Fréttatíminn - 17.04.2014, Síða 31
G A M A L D A G S
Bragð ið se m kal lar f ram dý r mætar m inningar
um gamla gó ð a he image rða ís inn
se m al l i r e lska .
1 lítri
M e ð
í s len
sku
m rj
óma
PI
PA
R\
TB
W
A
- S
ÍA
-
13
32
19
sem hefur sjálft farið í
aðgerð vegna hryggskekkju
hefur sett sig í samband við
Karen. Vegna þessa sýni-
leika er fólk einnig farið
að kannast við Hermann á
götum úti. „Fólk stundum
heilsar mér á förnum vegi.
Oft eru það litlir krakkar
sem þekkja mig og vinka.
Það er skemmtilegt hvað
maður hefur glatt marga,“
segir hann og Karen tekur
undir: „Ég hef verið spurð
hvort ég sé ekki systir töfra-
mannsins. Ég er mjög stolt
af honum,“ segir hún og
brosir til bróður síns.
Hermann nýtur sín á
sviðinu þegar hann sýnir
og á sér uppáhalds töfra-
bragð. „Það var atriðið sem
ég sýndi síðast þegar ég
var með sögunarstokkinn.
Við vorum búin að æfa það
lengi,“ segir hann en Lovísa
systir hans tók einnig þátt í
atriðinu og var lokuð í kass-
anum á meðan Hermann
virtist bókstaflega saga
hana í sundur. Lovísa hefur
einnig fengið mikinn áhuga
á töfrabrögðum og langar
að læra meira. Hún sækir
spilastokk og stokkar spilin
að hætti töframanna með
því að gera svokallað „riffle
shuffle,“ en hún er ekki bara
að æfa sig sjálf heldur er
hún byrjuð að kenna krökk-
unum í bekknum trixin.
Hermann kemur fram
á sérstakri söfnunarsýn-
ingu fyrir Karen systur
sína í Salnum í Kópavogi
með Töfrahetjunum þann
16. maí. Um er að ræða
fjölskyldusýningu sem
inniheldur heimsfrægar
sjónhverfingar og ótrúleg
töfrabrögð. Þar koma einnig
fram Einar Mikael og töfra-
konan Viktoría, og yngri
systir Hermanns sýnir
þar brögð sín sem Lovísa
töfrastelpa. Hún er einnig
að æfa handbolta og sér
fyrir sér marga möguleika
í framtíðinni: „Mig langar
að verða handboltakona, og
lögfræðingur eða læknir,
og ég get alveg bætt við að
verða töfrakona,“ segir hún.
Karen dáist að hæfileikum
systkina sinna og segist satt
að segja mest langa til að
verða umboðsmaður þeirra
þegar fram líða stundir.
Hjá Hermanni er enginn efi
hvað framtíðina varðar: „Ég
ætla að vera töframaður“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is