Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 78
Fischers, en hann hataði jafntefli eins
og pestina. Einvígið hófst síðan 10. sept-
ember 1984. í fyrstu leit út fyrir að þetta
yrði stysta heimsmeistaraeinvígi sóg-
unnar, en á daginn kom að það varð hið
lengsta og því lauk ekki einu sinni.
í byrjun var áskorandinn heillum
horfinn. Hinn skemmtilegi sóknarstíll
virtist alls ekki duga gegn þeirri köldu
rökhyggju, sem einkennir skákstíl
Karpovs, og eftir aðeins níu skákir var
staðan 4-0 fyrir heimsmeistarann. f>eg-
ar hér var komið sögu söðlaði Kasparov
um og lagðist í vöm í stað þess að taka
áhættu. Afleiðingin varð nýtt heimsmet;
17 jafntefli í röð! í 27. skákinni tókst
Karpov loks að knýja fram sigur, staðan
5-0. Nú voru jafnvel tryggustu áhang-
endur Kasparovs búnir að afskrifa
hann. En hið ótrúlega gerðist: Kasparov
tókst að snúa vöm í sókn.
Lengd einvígisins hafði tekið sinn toll
af þreki keppenda og í framhaldinu
kom í ljós að úthald Kasparovs var
drýgra. Harrn hafði fyrir einvígið lagt
mikla rækt við líkamsþjálfun í formi
sunds, fótbolta og hjólreiða. Karpov
gerði einnig þau afdrifaríku mistök að
treysta um of á glappaskot af hendi
andstæðingsins. Ef hann hefði tekið
meiri áhættu um miðbik einvígisins er
mjög líklegt að hann hefði unnið eina
skák um síðir, þótt e.t.v. hefðu einhveij-
ar skákir tapast í staðinn. í 31. skákinni
missti heimsmeistarinn af skemmtilegri
vinningsleið. Þetta hafði slæm áhrif á
hann því að í næstu skák vann Kaspar-
ov sína fyrstu skák í einvíginu. Þá komu
14 jafntefli í röð og vom skákáhuga-
menn um allan heim búnir að fá nóg af
þessari lönguvitleysu. Eftir 46 skákir
var staðan 5—1, en nú var Karpov
greinilega kominn að fótum fram því
næstu tvær skákir vann Kasparov auð-
veldlega. Þá gerðist einstæður atburður
í skáksögunni. Campomanes forseti
FIDE stöðvaði einvígið. Kasparov varð
æfur og mótmælti kröftuglega. Karpov
mótmælti einnig en það hljómaði
hjáróma.
Skákað í skjóli flokksins
Að lokum var áframhaldi keppninnar
ráðið til lykta á þann hátt að nýtt einvígi
hæfist og staðan yrði 0-0 í byrjun þess.
Ef litið er hlutlægt á málið er ljóst að
þessi lausn var ekki jafn óhagstæð
Kasparov og hann vildi sjálfur vera láta.
Mörg stór orð vom látin falla í ringul-
reiðinni sem kom upp við lok fyrra
einvígisins og eftir það. Kasparov lét
þar ekki sitt eftir liggja. Sérstaklega
deildi hann hart á Campomanes („Karp-
ovmanes" eins og Spassky kallaði
hann), m.a. í frægu viðtali sem birtist í
þýska vikuritinu der Spiegel. í Sovét-
ríkjtmum er öll gagnrýni á alþjóða
skáksambandið litin mjög óhým auga,
enda hafa austantjaldsríkin þar tögl og
hagldir. Það er haft eftir áreiðanlegum
heimildum að sovéska skáksambandið
hafi viljað setja Kasparov í ferða- og
keppnisbann fyrir lausmælgi sína. Ef
bannið hefði náð fram að ganga er óvíst
að seinna heimsmeistaraeinvígið hefði
farið fram. En þótt Karpov hafi mikil
áhrif innan skáksambandsins og komm-
únistaflokksins er Kasparov heldur
ekki valdalaus. Haft er fyrir satt, að R.
Aliev, fyrrverandi aðalritari kommún-
istaflokksins í Aserbasjan, hafi hjálpað
Kasparov í erjum hans við skáksam-
bandið þannig að málin fengu farsælan
endi.
Heimsmeistari í best teflda
einvígi sögunnar
í september sl. hófst síðan annað ein-
vígi þeirra Karpovs og Kasparovs. Eins
og öllum er í fersku minni sigraði snill-
ingurinn ungi með 13 vinningum gegn
11. Yfirbragð þessa einvígis var allt ann-
að en hið fyrra. Kappamir tefldu mjög
skemmtOega og það er einróma áht
sérfræðinga að einvígið hafi verið eitt
það best teflda í skáksögunni. Spennan
í lok einvígisins var einnig ein hin
mesta sem um getur, því þegar aðeins
ein skák var eftir hafði Kasparov eins
vinnings forskot og heimsmeistarinn
átti hvítt í síðustu skákinni. Karpov tefldi
stíft tO vinnings, en Kasparov varðist af
öryggi og vann um síðir eftir að Kaprov
hafði teygt sig of langt í vinningstO-
raunum sínum.
Ein ákvarðana Campomanesar - og
sú sem sætti hvað mestri gagnrýni -
var að heimsmeistarinn ætti rétt á nýju
einvígi ef hann færi haOoka. Því hefur
þriðja einvígi þeirra Karpovs og Kasp-
arovs verið ákveðið í febrúar 1986. Ljóst
er að þar verður um tvísýna og
skemmtOega keppni að ræða og skyldu
menn varast að vanmeta þá miklu
reynslu og vOjastyrk sem Karopv býr
yfir og hefur fleytt honum langt þegar
allt hefur ekki gengið í haginn. Flestir
spá þó heimsmeistaranum sigri, því að
Karpov verður að taka sig mjög á ef
hann ætlar að endurheimta titOinn. En
skákunnendur um aOan heim bíða nú í
ofvæni eftir því hvað gerist þegar kapp-
amir setjast aftur að skákborðinu á
næsta ári.
78 ÞJÓÐLÍF