Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 61

Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 61
hættumar; það er þá venjulega maður sem hefur lent einhvem tíma í slysi. Almenn umræða á sér aldrei stað, hvort slys geti borið að höndum, skipið sokkið eða eldsvoði komið upp. Ætli slík umræða þyki bara ekki bera vott um hugleysi. Menn em spanaðir upp í að vera sem harðastir og mestir jaxlar. Það er löng saga á bak við þetta, heil þjóðsaga. Það vantar ekki að til séu lög og alls konar reglugerðir en skipuleg öryggisstarfsemi um borð er nanast engin og það er eins og enginn.beri neina ábyrgð, nema þá helst að reynt sé að koma henni alfarið yfir á þann sem hefur slasast eða jafnvel látist. Maður hefur eiginlega á tilfinningunni að yfirmaðurinn sé vemdaður réttarfars- lega gagnvart allri ábyrgð. Mér er yfirleitt illa tekið ef ég kvarta undan atriðum sem ekki em í lagi, t.d. því að farið sé út á sjó í slagveðri eða þegar öll aukaveiðarfæri liggja eins og hráviði út um dekkið og mér er skipað að fara upp í kolvitlausu, brjáluðu veðri til að ganga frá þessum hlutum. Ef maður neitar þessu er ég ansi hræddur um að maður yrði ekki ráðirrn aftur. Það er helvíti slæmt hvað margir yfirmenn eiga erfitt með að taka ábendingum um það sem betur mætti fara.“ STRÍÐS REKSTUR ur bótaskyld slys að meðaltali á eina milljón króna. Ef gert er ráð fyrir að þetta kostn- aðarmat gildi líka um sjóslys, þá verður kostnaður vegna glataðra mannslífa síðustu 20 ár u.þ.b. 2,5 milljarðar króna. Ef við gefum okkur að 350 manns, sem slösuðust á þessu tímabili, hafi vistast á stofnun- um, þá verður kostnaður af þeim sökum 7 milljarðar króna. Kostnaður vegna annarra bótaskyldra slysa yrði þá 5,7 milljarðar króna. Heildarkostnaður vegna slysa á ís- lenskum sjómönnum undanfarin 20 ár er samkvæmt þessu rúmlega 15 milljarðar króna. Skýrsla Rannsóknamefndar nefn- ir mikinn fjölda skipstapa en upplýs- ingar hennar eru það ófullkomnar að ómögulegt er að reikna út endur- nýjunarkostnað vegna efnistjóns (skip, veiðarfæri, afli eða farmur). Það er áreiðanlega varlega áætlað að segja að kostnaður vegna þessa tjóns sé svipaður og mælanlegur kostnaður vegna mannskaða og þá verður heildarkostnaður vegna sjó- slysa undangenginna 20 ára rúm- lega 30 milljarðar króna eða sem svarar verði 150 meðalskuttogara. Fjárlög ísL ríkisins 1985 eru u.þ.b. 23 milljarðar króna. Ef aðeins er litið til ársins 1984, lítur dæmið þannig út: 17 dauðsföll = 112 milljónir kr., 20 sem vistast á stofnunum = 400 milljónir kr., og önnur slys = 417 milljónir kr. Sam- tals tæplega einn milljarður króna eða andvirði fimm skuttogara. Þetta tiltekna ár voru veittar 21,5 milljónir kr. til Siglingamálastofnunar, 4 millj- ónir kr. til Slysavamarfélags íslands og aðrar 4 milljórúr til Rann- sóknamefndar sjóslysa, eða samtals tæplega 30 milljónir króna til þeirra stofnana sem eiga að sirrna fyrir- byggjandi aðgerðum og björgimar- starfsemi, þ.e. 3% af áætluðum kostnaði vegna slysa á árinu 1984. Augu manna eru að opnast fyrir því að nauðsynlegt er að gera ráð- stafanir til að tryggja öryggi og heilsu íslenskra sjómanna. Á alþingi hefur verið stofnuð sérstök öryggis- málanefnd sjómanna, verið er að endurskoða lög og reglur (sem von- andi leiðir til þess að sjómönnum verði tryggð svipuð félagsleg rétt- indi og landverkafólki með vinnu- vemdarlögunum frá 1980), meúra fé er veitt til Sjóslysanefndar, haldin em námskeið fyrir réttindalausa yfir- menn (árið 1984 vom veittar 1.720 undanþágur til skipstjómar- og vélstjómarstarfa en það sem af er þessu ári „aðeins" 1.048) og komið hefur verið á skipulegum öryggis- málanámskeiðum fyrir sjómenn almennt. Það er engu að síður sláandi að til þessa hefur farið meira fyrir um- ræðu um ráðstafanir til björgunar eftir að slys hefur átt sér stað en aðgerðir til að koma í veg fyrir slys- in. Orsakir slysa má yfirleitt rekja til samspils mannlegra, tæknilegra og annarra umhverfisþátta og ef fyrir- byggjandi aðgerðir eiga að skila ár- angri þýðir ekki að einblína á neinn einn þessara þátta; það verður að taka tillit til þeirra allra. Hér er ekki aðeins um að ræða þá sjálfsögðu skyldu að beita öllum tiltækum ráðum til að forða mönnum frá slysi, heldur myndu slíkar aðgerðir einnig hafa í för með sér aukna hagkvæmni í rekstri, meiri afköst og betri gæði aflans. Þetta væri svo sannarlega verðugt verkefni fyrir íslenskt „hug- vit“. 18 sjómenn farast að meðaltali á ári hverju ÞJÓÐLÍF 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.