Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 38
eftir Jón Guðna Kristjánsson
íslenska ríkið tapar
milljörðum vegna
ofgreiddra verðbóta
á verksamninga
og húsbyggjendur blæða vegna þess að
alþjóðleg samþykkt um verðbótareikninga
er ekki í gildi á íslandi
Fyrir um það bil þrem mánuðum svaraði Albert
Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra,
spurningum tveggja fréttamanna i beinni
sjónvarpsútsendingu, auk þess sem skotið var inn í
þáttinn spurningum stjórnarandstæðinga til hans. Þeirra
á meðal var Stefán Benediktsson alþingismaður, sem
spurði ráðherrann hvers vegna bókun efnahagsnefndar
Sameinuðu þjóðanna frá 1957, Bókun A-188, væri ekki
lögð til grundvallar þegar verksamningar væru gerðir,
bæði innanlands og við erlenda verksala. Ráðherrann
svaraði með tilvitnun í Pál postula; þegar ég var barn,
hugsaði ég eins og barn, ályktaði eins og barn o.s.frv.
Bætti síðan við að spurning Stefáns benti til að hann
hugsaði enn eins og barn, fullorðinn maðurinn. Málið var
ekki frekar rætt í þættinum og almennur
sjónvarpsáhorfandi var litlu nær.
38 ÞJÓÐLÍF