Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 62
Græjaðu fermingargjafirnar!
Kláraðu
kaupin hér!
Lenovo gerir skólagönguna skemmtilegri
• 14" HD LED snertiskjár
• i5 örgjörvi og GeForce
skjákort
• 8GB minni og 500GB
SSD diskur
• 3 ára ábyrgð
• 14” HD LED skjár
• i3 örgjörvi
• 4GB minni og
500GB diskur
• 3 ára ábyrgð
Lenovo U430
Verð: 164.900 kr.
Lenovo S400
Verð: 109.900 kr.
Lauflétt og lipur með snertiskjá Einstaklega glæsilegt útlit og hönnun
Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri
nyherji.is/fermingar
N
M
62
01
80
N
Ý
PR
EN
T
eh
f.
www.heimir.is
Karlakórinn Heimir
& Kristinn Sigmundsson
Tónleikar í Miðgarði
laugardaginn 3. maí kl. 20.30
Forsala aðgöngumiða í Blóma- og gjafabúðinni,
Sauðárkróki og í KS Varmahlíð
Tónleikar í
Eldborgarsal Hörpu
sunnudaginn 4. maí kl. 16.00
Miðasala á harpa.is, midi.is eða í síma 528 5050
V ið flytjum gömul og góð lög sem allir þekkja,“ segir Sigríður Beinteins-
dóttir söngkona.
Sigga stígur á stokk í Salnum á
miðvikudagskvöldið í næstu viku,
síðasta vetrardag, ásamt þeim
Guðrúnu Gunnarsdóttur og Jógv-
an Hansen. Yfirskrift tónleikanna
er Við eigum samleið.
„Það varð allt hálf brjálað þegar
við vorum með þessa tónleika í
lok mars. Við fengum mikið af
póstum og það bara linnti ekki lát-
um fyrr en við lofuðum aukatón-
leikum,“ segir Sigga en þríeykið
hélt nokkra samskonar tónleika
úti á landi í fyrra.
„Guðrún hefur svolítið verið að
flytja þessi gömlu lög en ég hef
ekki gert mikið af því. Hins vegar
hef ég alltaf haft mikið dálæti
á þeim því þetta eru lögin sem
maður ólst upp við. Jógvan kemur
svo auðvitað frá Færeyjum þannig
að hann er að heyra mörg þessi
gömlu dægurlög í fyrsta sinn.
Hann var mjög hissa hvað þetta
væru falleg og skemmtileg lög og
sagði hvað eftir annað „vá, hvað
þetta er flott!“ þegar við vorum
að æfa.“
Undirleikur á tónleikunum er í
höndum Karls Olgeirssonar sem
leikur á flygil, Róberts Þórhalls-
sonar bassaleikara og Matthíasar
Stefánssonar sem spilar á gítar
og fiðlu. „Við þrjú stöndum svo
fremst á sviðinu og syngjum og
spjöllum. Þetta er nefnilega miklu
meira en bara söngur. Við segjum
sögur af okkur sjálfum og gerum
grín að okkur. Salurinn tók svo
vel á móti okkur síðast að við
espuðumst öll upp,“ segir Sigga.
Tónleikarnir eru eins og áður
sagði á miðvikudagskvöldið í
næstu viku, 23. apríl, klukkan
20. Miðasala fer fram á Salurinn.
is. -hdm
„Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg“
í Týsgalleríi.
Tónleikar Sigga BeinTeinS, guðrún gunnarS og JógVan SyngJa dægurperlur í Salnum
Meira en
bara söngur
Guðrún Gunnars, Jógvan Hansen og Sigga Beinteins flytja íslenskar dægurperlur í Salnum að kvöldi síðasta vetrardags. Ljósmynd/Hari
myndliST HeimSókn frá loS angeleS
Heimir Björgúlfs
með tvær sýningar
Myndlistarmaður-
inn Heimir Björg-
úlfsson opnar tvær
sýningar í Reykja-
vík nú um páskana.
Heimir er búsettur í
Los Angeles þar sem
hann stundar list sína.
Hann er fyrrum með-
limur í hljómsveitinni
Stilluppsteypu og
nam myndlist í Hol-
landi.
Í dag, fimmtu-
dag, opnar Heimir
sýninguna „Vænn
skammtur af svívirð-
ingum, það hálfa væri
nóg“ í Týsgalleríi við
Týsgötu. Opnunin er
klukkan 17 og verður
sýningin opin til 11.
maí.
Á laugardag klukk-
an 20 opnar Heimir
sýningu í Kunstschla-
ger við Rauðarár-
stíg. Í Kunstschlager
verður Heimir með
innsetninguna „Þrjú
tonn af sandi, í tveim-
ur hlutum“. Sýningin
er opin frá 15-18 og
stendur til 28. apríl.
Allir velkomnir og
aðgangur ókeypis.
Í innsetningunni
varpar Heimir fram
spurningum um
manninn í umhverf-
inu, hvernig hann
tekst á við náttúru-
öflin í hinu daglega
lífi og hvernig hið
undarlega eða óvænta
getur sprottið af því.
62 menning Helgin 17.-21. apríl 2014