Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 62
Vökulögin eru
þverbrotin
Hvað með vinnutímann? Eru
vökulögin undantekningailaust haldin?
„Neei, þau eru sko ekki
undantekningarlaust naldin. Ég man að
eitt árið neitaði ég að standa frívakt á
stórum skuttogara og það þýddi að það
var ekki talað við mig; enginn um borð
talaði við mig síðustu þijá dagana sem
eftir voru af túmum. Ég var álitinn
landeyða.
Þegar vel fiskast er algengt,
sérstaklega á litlu togurunum þar sem
eru færri menn, að vinna 18 tíma sem
skiptast þannig að maður vinnur í niu
tíma, sefur í þrjá, vinnur svo afmr í níu
tíma. Þessa þrjá hvíldartíma hefur
maður til að þrífa sig, matast, sofa og
hvílast. Það er nokkuð erfitt skal ég
segja þér, þannig að vökumar geta oft
verið ótrúlegar. Það em að vísu nokkuð
mörg ár síðan en ég hef staðið 72
klukkutíma án svefns. Við lentum þá í
svo óheyrilega miklum ufsa að það varð
bara hver einasti kjaftur að standa
þessa 72 klukkutíma. Það var samstaða
um það og þá fannst engum hann vera
að bijóta vökulögin, heldur að ná sér í
góðan pening á skömmum tíma — og
það var gert.“
Hvemig líður mönnum eftir 72 tíma
vöku? Hvemig er hugsunarhátturinn?
„Hann er orðinn ansi skrautlegur.
Maður er orðinn svo upptjúnaður að
þótt maður leggist beint í sæng eftir
þessa töm þá sefur maður ekki næstu
12 tímana, það er ekki sjens. Það verður
að ná adrenalíninu einhvem veginn
niður. Það er gífurlegt. En vökulögin?
Guð minn almáttugur, þau em svoleiðis
þverbrotin, alveg þverbrotm."
Sjúkraklefar sem
geymslur
Hvað um aðbúnað að öðru leyti um
borð?
„í mörgum togurum er aðbúnaði
mjög ábótavant, t.d. eiga gólfdúkar og
gólfteppi í skipum að vera eldfrí. í
reynd er þetta bara keypt eftir hendmni
sem renningur frá Tbcminster eða
eitthvað þvíumlíkt, bara það sem til
fellur og er ódýrt. Sturtuklefar em t.a.m.
fyrir neðan allar hellur í mörgum
skipum. Aðeins á einu skipi, sem ég hef
verið á, var handfang inni í
sturtuklefanum. Hreinlæti er yfirleitt í
góðu standi um borð að því leyti sem
snýr að áhöfnirmi en það eiga t.d. að
vera lokaðir stokkar tim öll rör í
vistarverum manna um borð, það er
hins vegar meira og minna í ólestri.
í öllum togurum á að vera sjúkraklefi
en það er algengt að þessi sjúkraklefi
sé notaður sem geymsla undir sjó-
stakka, tóbak, vinnuvettlinga og vað-
stígvél sem send em um borð. í
sjúkraklefanum er skápur undir lyf og
annan sjúkrabúnað sem stýrimaður og
skipstjóri hafa lykla að. Oft er þessi
skápur svo tómur að það em ekki einu
sinni til magnyltöflur. Ég hef lent í því
oftar en einu smni og oftar en tvisvar.
Sjúkraklefinn er vissulega fyrir hendi,
harrn er í hveiju skipi en harrn er mjög
oft notaður í eitthvað allt annað.“
Sennilega er hávaði langaJgengasta
kvörtunarefni verkafólks í landi. Það
þarf auðvitað ekki að spyrja um
vélarúmið en hvað með aðra staði um
borð?
„Yfirleitt er allmikill hávaði um borð í
skuttogurum. í mörgum þeirra er
aðalvél staðsett beint undir aðgerðarsal
og þar er gífurlegur hávaði því að það
er ekkert nema stálgólf þama á milli,
engm hljóðeinangrun. Ef nokkuð er þá
magnar gólfið hávaðann. Ég get nefnt
þér skuttogara þar sem ekki var til ein
einasta heymarhlíf fyrir hásetana þó
svo að hávaðinn í aðgerðarsal væri
langt, langt yfir leyfilegum mörkum ...“
Veistu hver leyfileg mörk eru?
„ ... Nei, ég veit það ekki í tölum, nei,
ég met það bara eftir sársaukanum í
eyrunum og ég held að menn séu ekki
almennt upplýstir um hættumörk
hávaða. Ég veit hins vegar að vélamenn
nota nú orðið nær undantekningarlaust
heymarhlífar. Ástæðan fyrir því er
sterkt félag og ákveðið."
Sjómannafélögunum
lítiö ágengt
Úr því þú nefnir stéttarfélag. Hvað
hafa sjómarmasamtökin gert til að knýja
fram úrbætur á vinnuaðstöðu
sjómanna?
„Sjómannafélögin hafa barist talsvert
fyrir bættu eftirliti með aðbúnaði og
öryggi sjómanna en orðið ansi lítið
ágengt í þeim efnum, það sést lítið eftir
þau. Og félögin gera nær ekkert til að
fylgjast með sjálf nema þau séu beðin
um það. Eins og ég er búinn að segja,
ég hef ekki orðið var við mikla viðleitni
af þeirra hálfu til að miðla fræðslu um
öryggi við vinnu.
Sennilega verða vonbrigðin með
sjómannasamtökin samt mest eftir að
maður hefur orðið fyrir slysi. Allir
samningar, bæði um kaup og réttindi,
eru svo loðnir að litlu er hægt að
framfylgja þegar á reynir.
Sjómannafélögin úthluta úr slysa- og
sjúkrasjóði 160 krónum á dag í 83 daga
af sex mánaða tímabili. Það er það
helsta sem þau gera til að aðstoða mann
fyrir utan lífeyrissjóð. Ég varð reyndar
að finna það út sjálfur að ég ætti rétt á
greiðslum úr lífeyrissjóði. Það var
ekkert gert tO að upplýsa mig um þessi
réttindi mín af hálfu sjómannafélagsins.
Mér finnst sjómannafélögin steingeld
meira og minna. Ég get nefnt þér dæmi
um mitt eigið félag, Sjómannafélag
Hafnarfjarðar, en fyrir utan formanninn
starfar þar eirrn fastur starfsmaður. Ef
ég fer niður á skrifstofu félagsins og bið
um samtal við formanninn, þá er hann í
80-90% tOvOca upptekinn við önnur
félagsstörf sem hann hefur einnig með
höndum. Hinn starfsmaður félagsins,
sem er indæliskona, veit hvenær
dregið er í happdrætti DAS, punktur
basta.“
Nú stend ég
á krossgötum
Hvað tekur við? Hvaða augum líturðu
framtíðina?
„Ég byijaði á sjó með gagnfræðapróf-
ið eitt upp á vasann og kaus að gera
sjómennskuna að ævistarfi, hún er mitt
fag. Síðan verð ég fyrir slysi þannig að
allt í einu er eins og fótunum sé kippt
undan mér. Ég neyðist tO að taka
pokann minn og fara í land. Nú stend
ég á krossgötum, að mörgu leyti í sömu
sporum og þegar ég var 15 ára. Að
sumu leyti stend ég jafnvel verr að vígi,
hálf starfsævin er farin, starfsorkan
skert og maður er kannski ekki jafn
opinn og þá fyrir því að læra eitthvað
nýtt.
Tíminn sem liðinn er síðan slysið
varð hefur verið mér samfelld píslar-
ganga. Þetta hefur lagst gífurlega þungt
á mig, svo þungt að ég hef neyðst tO að
leita tO sálfræðings. Hann sagði mér að
það hefði ekki mátt tæpara standa; ég
hefði verið á barmi svartasta
þunglyndis. Ég óska engum svo ills að
hann eigi eftir að ganga í gegnum
þessa sömu reynslu. Mér finnst það
helvíti lélegt, hreint og beint skömm, ef
þjóðfélag, sem byggir afkomu sína á
sjónum, getur ekki tekið við mér, notað
mig og krafta mína eins og þegar ég
var á sjó. Hvað heldurðu að þau séu
mörg þúsund tonnin af fiski sem hafa
farið í gegnum hendumar á mér? Ég
var fyrsta flokks sjómaður, mér finnst
ég vera annars flokks þjóðfélagsþegn."
62 ÞJÓÐLÍF