Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 45

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 45
greidd laun fyxir að vera í þjónustu almennings. Erlendis er málunum öðru vísi farið. Danskur embættismaður talar tO þín á allt annan veg. Hann talar við þig á jafnréttisgrundvelli og aldrei niður til þín. Sama gildir um embættismenn annars staðar á Norðurlöndum. Og sjáðu þennan erlenda sendiherra sem útvegaði mér bókunina þegar íslenskir embættismenn neituðu mér um hana. Andstætt þeim leit hann á sig sem þjón fólksins. Ég er þannig gerður," segir Þorgils, „að ég gefst ekki upp við mótlæti. Það er frekar að ég harðni við það. Þess vegna hef ég haldið áfram að beijast í þessu máli, enda veit ég hvaða rétt- lætis- og skynsemismál er á ferðinni. Hagsmunaaðilamir í málinu létu það berast út þegar ég fór af stað með þetta að ég væri ekki alveg eðlilegur, ég væri vanskilamaður, hefði ekki getað staðið í skilum með mínar skuldbind- ingar og væri líklega orðinn geðveikur af öllu saman. Það tók mig allt árið 1982 og fram á árið 1983 að koma mönnum í skilning um það að ég væri með öllum mjalla. Það hafa margir spurt mig að því af hveiju ég hafi fundið þetta út og af hveiju ég sé að beijast í þessu. Embætt- ismenn hafa m.a. spurt mig að þessu. Og ég hef sagt við þá; þið eruð alltaf að sýsla með annarra manna fé og þegar menn eru með annarra manna fé í hönd- unum, verða menn kærulausir. Ég var ekki að gera neitt annað en að komast eftir því hvað hefði orðið um mína eigin peninga. B Bjarni Bragi Jónsson aðstoðarbankastjóri Seðlabankans: Engin þörf á sérstökum lögum um framkvæmd verðtryggingar fjami Bragi Jónsson aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans kvaðst ekki gefa yfirlýsingar fyrir hönd bankans án nokkurs fyrirvara. Hann kvaðst hafa kynnt sér Bókun A-188. Hún væri ætluð til nota í viðskiptum milli landa, og væri ekki bindandi, a.m.k. ekki á innlendum vettvangi. Bjami Bragi sagði að Bókun A-188 virtist í aðalatriðum ekki í ósamræmi við það sem tíðkað er hérlendis, t.d. væri þar talað um svo tíða verðbóta- útreikninga sem vísitölur leyfðu. Sá háttur hefði í för með sér aukið ör- yggi fyrir verktaka og gerði þeim kleift að fara neðar með boð sín, en þannig væri einmitt staðið að málun- um hér. Ef hins vegar ætti að hafa þann háttinn á að láta menn deila með sér verðbótunum, þá skapaði það óöryggi og gerði verkin dýrari. „Við bjuggum áður við verðtrygg- ingu að hluta og það gaf ekki góða raun. Reyndrn varð sú, að óverð- tryggði hlutinn hvarf út, en háir vext- ir reiknuðust áfram á verðtryggðar eftirstöðvar, sem leiddi til þess að Húsnæðisstofnun varð að endur- skoða kerfið,“ sagði Bjami Bragi. „Reyndar sé ég ekki að við þurfum að sækja okkar vit í þessum efnum til Sameinuðu þjóðanna, við eigum eins hæfa menn til að annast þessa hluti.“ Bjami Bragi sagði að Seðlabank- anum bæri ekki skylda til að setja reglur um framkvæmd verðtrygg- ingar efnislegra hluta, hann hefði raunar ekki lagaheimild til þess. Ákvæði Ólafslaga væm miðuð við lánastarfsemi en ekki verksamn- inga. Ef einhver ætti að hafa umsjón með slíkum samningum væri það viðskiptaráðuneytið, en dómsmála- ráðuneytið að því er varðaði fast- eignasölur. Bjami sagði það rétt, að Seðla- bankinn hefði árið 1979 átt viðræður við Landssamband iðnaðarmanna og skipst á nótum við það um verð- tryggingarmál í sambandi við verk- samninga og verið reiðubúinn að veita sérfræðilega ráðgjöf án skuld- bindinga, enda væri það eina hlut- verk bankans í þeim efnum. Hann kvaðst hafa hvatt Landssamband iðnaðarmanna til að birta reglur sem farið væri eftir við framkvæmd verðtryggðra verksamninga og sam- ræma þær, en kvaðst enga vitneskju hafa um að slík samræming hefði átt sér stað. „Ég hef sjálfur fengið reikning vegna framkvæmda sem ég lét vinna fyrir mig og þar vom verðbæt- ur reiknaðar út með þeim hætti sem ég skildi ekki. Ég reiknaði dæmið upp á nýtt og það var leiðrétt, en ég veit ekki hvemig fólk, sem ekki hef- ur neina þekkingu á slíkum reikn- ingum, fer að í svona tilvikum," sagði Bjarni Bragi. Hann kvaðst ekki sammála því að þörf væri á sérstökum lögum um framkvæmd verðtryggingar, enda væri það ekki í anda markaðrar stefnu um frjálsa verðmyndun og frelsi innlánsstofnana til að ákveða vexti. „Ég held að það sem vantar sé að menn setji sér siðareglur til að fara eftir. Hins vegar má birta sér- fræðilegar leiðbeiningar til að fara eftir og mér sýnist í fljótu bragði tvær leiðir koma helst til grema. Annars vegar að allar greiðslur og afhendingar verði færðar upp til eins ákveðins dags, t.d. skiladags, eða að umieikningur fari fram við hverja greiðslu og nýr jöfnuður myndaður til uppskriftar fram að næstu greiðslu eða afhendmgar." ÞJÓÐLÍF 45

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.