggingar á skipti- og renniskeiði árásarflauganna. Ekki vantar hugmyndir að orku- geislavopnum. Eyðingarmáttur þeirra er þó hvergi nærri nægur. Orkumagnið á flatareiningu, ljósstyrkurinn þar sem leysiljósið lendir á árásarhlutnum, þarf til að geta eyðilagt flaug að vera marg- þúsundfalt á við það sem nú er mögu- legt. Til að auka eyðingarmáttinn þarf að auka afl leysisins. Styttri bylgju- lengdir hafa svipuð áhrif. Ennfremur eykst eyðingarmátturinn, ef hægt er að hindra breikkun geislans á leið að skot- markinu. Til þess þarf stóra og fullkomna spegla og linsur. Talað er um að setja spegla, sem eru um 10 metrar í þvermál, út í geiminn. Svo stóra spegla verður mjög vandasamt að smíða í þeim gæðaflokki sem krafist er. Spegl- arnir verða til dæmis að spegla nógu vel til þess að orkuríkir geislamir eyði þeim ekki. 21. júní 1985 var sendur leysigeisli frá fjallstindi á Hawaiieyjum. Geislinn, sem var á blágræna sýnilega sviðinu, hitti geimferjuna Discovery og var varpað til baka með speglum í glugga skutlunnar. Þessi tilraun sýndi að hægt var að hitta flaug á flugi í um 350 km hæð á 7 km hraða á sekúndu með leysigeisla frá jörðu. Hins vegar kom einnig vel í ljós hvert vandamál breikkun geislans er, því blýantsmjór geislinn var orðinn 10 metrar í þvermál þegar hann lenti á skutlunni. Agnageislar eru knippi atóma eða mirrni einda, sem gefin er orka í hröðlum ekki ósvipuðum línuhröðlum þeim sem notaðir eru á sjúkrahúsum til meðferðar á krabbameini. Agnimar losa sig við orku sína í skotmarkinu og eyðileggja það. Agnageislar eru um Röntgenleysi yrði skotið upp úr loft- hjúpnum úr kafbáti. Kjarnorkuspreng- ing kemur svo leysigeislum af stað til eyðingar sovéskri kastflaug. (Mynd úr Scientific Am., okt. 1984) margt „betri“ vopn en leysigeislar. Þeú: sökkva til dæmis dýpra inn í skotmark- ið og hægt er að beina þeim með segl- um í stað spegla, en þeir eru ekki eins viðkvæmir og speglamir. Geislinn er ennfremur orkuþéttari en leysigeislar og hefur þarrnig meiri eyðileggingar- mátt. Agnageislar stöðvast í lofthjúpn- um og verða því einungis að gagni úti í geimnum. Séu agnimar hlaðnar sveigja þær af leið í segulsviði jarðar og því er athyglinni helst beint að óhlöðnum agnageislum. Við Los Alamos rannsóknastofnunina er nú í byggingu hraðall þar sem óhlað- in vetnisatóm eiga að ná um sautján- faldri orku á við það sem áður var hægt. Talið er að enn þurfi að fimmfalda þá orku til að ná þeim kröfum sem eyðing árásarflauga gerir til geislans. Ef þeim kröfum yrði mætt má gera ráð fyrir að geislaskotstöðin sem flytja þarf á braut út fyrir lofthjúpinn verði a.m.k 25 metra löng og vegi um 50-100 tonn. Þrátt fyrir það að hraðlatæknin sé nú á háu stigi í eðlisfræðirannsóknum á minnstu eind- um efnisins, öreindunum, þá krefst vopnatæknin miklu meiri agnastraums samfara hárri orku, en áður hefur þekkst. Þessi tækni er hvað styst komin í þróun af þeim vopnum sem hér eru nefnd. Sovétmenn búa yfir mikilli þekk- ingu á þessu sviði og hafa bandarískir vísindamenn sótt þangað talsverðan fróðleik. Kjarnorkuver út í geiminn? Ef efnaleysar eru sendir á braut um- hverfis jörðu til þess að eyðileggja árás- arflaugar Sovétmanna á lyftiskeiðinu, verður að reikna með að hver leysir þurfi að hafa um 100 megavatta afl. Ef slíkur leysir getur á 2 sekúndum eyði- lagt flaug og miðað á þá næstu þá nær hann að eyðileggja 90 flaugar á þeim 180 sekúndum sem lyftiskeiðið varir. 16 shka leysa þarf þá til að eyða 1400 flaugum og heildaraflið samsvarar um 1.6 gigavatti. Ef gert er ráð fyrir að leysamir þurfi um 1 sekúndu til að eyða hverri flaug verður heildarorkuþörfin um 140 gigajoule. Flúorvetnisleysar munu þurfa a.m.k. 1 kg af eldsneyti fyrir hvert megajoule af orku sem þeir gefa frá sér, eða eitt tonn á hvert gigajoule. Til þess að eyða þessum 1400 flaugum þarf því 140 tonn af eldsneyti. Eins og fyrr var nefnt þarf líklega nokkur hundruð leysa á braut til þess að 16 séu örugglega í sjónmáli við flaugamar á hverjum tíma. Miðað við 250 leysa þarf þá að flytja um 2300 tonn af eldsneyti á brautir umhverfis jörðu, sem er meúra en 1.5 tonn á hverja flaug sem á að eyðileggja. Geimferjur geta nú borið um 15 tonna farm í hverri ferð upp á þær brautir sem hér er um rætt. Samkvæmt þessu litla reikningsdæmi þarf því um 160 ferðir bara til að koma eldsneytinu fyrir. Síðan þarf að margfalda þessa tölu til þess að koma sjálfum vopnunum fyrir. Ef við notuðum excimerleysi á jörðu niðri til þessarar vamar og reiknum með 6% raforkunýtni þarf um 26 giga- vatta rafafl til að eyða 1400 flaugum. Til þess þurfa um 26 kjamorkuver að standa reiðubúin fyrir hugsanlega 3ja mmútna notkun. Þessa tölu þarf að margfalda til þess að vinna gegn orku- tapi á leið geislans um skýjaðan lofthjúp. Orkuþörf vopnanna sem em staðsett á jörðu niðri er samt ekki talin vera neitt vandamál því tæknrn er þekkt og að- eins kostnaður því fylgjandi að bæta við 26 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.