Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 80

Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 80
SIÐASTA ORÐIÐ HVAÐ GERIR OKKUR AÐ / Iviðtali við hiim heimskunna rithöfund Milan Kundera, sem Tímarit Máls og menningar birti á liðnu hausti, segir hann meðal annars um skilsmun stórþjóða og smáþjóða: „Við gerum okkur ljóst að tilvera okkar vekur spumingar, og eins að við getum horfið einn góðan veðurdag. Ef við erum íslenskir eða tékkneskir verðum við að réttlæta tilveru okkar án afláts. Hvemig getum við réttlætt tilvem okkar? Einkum á sviði menningarinnar, með því að sýna fram á að okkar viðhorf til tilverunnar sé áhugavert, dálítið öðmvísi, og að þetta viðhorf geti hugsanlega auðgað heimsmenninguna." Svo afdrifarík sem þessi sannindi em fyrir áframhaldandi tilvist íslendinga, virðast þau hafa verið einkennilega fjarlæg hugarheimi hérlendra ráðamanna undanfama áratugi. Þeim virðist fyrirmunað að skilja, að án eigin tungu og menningar er tilvera þessarar þjóðar jafnsnauð að sögulegum og alþjóðlegum tilgangi og tilvera afskekktrar verstöðvar á stað einsog Jan Mayen eða lúsiðinna þræla einhverrar iðnaðarsamsteypu í útjaðri stórborgar. Vitanlega em farsælt fjölskyldulíf, ömgg atvinna og þolanleg afkoma meðal þeirra lífsgæða sem sjálfsögð hljóta að teljast og hverju samfélagi ber að stefna að, en þau em einungis grunnurinn sem raunverulegt þjóðlíf byggir á. íslenskir ráðamenn hafa haft hausavíxl á grunni og byggingu, varið öllum sínum tima og kröftum til að brýna fyrir landsmönnum að þeir skuli ævilangt puða í grunninum og helst aldrei líta upp til að sjá fyrir sér í huganum þá glæstu byggingu sem risið gæti á honum. Að líkingunni slepptri má til sanns vegar færa, að hömlulaust lífsgæðakapphlaup íslendinga, magnað af óprúttnu auglýsingafári gróðaaflanna, hafi sundrað þjóðinni í margar fjandsamlegar hagsmunaeiningar, sem hver skarar eld að sinni köku, með þeim afleiðingum að enginn gefur sér tíma til að hugleiða hvað gerir okkur að þjóð og draga af því rökréttar ályktanir. Landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, verslun og hverskonar þjónusta gera okkur ekki að þjóð, þó þessar sundurleitu og oft sundurvirku atvinnugreinar stuðli að lífvænlegum kjörum í landinu. Þjóð erum við af því sem við eigum sameiginlega: sögunni, tungunni og menningunni (þarmeð taldar allar hstgreinar). Einungis með því að leggja rækt við þessa sameign eigtim við þjóðlegan tilverurétt. Ófagur vitnisburður Þegar litið er yfir það sem við höfum annarsvegar gert sameigirdega til eflingar menningarlífi í landinu og hinsvegar yfir það sem gert hefur verið tO eflingar sérplægni og einkagróða, blasir við ömurleg mynd. Allar siðmenntaðar þjóðir með snefil af sjálfsvirðingu leggja metnað sinn í að reisa mannvirki yfir sameiginlegan menningararf og sameiginlegar andlegar þarfir, söfn, leikhús, óperur, háskóla, menningarmiðstöðvar. Hvar sem borið er niður erlendis eru þvílíkar byggingar stolt landsmanna. Hérlendis eru það verslunarhallir og bankaslot sem sterkastan svip setja á umhverfið. í aldarbyrjun, þegar þjóðin var sárfátæk og nýfarin að stjóma sér sjálf, vann hún það þrekvirki að reisa Safnahúsið sem verið hefur borgarprýði æ síðan. Þjóðleikhúsið komst ekki í gagnið fyrren tæpum þrem áratugum eftirað til þess var stofnað, og var meðal annars kreppunni kennt um, en á sama tíma risu margar banka- og verslunarhallir. Háskólinn var reistur fyrir happdrættisfé í stríðsbyrjun og er enn að mestu rekinn með sama fjáröflunarfyrirkomulagi. Þó tók fyrst steininn úr eftirað þjóðin komst í verulegar álnir. Þjóðminjasafnsbyggingin var reist árið 1947 og er löngu orðin ófullnægjandi. Listasafn ríkisins bíður þess enn að komast í eigið húsnæði, hundrað árum eftirað það var stofnað. Náttúrugripasafnið er á hrakhólum, tæpri öld eftirað til þess var stofnað (1889). Þjóðarbókhlaða hefur verið í byggingu heilan áratug og óvíst hvenær hún kemst í gagnið. Meðan hennar er beðið, búa Landsbókasafn, Háskólabókasafn og Þjóðskjalasafn við alls óviðunandi húsakost og 80 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.