Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Síða 44

Fréttatíminn - 17.04.2014, Síða 44
44 grænn lífsstíll Helgin 17.-21. apríl 2014 Niðursuðudósir og aðrir smáir málm- hlutir, svo sem álpappír og álbakkar, eiga að fara lausar í ruslatunnuna svo flokka megi þær vélrænt frá öðru heimilissorpi og endurvinna. Fyrir fáeinum árum setti SORPA upp búnað sem flokkar sjálfkrafa málma frá heimilissorpi. Til þess að svo megi verða þarf að gæta þess að setja niður- suðudósir og annan málm ekki í rusla- pokana. Skola á mestu matarleifarnar úr niðursuðudósunum og setja þær beint í tunnurnar. Best er að hnoða álpappír í kúlu og setja lausan í tunn- una. Málmurinn er síðan flokkaður frá rusli í móttöku og flokkunarstöð á Gufunesi með segulstáli. Málmar eru um 3% af heimilissorpi og með þessari nýju vinnsluaðferð næst að minnsta kosti 60% af öllum málmi úr úrganginum sem kemur inn á stöðina. SORPA flokkar málmana svo enn frekar í framhaldinu til að tryggja sem best verð fyrir vöruna, til að mynda er kopar, ál og járn aðgreint. Það koma um 8-10 tonn af járni, og um eitt tonn af öðrum málmi á viku inn í gegnum nýju vélrænu flokkunina. Þar næst er málmurinn sendur til útlanda þar sem hann er bræddur og gerður að markaðsvöru. Flestir málmar eru endurunnir í málmbræðslum á Bret- landi og Spáni. Niðursuðudósir og álpappír beint í tunnuna Þ að er hægt að endurvinna flest efni sem við notum dagsdaglega og því um að gera að taka sér tak og byrja að flokka, um- hverfinu og okkur öllum til góða. Efni eins og timbur, plast, gler og pappír halda eiginleikum sínum áfram þó við séum búin að nota það og því er mikilvægt að flokka en henda ekki hugs- unarlaust. Það er alls ekki flókið að flokka og um að gera að virkja alla á heimilinu með. Allt sem fer óflokkað í ruslatunnuna endar á einn eða annan hátt í náttúrunni. 4 leiðir að nýjum og nú- tímalegri lífsstíl Það er skemmtilegt að flokka til endurvinnslu. Hægt er að endurvinna flestar umbúðir. Allt sem fer óflokkað í ruslatunnuna endar í náttúrunni. 4 Minnkum magn umbúða. Það er mikilvægt að minnka úrgang. Hugsum því áður en við verslum hvort við séum sátt við magn umbúða utan um vörurnar. Eins er sniðugt að taka með sér poka fyrir grænmeti og ávexti í stað þess að taka nýja í hvert sinn fyrir hverja tegund. 1 Byrjum að endurvinna. Hreinsum ílát eftir notkun og endurvinnum. Hægt er að endurvinna nánast öll ílát úr plasti, gleri, áli og pappír. Hægt er að hafa sérstaka tunnu fyrir þessi efni heima sem tæmd er reglulega. Ekki er þó leyfilegt að setja gler í slíkar tunnur. Einnig er hægt að gera sér ferð í Sorpu annað slagið og gefa efnunum framhaldslíf. 2 Skipulag á flokkunina. Það gerir flokkunina einfaldari að koma sér upp góðri aðstöðu. Til dæmis er hægt að nota eina skúffu í eldhúsinnréttingunni undir endurvinnsluumbúðir eða hafa snyrtilega tunnu á gólfinu eða inni í ruslaskáp. 3 Notum margnota poka. Minnkum notkun á plastpokum með því að fara með margnota innkaupapoka að versla. Víða eru þeir seldir í matvörubúðum og öðrum sérverslunum og fáanlegur í ýmsum fallegum litum. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Í lögum um orlof húsmæðra segir svo: „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Stjórnin Orlofsferðir árið 2014 Laus sæti Skrifstofa Orlofsnefndar að Hver�isgötu 69 er opin mánud.-miðvikud. kl.16:30-18:00 til 1. júní. Helsinki, Tallin, Riga 20.-26.júní Slóðir Sigríðar í Brattholti 28.júní Vest�irðir 21.-24.ágúst Prag 16. -23.október Aðventuf./ Brussel,Brugge 4.- 7. desember Sími 551 2617 - orlofrvk.123.is edalgardar.is • Hellulagnir • Trjáklippingar • Jarðvegsskipti • Smágröfuþjónusta • Vörubíll með krabba Einar • 698 7258 Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Mikið úrval - Vönduð vinna legsteinar og fylgihlutir 10-50% afsláttur Steinsmiðjan Mosaik TILBOÐSDAGAR

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.