Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 73

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 73
Undrabarnið sem varð yngsti heimsmeistari sögunnar Skáksagan geymir mörg dæmi um mikilvægar skákir og örlagarík augnablik þar sem stórir draumar hafa ræst eða hrunið til grunna á andar- taki, enda segir máltækið: Skákin er harður skóli. Draumur Garrys Kasparov um að verða heimsmeistari í skák er orðinn að veruíeika. Kasparov sigraði Karpov, fyrrverandi heimsmeistara, í einvígi sem var æsispennandi fram á síðustu stundu. Þegar Karpov rétti fram hönd sína til uppgjafar í 24. og síðustu einvíg- isskákinni, risu áhorfendur í Tsjaikov- sky tónleikahöllinni í Moskvu á fætur og hylltu hinn nýja heimsmeistara með því að kalla nafn hans í sífellu. Tíu ára heimsmeistaraferli Anatolys Karpov var lokið og í hásætið var sestur Garry Kasparov, 22 ára gamall og yngsti mað- ur frá upphafi sem borið hefur þann titil.

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.