Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Síða 38

Fréttatíminn - 17.04.2014, Síða 38
38 páskamatur Helgin 17.-21. apríl 2014  uppskrift lambakjöt í malti og appelsíni SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 09.04.14 - 15.04.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn Andóf Veronica Roth Húsið við hafið Nora Roberts Hljóðin í nóttinni Björg Guðrún Gísladóttir Eða deyja ella Lee Child Paradísarfórn Kristina Ohlsson Hamskiptin Ingi Freyr Vilhjálmsson Íslenskar þjóðsögur Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker KYNNING Veitingastaðurinn Bambus við Borgartún 16 er sá eini á Ís- landi sem býður upp á svokall- aða „Asian Fusion“ matargerð sem notið hefur vinsælda víða um heim. Þegar Betty Wang flutti til Íslands fyrir sex árum heillaðist hún af fegurð landsins og ekki síst af því hversu gott íslenskt hráefni er til matargerðar. Í Asian Fusion felst að veitingarnar eru mat- reiddar á asískan máta úr hráefni heimalandsins og því úr íslensku hráefni í tilfelli Bambus. „Hér á Ís- landi er heimsins besta kjöt, fiskur og grænmeti og mig langaði því að bæta kryddi í íslenska matargerð og opnaði Bambus sem er fyrsti Asian Fusion veitingastaðurinn á Íslandi,“ segir Betty. Á Bambus er til dæmis boðið upp á kínverskar hveitibollur, eða dumplings, með japanskri teriyaki sósu og ofn- bakaðan þorsk, borinn fram með sítrónugrasi samkvæmt asískum hefðum. Á Bambus er einnig boðið upp á dásamlega sæ- bjúgnasúpu. Betty segir sæbjúgu hafa verið vinsæl í Kína um aldir þar sem þau eru jafnan köll- uð fjársjóður sjáv- arins. „Það kom mér því mjög á óvart að Íslendingar skuli ekki borða meira af sæbjúgum. Það hef- ur hvarflað að mér að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu stórkostlega holl og bragðgóð þau eru,“ segir Betty. Mikið er um að kínversk- ir ferðamenn komi á Bambus og bragði á sæbjúgnasúpunni en að sögn Betty er Bambus eini veit- ingastaðurinn á Íslandi sem býður upp á slíka súpu. Einnig er boðið upp á sæbjúgu í pakka til að taka með heim og segir Betty það enn sem komið er mjög vinsælt hjá ferðamönnum en vonar að Íslend- ingar kynnist líka dásemdum sæ- bjúgnanna þegar fram líða stund- ir. Opið verður hjá Bambus á skír- dag, föstudaginn langa og á laug- ardag frá klukkan 17 til 22. Nánari upplýsingar um veitinga- staðinn Bambus má nálgast á Facebook-síðunni Bambus asian cuisine & lounge. Sæbjúgnasúpa á Bambus Bambus er eini Asian Fusion veitingastaðurinn á Íslandi en þar er mat- reitt úr íslensku hráefni á asískan máta. Til dæmis er boðið upp á ofnbak- aðan, íslenskan þorsk með sítrónugrasi að asískum sið, að ógleymdri sæbjúgna- súpunni sem er bráðholl og bragðgóð. Hjá Bambus er boðið upp á ljúffenga sæbjúgnasúpu. Sæbjúgu eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingar skrápdýra. Þau lifa oftast á grunnsævi þó nokkrar tegundir lifi á miklu dýpi. Betty Wang flutti til Íslands fyrir sex árum og heillaðist af fegurð landsins. „Hér á Íslandi er heimsins besta kjöt, fiskur og grænmeti og mig langaði því að bæta kryddi í íslenska matargerð og opnaði Bambus sem er fyrsti Asian Fusion veitingastaðurinn á Íslandi,“ segir hún. Lambakjöt er órjúfanlegur þáttur af páskunum og góð lambasteik í raun jafn mikil nauðsyn og súkkul- aðieggið. Enda fátt betra en lamba- læri og með því eftir að hafa hámað í sig óhóflegt magn af téðum eggjum. Annar órjúfanlegur þáttur í há- tíðarmat á Íslandi er líka hin ágæta drykkjarblanda Malt og Appelsín. Hana bera að blanda í stafrófsröð, þ.e. Appelsínið á undan og í hlut- föllunum 70% Malt á móti 30% App- elsíni. Þynnri blanda er bara fyrir ungbörn. En það er hægt að gera fleira við blönduna góðu en að svolgra henni í sig yfir súkkulaði og moðsteiktum sauð. Því sopann má einn- ig brúka í eldamennskuna sjálfa. Hægt er að hægelda kjöt í leirpotti umvafið elex- írnum eða smásteik í álpapp- írspoka og svo er það gamla, góða sunnudagssteikin. Hún fær á sig nýja mynd sé Malti og Appelsíni hellt í botninn á steikarfatinu til að búa til bragðgott soð. Sömu reglur gilda líka ef páskalambið breytist skyndilega í páska- grís. Malt og Appelsín á nefnilega sérstaklega vel við hæg- eldaðan svínabóg. Hráefni: Malt og appelsínslæri 1 lambalæri ½ lítri 70/30 malt og appelsín blanda 5-6 hvítlauksrif ½ matskeið nautakraftur 2 tsk tómatpúrra salt og pipar olía Aðferð: Lærið þarf að ná stofuhita áður en það fer inn í ofninn. Gott er að skrapa stærstu fitublettina aðeins niður. Alls ekki taka alla fitu í burtu en slatta. Líka gott að taka smá törn á himnunni sem umlykur vöðvana og flaka sem mestu af henni burtu líka. Í himnunni og fitunni getur nefnilega leynst ullarbragðið sem enginn vill fá í lærið sitt en læðist þó oft með. Smyrja lærið því næst með matarol- íu. Salta og pipra vel á öllum hliðum. Blandan mín og blandan þín

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.