Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 52
eftir Helga Guðmundsson Nýtt útvarp — nýr miðill Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi menntamálaráöherra, lét á sínum tíma orð falla í þá veru að ný útvarpslög yrðu samþykkt svo að segja í einum grænum. Þessi orð voru væntanlega sögð í hita baráttunnar án mikillar ígrundunar. Ýmsir sjáifstæðismenn hafa lengi þráð þá stund að einkaréttur Rík- isútvarpsins verði afnuminn. Þegar menntamálaráðherrann var svo ákafur í samþykkt nýrra útvarpslaga, töldu þeir hinir sömu lag fyrir ný lög. Alþingi ís- lendinga myndi samþykkja breytt út- varpslög án mikillar umræðu. Á því væri mikil nauðsyn, jafnvel af öryggis- ástæðum; um það vitnaði lokun útvarps og sjónvarps í verkfalli BSRB. Áhugamönnum um þessar breytingar varð ekki að ósk sinni. Samþykkt nýrra útvarpslaga dróst í marga mánuði, þing- ið tók sér rúman tíma. Ætla hefði mátt að tíminn yrði notað- ur til ítarlegra málefnalegra umræðna í þinginu og í fjölmiðlum um útvarp nýrr- ar gerðar, raunverulega þýðingu og áhrif þess að fleiri aðilar en Ríkisútvarp- ið gætu rekið útvarp og sjónvarp. Ekki hefði verið óeðlilegt að stjómmála- flokkamir og blöðin hefðu beitt sér fyrir umfjöllun um hvað hugtök eins og „grenndarútvarp", „svæðisútvarp" og „landsútvarp" fælu í sér, svo aðeins eitt sé nefnt er máli skiptir í þessu sam- bandi. Af þessu varð ekki og lagasetningin sjálf skilur eftir ýmsar mikilvægar spumingar sem vonandi fæst þó svar við þegar útvarpsréttamefnd hefur ver- ið kosin og reglugerð sett. Áleitnasta spumingin er þessi: Hafa aðrir en Ríkisútvarpið rétt til útvarps- sendinga sem ná yfir landið allt? í þriðju grein hinna nýju útvarpslaga er kveðið á um að veita megi „sveitarfé- lögum og öðmm lögaðilum tímabundið leyfi til útvarps fyrir almenning á af- mörkuðum svæðum" (leturbreyting hágé.) en á öðmm stað í sömu lögum er sagt: „Útvarpsstöð er heimilt að reisa sendistöð og endurvarpsstöð, eiga og reka senditæki." Hins vegar er ekkert sagt um leyfilega langdrægni, né held- ur hvort koma megi upp neti endur- varpsstöðva sem næði yfir landið allt. Þessi atriði em afar mikilvæg, m.a. vegna stofnkostnaðar og stærðar hugs- anlegs hlustendahóps, sem sker úr um möguleika á að afla tekna með auglýs- ingum. Útvarp launþegasam- takanna Eins og kunnugt er af fréttum hafa ASÍ og BSRB átt í viðræðum við SÍS um samstarf í fjölmiðlun. Þessum viðræðum er ekki lokið þegar þetta er ritað og þess vegna ekki ljóst hvort af samstarfi verður milli þessara aðila. Fjölmiðlanefnd Alþýðusambandsins skilaði af sér skýrslu og tillögum til sambandsstjómar nú nýlega. í skýrslunni er vakin athygli á að stofnun burðugrar útvarpsstöðvar geti kostað mun minna en hingað til hefur verið álitið. Telur nefndin mögulegt að koma upp útvarpsstöð, er sent geti út með samkeppnishæfum hljómgæðum, fyrir sex til ellefu milljónir króna, eftir því hvaða kostir em valdir af þeim er nefndin stingur upp á. Slíka stöð telur nefndin mögulegt að reka fyrir ca. fimmtán milljónir á ári og fjármagna reksturinn með auglýsmgum og sölu senditíma fyrir sérstaka útvarpsþætti, en hvorutveggja er heimilt samkvæmt nýjum útvarpslögum. Til viðbótar við framangreindan stofnkostnað kæmi svo sendir sem næði til suðvesturhomsins, ef Pósti og síma verður ekki falið að annast útsend- ingar fyrir hinar „fijálsu“ stöðvar. Þá er lagt til að stofnað verði útvarps- félag verkalýðssamtakanna, er hafi heimild til að leita eftir samstarfi við önnur félagasamtök (m.a. SÍS) um rekst- ur útvarps og/eða fjölbreyttari fjölmiðla- starfsemi. Tillögur nefndarinnar eru nú til um- fjöllunar hjá nokkrum launþegasam- tökum. Ný tegund útvarps í umræddri skýrslu er reiknað með að í byrjun verði rekið grenndarútvarp fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið sem geti náð til um helmings þjóðarinnar. Þetta útvarp yrði annarrar gerðar en menn eiga að venjast. Það yrði „öðruvísi" eins og segir í skýrslunni. En hvemig getur útvarp verið öðru- vísi en rásir Ríkisútvarpsins? í nágrannalöndunum er gerður skýr greinarmunur á grenndarútvarpi ann- ars vegar og landsútvarpi hins vegar. Hið sama ætti að vera uppi á teningnum hér á landi. Eðlismunur þessara tveggja miðla verður kannski best skýrður með mun- inum á stóm dagblöðunum og lands- málablöðunum sem gefin eru út vítt og breitt um landið. Þannig myndi grennd- arútvarp taka önnur mál til umfjöllunar en landsútvarpið, rétt eins og landsmál- ablöðin fjalla um annað en dagblöðin. Það lætur sig varða nánasta umhverfi þess fólks sem getur hlustað á það. Öflug grenndarstöð myndi væntanlega einnig telja sér skylt að miðla fréttum sem hefðu almennt gildi, en aðal- áherslan hlyti að verða á fréttir sem landsútvarp hefur ekki möguleika á að sirrna. Hér má taka dæmi og segja sem svo: Hugsum okkur stöð sem næði yfir Reykjavíkursvæðið, Suðumes og upp í Borgarfjörð. Þá yrðu fluttar fréttir af því sem gerst hefði á svæðinu, en auk þess yrði veitt sérstök þjónusta sem miðaðist við tiltekna, afmarkaða hluta svæðisins. Málefni sem varða íbúa Breiðholts í Reykjavík öðrum fremur fengju þannig sérstaka umfjöllun; hið sama gilti um Borgames, Seltjamames, Kópavog og Hafnarfjörð, svo nokkur svæði séu nefnd. Umræður og ákvarðanir í sveitarstjómum, hinum ýmsu fé- lagasamtökum o.s.frv. fengju meira rými í dagskránni en í dagskrá lands- útvarpsins. 52 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.