Þjóðlíf - 01.12.1985, Qupperneq 44
^^endiherrann spurði mig hvað ég ætlaði að gera
með Bókun A-188 og ég sagði honum það. Hann ræddi
við mig í síma í heilar þrjár klukkustundir og lauk
samtalinu með því að segja: - Mér er ánægja að útvega
þér þetta plagg og ég vona að það verði til þess að þér
takist að koma vitinu fyrir íslendinga í
verðtryggingarmálum.
á að lögfræðingur myndi skrifa bankan-
um fyrir mína hönd. Þetta varð til þess
að bankinn svaraði loksins og í svarinu
kom fram að verðbætumar, sem ég
hafði verið krafinn um, væru tóm vit-
leysa.
En það sem ég vissi ekki, var það að
árið 1979, rétt eftir gildistöku Ólafslaga,
hafði Seðlabankinn stofnað til viðræðna
við Landssamband iðnaðarmanna um
hvemig greiða ætti verðbætur af samn-
ingum eins og við vorum að tala um. Þar
hafði Seðlabankinn lagt fram plagg sem
hét „dagskrárplagg" og fjallaði um
hvemig bankinn gæti hugsað sér að
verðbætur af svona samningum skyldu
reiknaðar. En í því plaggi er gert ráð
fyrir því að verðbætur skyldu reiknaðar
eftir þeim aðferðum sem bankinn sagði
í bréfinu tO mín að væm vitlausar. Þeir
lögðu sem sagt til 1979 að notuð skyldi
línuleg vísitala og fundin út dagvísitala,
en sögðu í bréfinu til mín að þannig ætti
ekki að reikna verðbætur, því það
leiddi til of hárra greiðslna.
Þannig tapaði ég málinu fyrir héraðs-
dómi. Verktakinn lagði bæði bréfin
fram og það var eldra bréfið, „dag-
skrárplaggið", sem gilti. Með því var
bankinn nefnilega að framfylgja Ól-
afslögum og útfæra reglumar. Höfund-
ur þessa „dagskrárplaggs" er aðstoðar-
bankastjóri Seðlabankans, Bjami Bragi
Jónsson.
Ég átti eftir að skrifa bankanum fleiri
bréf en þeim var svarað með skætingi.
Ég fékk reyndar Ragnar Amalds til að
bera fram fyrirspum fyrir mig í Samein-
uðu alþingi um hvemig ætti að reikna út
verðbætur í svona tilvikum. Matthías Á.
Mathíesen viðskiptaráðherra las upp
greinargerð frá Seðlabankanum þar
sem kom fram að bankinn taldi sig ekki
eiga að móta þessar reglur, en sagðist
reiðubúinn til að veita allar upplýsingar
sem hann gæti. í framhaldi af því skrif-
aði ég þeim aftur bréf og spurði ákveð-
inna spuminga og fékk þau svör að um
leið og ráðherra hefði lesið greinar-
gerðina þeirra upp í þinginu, væri hún
orðin að stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar-
irrnar. Þetta er hápunktur lögfræðinnar.
Þegar embættismaður af ákveðinni
stærðargráðu er búinn að lesa greinar-
gerðina, þá er hún orðin allt annað
plagg.
Ég skrifaði ríkissaksóknara bréf og
spurði hann hvort það væri að hans
mati löglegt að taka verðtryggingu og
snúa henni upp í hávexti. Hann svaraði
mér aldrei, en vararíkissaksóknari
sagði mér í símtali að þeim fyndist þetta
rosaleg fjártaka. En samkvæmt áliti
embættisins væri ekki hægt að koma
þessu undir okurlög, ákvæði samnings-
ins kvæðu á um verðtryggingu og engin
lög væm til um hvemig ætti að fram-
kvæma hana. Þar sem ekkert væri
minnst á vexti í samningnum væri ekk-
ert hægt að gera í því þótt verðtrygg-
ing kæmi út sem hávextir.
Ég hélt áfram að hamra á þessu máli í
viðskiptaráðuneytinu og Bjöm Líndal
sýndi skilning á málinu og hafði áhuga á
því. Viðskiptaráðherra hafði lofað því
þegar hann svaraði Ragnari Amalds að
reglur um þetta yrðu settar með nýjum
vaxtalögum, en það gerðist ekki. Ég
gekk eftir því að ráðuneytið gerði þetta,
en Bjöm Líndal hafði ekki tíma tO að
vinna í málinu og það datt uppfyrir. Ég
talaði símleiðis við viðskiptaráðherra,
en hann hafði ekki tíma tO að eyða
sínum dým orðum á mig og benti á
embættismenn.
Þá sneri ég mér tO fjármálaráðuneyt-
isins og gagnrýndi það fyrir vitlausa
verðbótaútreikninga í þeim fram-
kvæmdum sem það léti gera. Fjármála-
ráðherra sendi málið tO ríkislögmanns
sem ýtti því út af borðshominu hjá sér
og ég fékk síðan öll gögnin í hendumar
með undirskrift ráðuneytisstjórans þar
sem sagði að ráðuneytið léti sig þetta
mál varða ef það kæmi því eitthvað við.
Ég ræddi við Áma Kolbeinsson, skrif-
stofustjóra ráðuneytisins, og hann hélt
yfir mér langa ræðu um framkvæmd
verðtryggingar. Þegar ræðunni lauk,
spurði ég hann hvemig stæði á því að
ríkissjóður greiddi upp verksamninga
eins og stofnsamning við banka og
bætti ofan á það línulegu verðlagi sem
þýddi að hann greiddi hærra verð fyrir
verkið en sem svaraði stofnskuldinni
uppreiknaðri. Hvaða hag hefur ríkis-
sjóður af því? spurði ég. Þá skOdi hann
hvað ég var að fara, en hann gerði
ekkert meira í þessu innan ráðuneytis-
ins, enda hefði yfirmaður hans, TUbert
Guðmundsson, ekki skOið um hvað mál-
ið snerist. Albert var nefnOega ekki að
heyra fyrst um Bókun A-188 í sjónvarps-
þættinum. Hann var búinn að heyra
þetta frá mér, ég var búinn að vera hjá
skrifstofustjóranum hans og núna fyrir
stuttu var ég hjá ráðuneytisstjóranum
sjálfum og spurði hann að því af hveiju
ríkissjóður henti öUum þessum pening-
um út í loftið fyrir ekki neitt og léti þá
svo fara verðlausa út í verðlagið. Hann
svaraði því tO að það kæmi málinu ekk-
ert við, hann undirritaði þetta og hans
undirskrift væri ígOdi reglugerðar.
Þetta væri ekki mitt mál. Ég hef vitni að
þessu samtali.
Ég kynnti þetta mál fyrir félags-
málaráðherra og lagði öU gögn fyrir
hann og aðstoðarmann hans. Félags-
málaráðherra tók þetta upp á ríkis-
stjómarfundi og það má koma fram, að
það var áður en Albert fékk fyrirspum-
ina frá Stefáni í sjónvarpinu. Málinu var
hins vegar ekkert þokað áleiðis innan
ríkisstjómarinnar. Ég hafði þá kynnt
málið í þrem ráðuneytum og átti þá
forsætisráðuneytið eftir. Ég fór á fund
forsætisráðherra, sem þekkti ekki
Bókun A-188. Honum fannst máhð hins
vegar athygUsvert og gaf sér góðan
tíma tO að ræða við mig þótt hann væri
mjög tímabundinn. Forsætisráðherra
bað mig að ræða máUð nánar við að-
stoðarmann sinn, sem ég gerði, og nú
fyrst virðist það vera að komast á ein-
hvem rekspöl. Það virðist vera að menn
séu famir að skoða þetta af alvöru. Ég
held að ég sé loksins að ná árangri með
þetta, enda er ég búinn að leggja
gríðarlega vinnu í að kynna þetta. Og
ég verð var við að það er farinn að fara
hroUur um þá hjá Verktakasambandinu
og hjá Meistarasambandi bygginga-
manna.“
Talinn geðveikur
Eftir nokkurra ára göngu miUi Heró-
desar og PUatusar í embættismanna-
kerfinu, hefur ÞorgUs myndað sér
ákveðna skoðun á íslenskum embætt-
ismönnum: „Hinn dæmigerði embætt-
ismaður á íslandi talar niður tO þess
sem tO hans leitar þótt honum séu
44 ÞJÓÐLÍF