Þjóðlíf - 01.12.1985, Side 71
BRANDUR SKRIFAR
Sjálfhelda sérhagsmunanna
Nú þegar tímarit félagshyggjumanna
kemur út í fyrsta sinn, tel ég mér
bæði ljúft og skylt að tilkynna þjóðinni
um stofnun nýrra stjómmálasamtaka,
Flokks Brandsins.
Flokkurinn var stofnaður á heimili
undirritaðs án vitundar annarra heimilis-
manna, að viðstöddum þeim flokks-
manni sem máli skiptir og kallaður er í
flokkslögunum Aðalflokksmaður. Aðrir
flokksmenn kallast flokkslimir. Flokkn-
um var valið nafn, kosin stjóm, sam-
þykkt lög og stefnuskrá, mikið rit upp á
500 óskrifaðar síður. Aðalflokksmaður
er formaður og hugmyndafræðingur,
en gegnir jafnframt hlutverkum mið-
stjómar, flokksráðs og flokksþings.
Þykir af þessu mikið hagræði. Stjómun
og ákvarðanataka verður einfaldari og
skilvirkari. Þá verður lýðræðið miklu
einfaldara og auðveldara í framkvæmd,
betur samþjappað, sem gerir flokkinn
hæfari til að taka skjótt og fumlaust á
hinum vandasömustu málum sem upp
kunna að koma í pólitík.
Flokkur Brandsins er nýtt og ferskt
afl í stjómmálalífi íslendinga, sem á eftir
að hafa gífurleg áhrif, enda skortir
flokkinn hvorki skynsamlegar tillögur
né áræði til að leggja þær fram, þótt
brjóta kunni í bág við úrelta hugmynda-
fræði sexflokkanna. Þar fyrir utan er
rétt að taka fram, að innan flokksins em
ekki átök um stefnu, starfshætti eða
starfsstíl, svo orð sé á gerandi. Flokks-
limir hafa fullan lestrarrétt og hugsan-
lega einnig rétt til að hlusta grannt þeg-
ar formaðurinn kunngerir á prenti eða í
heyrenda hljóði þær ákvarðanir sem
hann, með lýðræðislegum hætti, hefur
tekið fyrir flokkslimina. Af þessum
ástæðum er hvorki að finna lýðræðis-
klíku né flokkseigendakynslóð í flokkn-
um, ennþá síður Engeyjararm eða
verkalýðsættir. Þannig er Flokkur
Brandsins laus við hvimleiðustu vanda-
mál stjómmálanna, allskyns fólk sem
hefur ótímabæra löngun til valda, sem
aðrir kunna miklu betur með að fara.
Eitt mikilvægasta verkefni flokksins
á næstu árum er að leysa þjóðina úr
„sjálfheldu sérhagsmunanna“ eins og
einn af pennavinum flokksins, Milton
Friedman, hefur orðað svo skynsam-
lega.
Sú sjálfhelda sérhagsmunanna sem
þjóðin hefur verið í um langan aldur, og
birtist meðal annars í fullkomlega óeðli-
legum kröfum um að allir hafi nóg að
bíta og brenna (gott ef ekki þak yfir
höfuðið einnig), er að mati flokksins
afar djúpstætt vandamál sem sexflokk-
unum hefur ekki tekist að leysa. Nefna
má ýmis fleiri alvarleg og óleyst vanda-
mál svo sem kröfur um að fjármálaráð-
herrann láti fé af hendi rakna til þjóðar-
bókhlöðu og kvikmyndasjóðs.
Flokkur Brandsins telur hlöðubygg-
ingu þessa fullkomið hneyksli, mislukk-
aðan brandara, sem hvergi eigi heima
nema í hundrað tuttugasta og fyrsta
heftinu af „íslenskri fyndni". Venjulegt
fólk og úrræðagott byggir ekki hlöður
yfir bækur og blöð. Til slíkra nota eru
pappakassar frá Kassagerðinni og
plastpokar frá Plastprenti miklu ódýrari
og skynsamlegri lausn. Þar að auki er
urmull af hálfnotuðum eða jafnvel tóm-
um kjöllurum um allt land, sem henta
afar vel til geymslu á pappír. í þeim
tilvikum, þar sem hætta kann að vera á
að í kjallarana flæði vatn (kjallarar eru
jú meðal annars tfl þess ætlaðir), þá er
tO hentug og ódýr lausn sem kemur í
veg fyrir að pappírinn blotni (sé þess
þörf). Hún er sú að fá lagtækan verka-
mann tO að búa tO svo sem þriggja
tommu þykkar trégrindur, líkt og
bændur nota í fjárhúsum sínum, og
leggja á gólfið. Bókakössunum má svo
raða í snyrtOega stafla ofan á þessar
grindur. Þannig getur hæglega runnið í
kjallarann allt að þriggja tommu þykkt
lag af vatni án þess að bækumar svo
mikið sem slagi, hvað þá meúr. (Sé
reiknað með meira vatni, þarf að sjálf-
sögðu þykkari grindur.)
Flokkur Brandsins tekur eindregið
undir tOlögur Þorsteins Pálssonar, hins
nýja og ötula fjármálaráðherra, um að
skera framlög tO þjóðarbókhlöðu niður
í eina mOljón. Flokkurinn leggur auk
þess tO, að fyrir þessa mOljón v^rði
keyptir vandaðir pappakassar, plast-
pokar og sveUþykkt byggingaplast;
ráðinn handlaginn maður í eúin flórða
úr starfi tO að smíða trégrindur. Síðan
birti fjármálaráðuneytið eftirfarandi
auglýsingu í völdum blöðum sexflokk-
anna:
„Fjármálaráðuneytið óskar eftir afnot-
um af kjöUurum (háaloft koma einnig tO
greina), sem nota á fyrir Þjóðskjalasafn,
Háskólabókasafn, Landsbókasafn og ef
tfl vOl fleiri söfn um langa framtíð. Æski-
legt er að kjaUaramir séu manngengir
og að mestu vind- og vatnsheldir. Gæti
flóðs og fjöru í kjaUara, sem húseigandi
er reiðubúinn að láta í té, er nauðsyn-
legt að ráðuneytið fái nákvæmar upp-
lýsingar um sjávarstöðu við stærsta
straum. Mælst er tO þess að ekki verði
krafist verulegs afgjalds fyrir afnotin,
svo halda megi erlendum skuldum
þjóðarinnar innan skynsamlegra
marka. TOboðum sé skOað tO fjármála-
ráðuneytisins á næstu misserum."
Þjóðin myndi áreiðanlega taka vel í
þessa beiðni.
Annað dæmi um sjálfheldu sérhags-
munanna, sem þjóðin hefur ratað í, er
sú forkostulega tOætlunarsemi að ríkið
leggi fé í Kvikmyndasjóð. Fjármálaráð-
herrann hefur að sönnu ákveðið að
draga verulega úr fjáraustri í sjóð þenn-
an. Að mati Flokks Brandsins er aUt of
skammt gengið í því efni. Hvaða vit er í
því að borga fólki stórfé tO að búa tO
bíómyndir þegar hægt er að fá nóg af
myndum á vídeóleigunum fyrir hundrað
og fimmtíu kaU og miðinn í bíó kostar
svipað? Flokkurinn leggur því tO að
framlagið verði skorið niður í eina miUj-
ón (úr tólf). Af þessari mUljón geti þeir
sem þurfa af félagslegum ástæðum eða
vegna ólæknandi bíóbrjálsemi fengið
styrk tO bíómiðakaupa gegn framvísum
vottorðs frá félagsmálastofnun eða
heimOislækni.
Með þessum tUlögum (og ýmsum öðr-
um sem birtar verða síðar) telur Flokk-
ur Brandsins að þjóðin geti unnið sig út
úr vandanum, brotist út úr sjálfheldu
sérhagsmunanna. Við skulum aldrei
gleyma því að spamaður, ráðdeOdar-
semi og skynsamlegt aðhald í peninga-
málum er gæfa hverrar þjóðar. Um
þetta geta vitnað þeir fjölmörgu þjóð-
hoUu menn sem hafa tekið að sér
vandasöm störf fyrir þjóð sína. Hér er
ekki við hæfi að nefna nöfn úr því
mannvali öUu, en áreiðanlega er á eng-
an haUað þótt minnst sé á þá fómfúsu
einstaklinga sem tekið hafa að sér að
fara með fjármál Útvegsbankans og
Hafskips h/f.
Brandur.
ÞJÓÐLÍF 71