Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 17.04.2014, Qupperneq 8
V egna þess hve erlendar skuldir þjóðarbúsins eru háar þarf allur afgangur af vöru- og þjón-ustuviðskiptum við útlönd að fara í vaxta- greisðlur af erlendum skuldum á næstu árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Viðskiptaráð kynnti nýlega og heitir Heildarmynd af höftunum: Erlendar skuldir og forsendur afnáms. Stiklað er á stóru um efni skýrslunnar hér á eftir. Á næstu sex árum er áætlaður halli á greiðslujöfn- uði Íslands, þ.e.a.s. flæði gjaldeyris til og frá landinu, yfir 750 milljarðar íslenskra króna. Þessi halli gerir afnám gjaldeyrishaftanna erfiðara. Til að jafna hall- ann þarf að ganga á gjaldeyrisforðann, veikja gengið eða ná samningum um að fresta afborgunum erlendra lána þar til jöfnuði er náð. Þá er eftir að tryggja að til sé nægur gjaldeyrir til þess að hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin og leyfa þeim sem vilja að flytja fjár- muni sína úr landi á þeim tímapunkti. Erlend skuldastaða þjóðarbúsins er nú neikvæð um 950 milljarða króna, eða 53% af landsframleiðslu. Skuldastaðan hefur verið neikvæð frá því löngu fyrir hrun en stór hluti vandans í dag er vegna þeirra er- lendu skulda sem safnað var í aðdraganda efnahags- hrunsins. Sérstaklega eru erlendar skuldir þrotabúa bankanna hagkerfinu erfiðar og gætu gert íslenskum aðilum erfitt fyrir um að fá aðgang að erlendri fjár- mögnun um langa framtíð. Staðan getur orðið sjálfbær ef vel tekst til Takist vel til við hagstjórn þannig að hér verði öflugur hagvöxtur og viðskiptakjör við útlönd hagstæð getur staðan þó orðið sjálfbær innan fárra ára, að mati Við- skiptaráðs. Verkefnið er þó risavaxið og til að leysa það þarf bæði að skapa skilyrði fyrir öflugum lang- tímahagvexti og mun hagstæðari viðskiptakjörum en bjóðast í dag. Svo er það snjóhengjan og sú niðurstaða sem þarf að fást varðandi eignir erlendra kröfuhafa bankanna. Samtals þurfa Íslendingar að vera undir það búnir að endurfjármagna eða greiða út 2.260 milljarða króna í erlendum gjaldeyri við afnám gjaldeyrishaft- anna. Sú upphæð er nokkru hærri en öll þau verðmæti sem til verða hér á landi á einu ári (verg landsfram- leiðsla). Af þessum 2.260 milljörðum eru 780 milljarðar (34,5%) sem erlendir kröfuhafar föllnu bankanna eiga í íslenskum krónum. Íslensk fyrirtæki eru talin vilja flytja um 100 milljarða króna úr landi til fjárfestinga þar. Lífeyrissjóðir eru taldir vilja koma 480 milljörðum króna úr landi við afnám haftanna og einstaklingar 60 milljörðum. Þetta eru samtals 1.420 milljarðar króna. Neikvæð staða þjóðarbúsins Afgangurinn af 2.260 milljörðunum er svo vegna nei- kvæðrar stöðu íslenska þjóðarbúsins í viðskiptum við útlönd. Sá halli hefur verið að hlaðast upp á löngum tíma. Þetta eru að mestu leyti skuldir sem safnað var til þess að halda uppi ósjálfbærri einkaneyslu á árunum fyrir hrun, segir Viðskiptaráð. Þá var gengi krónunnar sterkt og Íslendingar fengu mikið fyrir krónurnar þegar vörur og þjónusta var keypt í útlöndum. Ísland gæti lent í miklum erfiðleikum með að end- urfjármagna skuldir sínar og fá betri lánskjör í fram- tíðinni ef ekki tekst vel til í samningum við erlenda lánardrottna þannig að hægt verði að nýta erlenda fjármuni í auknum mæli til langtímauppbyggingar hér á landi. Minnir á Portúgal og Grikkland Staðan hér á landi er nú mun verri en í nágranna- löndunum og minnir meira á Portúgal, Ítalíu, Írland, Grikkland og Spán, þ.e.a.s. löndin sem lentu í mestum vandræðum vegna erlendra skulda í evrukreppunni á árunum 2009 til 2013. Ef ekki fást nægilega góð kjör hjá erlendum lánar- drottnum er hætt við að þjóðarbúið festist í vítahring sívaxandi skulda og sífellt verra aðgengis að endur- fjármögnun, segir Viðskiptaráð. Auk þeirra kjara sem erlendir lánveitendur eru tilbúnir að veita skipta hagvaxtarhorfur til lengri tíma mestu máli um það hvernig þessi mál munu þróast. Ef hér verður miðl- ungshagvöxtur og óbreytt viðskiptakjör mun erlend staða þjóðarbúsins versna úr því að vera neikvæð um 53% í það að verða neikvæð um 67% af þjóðarfram- leiðslu árið 2030. Ef hagvaxtarhorfur verða sterkar og viðskiptakjörin góð verður hægt að ná hallanum niður í 29% á sama tíma. Útflutningsdrifinn hagvöxtur „Til að erlend staða þjóðarbúsins þróist með hagfelld- um hætti þarf að byggja upp forsendur fyrir sterkum og útflutningsdrifnum hagvexti samhliða greiðara aðgengi að erlendu langtímafjármagni á hagstæðum kjörum,“ segir Viðskiptaráð. Það er því tvennt sem mun skipta mestu máli varð- andi það hvernig lífskjör þróast á næstu árum, segir Viðskiptaráð, og kallar eftir því að stjórnvöld taki stórar og erfiðar ákvarðanir. Annars vegar þarf skýra langtímastefnu í efnahags- málum þar sem áframhaldandi uppbygging útflutn- ingsgreina er tryggð, framleiðni aukin og hagkerfið opnað fyrir erlendri samkeppni og fjárfestingu. Slík stefna mundi auka tiltrú á efnahagslífinu hér heima og erlendis, örva fjárfestingu og bæta þau vaxtakjör sem íslenskir aðilar eiga kost á að fá erlendis. Neikvæð áhrif vegna kröfuhafa 44% af VLF ef ekki semst Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi munu ráða miklu um framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur slíkra fyrirtækja velji að byggja upp starfsemi fyrir- tækjanna hér á landi þarf trúverðugt afnám hafta að vera skammt undan, segir Viðskiptaráð. Trúverðug áætlun mundi einnig draga úr fjármagnsflótta og efnahagslegum óstöðugleika þegar kemur að afnámi haftanna. Hins vegar er áríðandi að leysa vanda fjármála- kerfisins. Eins og fyrr sagði eiga kröfuhafnarnir 780 milljarða króna innan haftanna. „Þar sem kröfuhafar bankanna hafa ekki áform um langtímafjárfestingar hérlendis þarf því að óbreyttu að útvega gjaldeyri til að fjármagna útgöngu þessara eigna,“ segir viðskiptaráð. „Verði uppgjörið með þess- um hætti mun það hafa neikvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins sem nemur 44% af landsframleiðslu, sem gerir fjármögnun slíkrar útgöngu afar torvelda“ segir Viðskiptaráð. Afskriftir á innlendum eignum þrotabúanna eða það að fara leið gjaldþrotaskipta við uppgjör búanna gæti dregið úr þessum vanda en huga þurfi að því að áframhaldandi erlend fjármögnun bankanna sé tryggð til þess að auðvelda uppbyggingu efnahagslífsins og vöxt íslenskra fyrirtækja í alþjóð- legri starfsemi. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is  Efnahagsmál 2.260 milljarða Vantar til að losa höft Allur afgangur fer í vexti Að óbreyttu munu öll verðmæti sem verða til hér á landi vegna afgangs af viðskiptum við útlönd þurfa að fara til að greiða vexti af þeim erlendu skuldum sem hlóðust upp í aðdraganda bankahrunsins. 2.260 milljarðar króna er sú fjárhæð sem greiða þarf út eða semja um til þess að hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin. Þar af eiga kröfuhafar bankanna 780 milljarða. Það mundi veikja erlenda stöðu þjóðarbúsins um 44% af landsframleiðslu að hleypa kröfuhöfunum úr landi með sína peninga án afskrifta. Kröfuhafar í þrotabú bankanna eiga 780 milljarða króna innan haftanna og ef þeir fengju að fara með sína peninga úr landi við afnám haftanna mundi það hafa neikvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins um sem nemur 44% af lands- framleiðslu. 8 fréttir Helgin 17.-21. apríl 2014 Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Sumar 14 7. - 14. ágúst Hamborg & Lübeck Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sumarfrí á döfinni? Hér er frábær ferð sem tvinnar saman sögu, menningu og töfrandi náttúrufegurð. Lübeck er sannkölluð perla Norður-Þýskalands „Drottning hafsins og marsipangerðar“. Verð: 189.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Evonia stuðlar að auknum hárvexti með því að færa hárrótunum styrk til vaxtar. Evonia er þrungið bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Evonia www.birkiaska.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.